Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Qupperneq 3
DV Fyrst og fremst ÞRtÐJUDAGUR 29. MARS 2005 3 Voru eins og apar í glerbúri tengist því,“ segir Heimir sem man eftir að nýbúið var að banna reykingar í flugstöðinni. „Ég og Ingibjörg reyktum bæði á þessum tíma og það mátti einungis reykja í litlu gler- búri. Ég man að við töluðum um að við værum eins og apar í einhverju búri." Sigrúnu þekkti Heimir frá því að hún kenndi honum uppi í háskóla. „Ári eftir þetta varð hún svo skólastjóri í Árósum þar sem ég hafði einmitt nýlokið námi og hefur lfldega verið eitthvað að vesenast í því,“ segir Heimir sem nokkrum sinnum hefur komið til Helsinki. „Ég hef þó yfirleitt verið þarna í svona tvo daga á einhverjum fundum og hef því séð lítið af borginni. Mér þykir samt leiðinlegt hvað ég man lítið eftir þessari ferð,“ segir Heimir Már að lokum. Gamla myndin að þessu sinni er frá árinu 1995 og er því ú'u ára gömul. „Ef ég man rétt, þá hittumst við fyrir algjöra tilviljun á flugvellinum í Helsinki og áttum fínt flug til Kaupmannahafn- ar,“ segir Heimir Már Pétursson sem á þessum thna starfaði sem fréttamaður á Stöð 2. „Það er svo margt sem kemur til greina þegar spurt er um erindi mitt þarna. Ætli ég hafi ekki verið á einhverjum fundi en þó man ég ómögulega hvað fundur það var nákvæm- lega.“ Heimir segir að mjög gaman hafi verið að hitta Ingibjörgu og Sigrúnu. „Ingibjörg var að vinna mikið að málefnum inn- flytjenda og ætli hún hafi ekki verið á einhverjum fundi sem Á flugvellinum Ingibjörg Hafstaö, Heimir már Péturs- son og Sigrún Stefánsdóttir f góðum gír f Finnlandi. Spurning dagsins Hvert ætlarðu í sumarfríinu? Örugglega eitthvað til útlanda „Ég veit þaö ekki ennþá en það verður ör- ugglega eitthvað til útlanda því ég er búin að fara á flesta staði á Islandi og nú armig að gera eitthvað nýtt.“ Inger Ólafsdóttir, verslunarkona. „Sþurðu kon- una mína um það, ætli það sé ekki Maiiorka annarserþað hún sem ræður því." Jónas Guð- laugsson, sjálfstæður atvinnurekandi. „Ég býst við að vera bara að vinna í sumarfríinu því ég hef ekki efni á því að taka sum- arfrí því ég er í skóla. Það er í mesta lagi að maðurskelli sér út á land." Svanur Björnsson, háskólanemi. „Það ersvo gott að vera hérna á sumrin svo ég ætla að vera innan- lands." Ragna Ög- mundsdóttir, gjaldkeri. „Ég er að fara til Kaupmanna- hafnar íjúní og svo fer ég á interrail í ágúst til Frakklands, Þýskalands, Italíu, Króatíu, Hollands og margra fleiri staða." Ari Geir Hauksson, háskólastúdent. Fólkið í landinu er farið að skipuleggja sumarfríið sitt þetta árið enda farið að styttast í að sumarið komi með blóm í haga. Bjórdósum rigndi yfirTrabant Hljómsveitin Trabant varsiðasta bandið til að spila á tónlistarhátiðinniAldrei fór ég suður á Isafirði um helgina. Á myndinni sést söngvari sveitarinnar, Ragnar Kjart- ansson, sem fór hamförum á sviðinu. Fækkaði fötum og hellti kampavíni yfir brjálaða aðdáendur sem skiptu hundruð- um í Edinborgarhúsinu á laugardaginn. Reyndar varð lýðurinn svo trylltur að tvisvar sinnum þurfti að stoppa sveitina af. Þá hafði bjórdósum og flöskum rignt yfir sviðið; eitthvað sem skipuleggjendur sættu sig ekki vel við. Sjálfir báðu Trabant- menn áhorfendur að róa sig niður en þeg- ar tónlistin hófstáný var litið hægt að gera. Þegar lokalagið hljómaði fór Ragnar úr síðustu spjörunum og greip ungan dreng úr áhorfendaskaranum og lék sér að hon- um i þvi sem kalla má erótískum stelling- um. Allt fyrir sjóvið. Þvi þegar siðasti tónn- inn fjaraði út var eins og hljómsveitarmeð- limir yrðu aftur þeir sjálfir. Áhorfendur ró- uðust og allir sungu saman eitt lag áður en haldið var út i nóttina sem var iyngri kantinum, að þessu sinni. Pönk I slangurorðabókinni sem Örnólf- ur Thorsson, Mörður Árnason og Svavar Sigmundsson tóku saman um árið er talað umpönk sem er tónlistarstefna f rokki. „...verður til í Bretlandi á miðjum áttunda áratugnum. Kraftmikið, einfalt,„hrátt" rokk sem í mörgu líkist tónlist bernskuára rokksins. Hijóðfæra- leikur fremur óvandaöur (jafnvel af ráðnum hug),sungið afmiklum þrótti. Málið Pönkið er sprottið úr fátækrahverfum breskra stórborga og náði fyrst hylli meðal lágstéttarunglinga; baksvið þess er m.a. atvinnuleysi og vonleysi. Pönkið er tónlist fólks í uppreisn, sem stundum birtistí textun með almennri þjóðfé- lagsádeilu, en oftast er samfélaginu hafnað með öllu og rikjandi gildismati vísað á bug. Svipuð viðhorfkoma fram í framgöngu og klæðaburði tónlistar- manna og áheyrenda (pönkara)..." ÞAU ERU SYSTKIN Lektorinn & prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson erprófessor við Háskóla is- lands og ári yngri enhann er Salvör Kristjana Gissurardóttir systir hans sem er lektor við Kennaraháskóiann. Hannes þekkja flestir en hann hefur heldur betur látið til sín taka íþjóðmála- ymræðunni í gegnum tíðina. Nú fetar Salvör systir í fótspor stóra bróður, reyndar úr annarri átt, gallharður femínistinn vandar um við þá sem gera sig seka um það sem hún flokkarsem kvenfyrirlitningu: Til dæmis Árna Mathiesen. [oreldrar þeirra eru báðir fallnir frá: Ásta Hann- esdóttir var kennari og Gissur Jörundur Kristins- on var framkvæmdastjóri. Króm margar stærðir með eða án hjóla Frábær lausn fyrir: O Verslanir O Mötuneyti O Eldhús ’ O Sýningarsali O Heimili o.fl. Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími 5353600- Fax 5673609 www.isold.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.