Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Síða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 7 7 Lettar á gráu svæði Fjórir lettneskir starfs- menn GT-verktaka við Kárahnjúka eru enn við störf á Kárahnjúkum þrátt fyrir að kollegum þeirra í svipaðri stöðu, sem teknir hafa verið fyrir að vinna hér á landi án leyfa, hafi ver- ið gert að hætta vinnu meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Þremur íslendingum var sagt upp störfum í kjölfar ráðn- ingar Lettana fjögurra. Lár- us Bjarnason sýslumaður hefur lýst því yfir að hann bíði niðurstöðu rannsóknar áður en vinna verði stöðvuð hjá mönnunum. Þingmenn breyta gildistíma um fasteignasölueigendur. Eigendur sem eru ekki lög- giltir fasteignasalar fá ár til að ná prófum. Jón Guðmundsson fasteignasali segir að leppar fái áfram að stjórna 10-20 stofum en Helgi Bjarnason, sem hefur skráð sig á námskeið, segir að markmiðið með lögunum hafi ekki verið eignaupptaka. Þingmenn bíða með lög eftir eð lasleignasalar nái próli Terry Schiavo fjarar út Endalokin nálgast hjá Terri Schiavo en hún hefur nú verið án næringar í ell- efu daga fyrir utan að henni var gefin einn víndropi á páskadag. Læknar segja nú að líf hennar gefi fjarað út hvenær sem er. Foreldrar hennar töpuðu áfrýjun síðastliðinn föstu- dag. Nokkrir mótmælendur sem safnast hafa saman fyrir utan sjúkrahúsið sem hún dvelur á voru hand- teknir á páskadag en bróðir hennar bað þá um að hætta ónáða lögregluna, ekkert myndi ávinnast af því að lenda í fangelsi. Einn tekinn fullur Lögreglan á Blönduósi hafði nóg að gera um helg- ina en um það bil 80 manns voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur um sýslurnar. Þykir það tölu- verður fjöldi þó taka verði mið af því að fjöl- margir voru á ferð um páskana. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur en ekki liggur fyrir hvort hann muni missa öku- réttindin. Umferð var mikil í gær, þá aðallega á suðurleið en allt gekk vel fyrir sig og engin slys höfðu átt sér stað seinnipartinn. Þeir sem eiga fasteignasölur og eru ekki löggiltir fasteignasalar fá tíma þar til á næsta ári til að ná prófum, samkvæmt lagabreyt- ingu sem Alþingi samþykkti rétt fyrir páska. í það minnsta tvær fasteignasölur þar sem eigendur eru ekki löggiltir munu lenda í vanda þegar lögin taka gildi að fullu eftir ár en eigendur annarra stofa sem hafa skráð sig á námskeið sleppa í bili. Lögin voru sett eftir að ítrekað komu upp stór fjársvikamál meðal fasteignasala. Helgi Bjarnason, einn eigenda fasteignasölunnar Draumahúsa, barðist fyrir því að gildistöku laganna yrði frestað, aila vega þar til þeir sem þegar væru komnir í nám hefðu möguleika á að ljúka því. Hann talaði við þingmenn og ráð- herra um málið til að vekja á því at- hygli. „Það átti ekki að vera markmið með lögunum að standa að eigna- upptöku," segir Helgi sem hóf réttindanám til að verða löggiltur fasteignasali í febrúar. „Það gerir eng- inn kröfu á að verð- bréfasali eigi Lands- bankann eða skip- stjóri Eimskip. Mér sýnist að þessu ákvæði um að lög- giltir fasteignasalar verði að eiga fast- eignasölur, sé komið vegna Bjami Benediktsson Formaður allsherjarnefnd- arsem breytti gildistöku laga um fasteignasala. „Þarna er verið að vernda leppa sem reka fasteignasölur án þess að hafa til þess réttindi." pressu á einmenningshugsun í fasteignasölunni og verið sé að standa vörð um gamla tíma." Helgi vonast til að ná prófinu, en námið er á háskólastigi og þrjár, en fyrir hefúr hann viðskiptafræði- próf bæði frá Háskóla íslands og MBA frá New York Uni- versity. Leppar áfram með 10-20 stofur Jón Guðmundsson hjá Fasteignamarkaðnum skilur ekki hvers vegna gildis- töku er ffestað þegar svo mikið lá á að sam- þykkja lögin á sínum tíma. „Þessi nám- skeið hafa verið á hverju ári þannig að ég skil ekki hvers vegna það er verið að bíða eftir þeim sem nú eru °foumoh Helgi Bjarnason Barðist fyrir fyrirþví að fá frest fram yfir próf. að taka þetta próf. Er einhver búinn að ábyrgjast að þessir menn nái þessum prófum?" spyr hann. „Þama er verið að vernda leppa sem reka fasteignasölur án þess að hafa til þess réttindi. Þetta fer síðan hljóða- laust í gegnum Alþingi sem hefur nýlega samþykkt lög um þennan málaflokk. Þetta þýðir að leppar fyr- ir 10-20 fasteignasölur á höfuðborg- arsvæðinu halda þá áfram í skjóli þessarar frestunar sem ég tel alls ekki í lagi," Jón veltir fyrir sér þeim þrýstingi sem hefur verið á dóms- málaráðherra að fresta gildistöku þessa mikilvæga ákvæðis. „Þegar lögin ffá 1986 voru samþykkt var ekki verið að velta fyrir sér hvort menn sem hefðu rekið fasteignasöl- ur um árabil án þess að hafa til þess réttindi, fengju umþóttunartíma til að afla sér réttindanna." Ekkert með skyldleikann að gera DV fékk ábendingu um að Helgi væri skyldur Birni Bjamasyni dóms- málaráðherra og Bjarna Benedikts- syni formanni allsherjarnefndar Al- Fasteignir Ákvæði ílögum um fasteigna- sala frestað á meðan ólöggiltir eru í námi. þingis sem lagði málið fram, og hefði þrýst á breytingar í krafti þeirra tengsla. Helgi segir þetta ekki standast. „Það er hægt að finna skyldleika við Björn og eflaust Bjarna Benediktsson líka í íslend- ingabók en það kemur ekki inn í þetta mál. Ég hef aldrei hitt Bjarna og bara rætt þetta mál við hann í síma. Björn hitti ég í fyrsta sinn til að ræða um þetta mál en það er fjarri því að ég hafi staðið einn í þessu enda margir sem hafa hagsmuna að gæta af því að ekki verði farið í þessa eignaupptöku." kgb@dv.is . Holmgeir Holmgeirsson rekstrarfræöingur er lánafulltrui a viöskiptasvidi Ragnheiöur Þengilsdottir viöskiptafræöingur er lánafulltrúi á viðskiptasviði, 4,15%! vextir Engin skilyrði um önnur bankaviðskipti Lánin eru verðtryggð og bera fasta 4,15% vexti sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstimi allt að 40 árum. Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80% við endurfjármögnun fasteigna (engin hámarksupphæð) og 100% við kaup fasteignar (hámarksupphæð 25 milljónir króna). Hægt er að nota lánin til íbúðarkaupa, tii að stokka upp fjármálin eða í eitthvað allt annað. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Lánstimi 5 ár 25 ár 40 ár 4,15% vextir 18.485 5.361 4.273 * Lui með jafngreiðsluaðferð an verðbóta Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þti getur litið inn i Ármúla 13a, hringt i sima S40 S000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.