Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 Bílar DV Ýmsir alþjóðlegir staðlar gilda um dekk. Staðlarnir ná yfir munsturtegund (sumar, vetrar, heilsársdekk, o.s.frv). Stærð dekkja og stærðarmerking er sam- kvæmt alþjóðlegum staðli, burð- ar- og hraðaþol er einnig mælt og flokkað samkvæmt alþjóðlegum staðli. Hraðamerking er síðasti stafur í stærðarmerkingu dekks - bók- stafur - sem dæmi er R-merkt dekk með hraðaþol 170 km/klst. en T-merkt með 190 km/klst. Dýpt munsturs er yfirleitt 8-10 mm. Slitmörk - þ.e. sérstakt merki sem myndast í munstri þegar það hefir slitnað það mikið að veggrip er í lágmarki, er yfirlitt við 3 mm, þ.e. þegar mUnstur mælist 3 mm á dýpt. Svokölluð lágprófildekk, en það eru dekk með lægri hliðar en sem nemur 50% af breidd sólans, eru yfirleitt með hraðaþol umfram 190 km/klst. Til að lágprófíldekk nái miklu hraðaþoli samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum þarf munstrið að vera fremur grunnt - oft um og innan við 8 mm og til að standast kröfur stað- alsins um veggrip þarf efni sólans að vera klístraðra en í sólaefni venjulegs dekks - það má eigin- lega líkja þessu við að keyra á lím- bandsrúllu sem snýr límhliðinni út. Réttur þrýstingur er ekki einungis lykill að endingu dekkjanna heldur er hann gríðar- lega mikilvægt örygg- isatriði. Þetta þýðir að lágprófíldekkið skilur klísturkenndari sólann eftir á malbikinu í meiri mæli en venjulegt dekk, ef þannig má að orði komast. Auk þess að vera miklu dýrari endast því lág- prófíldekk með mikið hraðaþol miklu skemur en venjuleg fólks- bíladekk. Þegar haft er í huga að 4 dekk undir meðalfólksbíl kosta 35-45 þúsund krónur skiptir miklu máli að þau endist eðilega - Oekk undir bíl Eftirlit tryggir endingu. um og yfir 50 þúsund km - en ekki 30 þúsund eða minna (50 þúsund km samsvara þriggja ára notkun fjölskyldubíls á höfuðborgarsvæð- inu). Til að dekk af viðunandi gæð- um endist 50 þúsund km þarf ekki annað en einfalt reglulegt eftirlit með loftþrýstingi - þ.e. passað upp á að hann sé hvorki of mikill né of lítill. Þetta eftirlit geta allir framkvæmt eða fengið þrýsting- inn mældan á bensínstöð. Upplýsingar um þrýsting f dekkjum eru í handbók bílsins og yfirleitt einnig á miða sem límdur er í dyrakarminn bílstjóramegin. Réttur þrýstingur er ekki ein- ungis lykill að endingu dekkjanna heldur er hann gríðarlega mikil- vægt öryggisatriði. í stað þess að fara út í langt mál ætti eftirfarandi dæmi að skýra málið: Nýtt dekk er sett undir bíl í Reykjavík. í því á að vera 26 punda þrýstingur. Vegna mistaka var ekki dælt í dekkið meiru en sem nam 9 pundum. Bílnum var ekið í einni lotu í átt- ina að Hellu á Rangárvöllum. Sjö km austan við Selfoss var nýja dekkið orðið ónýtt og rifnaði í tætíur. Sem betur fer olli þetta óhapp ekki slysi. Of lint dekk hitn- ar á hliðunum þar til það soðnar og tætist þá sundur með hvelli. Leó M. Jónsson vélatæknifræöingur, leoemm.com. Audi A6 bíll ársins í Evrópu Þýska tímaritiö Autobild hefur valiö Audi A6 sem bíl árins 2005. Bíllinn var valinn isam- starfi við 21 systurútgáfu Autobild víöa um Evrópu. Fyrst völdu lesendur um alla Evrópu hvaöa bilar ættu aö koma til greina og fékk AudiA6 stærstan hluta atkvæöanna, þar á meöal var hann efstur á blaöi hjá lesendum fimm landa. Þaö var svo dómnefnd skipuö 35 blaöamönnum sem komst aö lokaniðurstöðu. Kemur fram aö blaðamennirnir hafi heillast afkröftugri frammistööu bilsins, þægindum,glæsi- legum búnaöi og hversu gott rými er í bílnum. Bílasmiðurinn John DeLorean lést nýverið, áttræður að aldri. Ferill DeLoreans var skrautlegur, hann var talinn einn djarfasti bílaframleiðandi Bandaríkjanna er hann ákvað að yfir- gefa General Motors og koma á fót eigin verksmiðju á Norður-írlandi. Það framtak átti ekki eftir að reynast gjöfult og endaði með því að hann var handtekinn fyrir að reyna að flytja inn og selja kókain en gróðinn átti að fara í að bjarga fyrirtæki hans. Glamúrkóngur bíla- iðnaðarins allur John DeLorean Með DeLorean DMC-bif- reiðinni sem átti aö verða flottasti sportbíll sins tima. John DeLorean var einn afar fárra bandarískra framtaks- manna sem kom á fót eigin bila- framleiðslu á síðustu öld. Fram- takið átti reyndar eftir að ríða honum að ftíllu en eftir stendur mögnuð saga um ótrúlega bifreið sem á sér enga aðra líka. Ferill hans hófst hjá General Motors þar sem hann þróaði, að því að talið er, fýrsta „kraftabfl- inn“. Hann kom kraftmikilli V8- kókaíni. Sölugróðann átti að nota til að bjarga fyrirtæki hans ffá gjaldþroti. Það duldist engum að DeLorean hefði gert allt til að bjarga fyrirtæki sínu og þó svo að hann haf! aldrei verið sakfelldur og dæmdur til fangelsisvistar vegna málsins fannst mönnum ekki ólfldegt að ásakanirnar væri á rökum reistar. Hann náðist á myndbandi þar sem hann lýsir innihaldi stórrar ferðatösku, sem vél í Pontiac Tempest og nefndi tegundina GTO. Bfllinn varð afar vinsæll og DeLorean kleif met- orðastigann. Hann hætti hjá GM árið 1973 og orðuðu margir hann jafnvel við sjálft forsetaembætti Bandaríkjanna en þess í stað kom hann á fót eigin verksmiðju á Norður-frlandi. Þar sagðist hann vilja framleiða draumabfl- inn sinn. Átta árum síðar leit DeLorean DMC-12 dagsins ljós. Bfllinn var sportlegur, ólakkaður og hjarimar á hurðinni vom efst á henni, ekki á hlið hennar. Ekki vom nema tæplega 9 þúsund eintök fram- leidd af bflnum sem öðlaðist þó eilífða frægð í myndunum Back to the Future þar sem honum hafði verið breytt í tíma- flökkimarvél. Þann 20. októ- ber 1982 var DeLorean svo handtekinn á hót- eli við flugvöll í Los Angeles, sak- aður um ráða- bmgg um að flytja inn 100 kfló af innihélt kókaín, sem „gulls ígildi". Norður-írar vom höggdofa. Verksmiðjan hafði 2500 manns í vinnu, jafnt úr röðum kaþólikka sem mótmælenda. Þáverandi forsætisráðherra Bretíands, Margaret Thatcher, gladdist hins vegar. Nú þyrfti hún ekki lengur að koma DeLorean til bjargar með peningaframlögum til að koma í veg fyrir kreppuástand í Belfast. f Ijós kom að DeLorean hafði svikið sína eigin verksmiðju á Norður-írlandi og starfsmenn hennar. Bfllinn, sem átti að vera byltingarkenndur sportbfll, var hannaður á mettíma og þótti framleiðslan alls ekki góð. Af þeim 8900 bflum sem urðu til úr ævintýrinu, vom aðeins um 4500 eintök seld. Hann skaut undan fé sem átti að fara í rekst- urinn og faldi á svissneskum bankareikningum. Hann lét aldrei sjá sig í Belfast aftur. eirikurst&dv.is Back to the Future Bílnum var breytt i tímaflökkunarvél í kvik- myndunum Aftur til framtíðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.