Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Page 33
DV Menning ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 33 Tóll dagar í Björgvin Gallinn er sá að Björgvin er ekki lengur í alfaraleið fyrir fslendinga. Af bæklingum íslenskra ferðaskrifstofa má ráða að þær hafi ekki áhuga eða hugmyndaflug til að bjóða okkur þangað á viðráðanlegum kjörum. Raunar eru ferðir íslendinga á Nor- egsslóðir bundnar við flug til Osló, nema menn taki ferjur og báta eins fyrir fimm öldum. Synd og skömm Þá er það einnig athyglisvert að ekkert er í firamboði á hátíðinni sem ber keim af okkur nágrönnum þeirra. Listahátíðin í Reykjavík virðist ekki hafa áhuga á að deúa með frændum okkar listamönnum. Ekkert af þeim atriðum sem í boði eru á Listahátíð- inni í Björgvin er sameiginlegt með hátíðinni í Reykjavík. Tónlistin er þar í fyrimími og mættí ætla að íslenskir tónlistarmenn ættu þangað erindi. Hátíðin í Björgvin stendur í tólf daga og boðið er upp á 180 atriði sem dreifast um 18 samkomustaði. Miða- sala hófst fyrir réttum mánuði og vefur hátíðarinnar gefur heilstæða mynd af því hvað er í boði. Stórsýningar Grieg-höllin mun í fyrsta sinn í mörg ár verða lögð undir óperuflutn- ing í fullum skrúða þegar óperan Alcina eftir Hándel verður flutt af Gabrieli Consort and Players í svið- setningu Komische Oper Berlin með stjömufans í helstu hlutverkum. Ferðin, eða Voyage, sem japanski flokkurinn Dumb Type setur á svið þykir engu lík en þar er blandað sam- an ólfloim listgreinum svo annað eins hefur ekki sést. Listahópurinn vinnur með hátækni í grafi'skri miðlun, ljósi og hljóði en ferðin er í undirmeðvit- und okkar en þema hátíðarinnar er minnið: hvað við viljum muna og hverju gleyma. Dumb Type er fimmtán manna hópur leikara, myndbandslista- manna, dansara, tónlistarmanna og tækniliðs. Nafitíð Dumb Type vísar til þess að hópurinn hverfur frá hinu tal- aða máli en einbeitir sér í staðinn að öðrum málkerfum til að segja sögu og vekja kenndir hjá áhorfanda. Hópur- inn hefur farið víða um heim en ekki enn komið hingað til sýninga. Sidi Larbi Cherkaoui setur upp danssýningu sína Foi og hópurinn Carte Blanche sýnir verk þeirra Inu Christel Johannessen og Hollend- ingsins Bruno Listopad sem þau hafa samið fyrir þennan tólf manna dans- hóp. Beygðu hjá Einn af hátindum hátíðarinnar er sviðsetning Roberts Wilson á Pétri Gaut og er það talsverður sigur fyrir Norðmenn að fá þann merka banda- ríska leikhúsmann til að vinna sýn- ingu með þarlendum Ustamönnum. Alls verða tíu sýningar á verkinu sem tekur yfir fjórar klukkustundir í flum- ingi. Wilson hefur áður unrtíð í Kaup- mannahöfn en texta verksins heftír leikskáldið Jon Fosse „þýtt" en sú norska sem Henrik garrúi vann á er þeim Norðmönnum for í dag. Það eru Þjóðleikhúsið og Norska leikhúsið sem standa saman að sviðsetning- unni en Wilson stýrir, gerir leiktjöld og lýsir verkið. Draum om hausten eftir Jon Fosse er einnig á dagskrá í sviðsetningu Þjóðleikhússins norska, en þessi höfundur hefúr á fáum árum náð gríðarlegri athygli á meginland- inu og er nú talinn einn helsti leikrita- höfundur Evrópu í dag. Þjóðleikhúsið hér heima mun hafa í hyggju að kynna verk hans hér á komandi vetri en þau hefur Útvarpsleikhúsið flutt. Annað verk hans, Sov du vesle bamet mitt myndar sýningu leikhópsins Ubu ásamt hinu sígilda verki Maurice Maeterlinck en hann setti fram þá byltingakenndu hugmynd 1910 að réttast væri að nema hina lifandi á brott af leiksviðum heimsins. Tónlistarveisla En tónlistin er í fyrirrúmi þó vissu- lega veki athygli hversu naskir þeir mennimir í Björgvin hafa verið að ná sér í stórsýningar. í fyrra var kanadíski leikstjórinn þar með eina af sínum miklu sýningum frá tilraunaleikhúsi Skel hæfir kjafti Laufskálafuglinn er fyrsta skáld- saga Margrétar Lóu Jónsdóttur en áður hefur hún gefið út nokkrar ljóðabækur sem vakið hafa tölu- verða athygli. Laufskálafuglinn ber það með sér að höfundurinn er ljóðskáld, textinn er ljóðrænn og á köflum fógaður og fagur en bygg- ingin er helst til laus í reipunum. Frásögnin er til sldptis byggð upp í formi bréfaskrifta, leikrits, ljóða og lýsinga á draumum svo dæmi séu tekin en þetta flakk virðist litlum tilgangi þjóna nema þá helst sem tilraun með formið. Sagan segir af ínu Karen, ungri konu sem stendur á krossgötum í lífi sínu. Henni finnst líf sitt inni- haldslítið og ákveður því að yfirgefa mann sinn og son um óákveðinn tíma í von um jafnvægi og/eða hamingju. Hún fer til Spánar og kynnist þar nánar manni nokkrum, Frey að nafití sem hún hafði áður kyiúist lítillega á íslandi en Freyr er bróöir fyrrverandi vinnuveitanda ínu. Sagan hverfist í kringum hug- leiðingar ínu Karenar um ástina eða ástleysið, móðurhlutverkið, vináttuna og tilgang lffsins en það sem ína Karen þráir fyrst og síðast er rómantísk ást, fegurð og full- komnun. Þrá sfna nálgast hún tfmabundið í sólinni á Spáni en raunveruleikinn hringsólar f kring og hremmir hana að lokum. Margrét Lóa leggur upp með söguefití sem er hefðbundið að því leyti að hér er fjallað um konu sem yfirgefur allt og alla sem hún elskar í von um að finna sjálfa sig. Höf- undur reynir síðan að gæða gamla sögu nýju lífi með því að blanda saman ýmsum formum skáldskap- arins sem er vissulega forvitnilegt en tekst ekki sem skyldi. Uppbygg- ingin er ruglingsleg og er djúpt á kviku þeirrar særöu konu sem sag- an á að lýsa. Nafii söguhetjunnar, ína Karen, ætti eitt og sér að gefa lesandanum hugmynd um hvert höfúndur er að fara en örlög henn- ar viröast eiga sér samsvörum í hinni ólánsömu Önnu Kareninu í Tíu dögum eftir að Listahátíðin í Reykjavík hefst byrjar önn- ur listahátíð í Bergen, þann 24. maí, með óvenju glæsilegri dagskrá. Þar skarta menn sviðsetningu Roberts Wilson á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen, en leikflokkar og tónlistaratriði setja stóran svip á hátíðina að þessu sinni sem er kostuð í bak og fyrir af öflugum norskum fyrirtækjum. Johanna MacGregor Jasspíanisti meö djúpar rætur í svörtum söngvum. Stflhreint yfirbragð sýninga eftir Ro- bert Wilson er löngu orðið heimsfrægt. sfnu í Quebeq, Deus ex machina. Listamaður hátíðarinnar er sænski klarínettuleikarinn Martin Fröst og kemur hann ffam með þrjú mismun- andi prógröm á hátíðinrtí. Hann spil- ar Bach, kemur fram með kammer- sveit og leikur verk eftir Schuman, Weber og Berg við píanóundirleik. Tónleikar hans em annað og meira en bara flutningur á tóniist og hann er orðinn einn þekktasti klarínettisti okkar tíma þrátt fyrir ungan aldur. Þau Joanna MacGregor og Andy Sheppard flytja samsett prógram með verkum eftir Tom Waits, Bob Dylan, Nick Cave, Jeff Buckley, Philip Glass, Mahalia Jackson, Johnny Cash og Skip James. Innlendir kraftar Norska poppstjaman Odd Nors- tog flytur verkið Ferðalag þar sem hann rótast bæði í poppi og hinni sterku þjóðlagahefð Norðmanna. Þá er bömum þjónað með stórri röð tón- leika af ýmsu tagi sem leggja undir sig skóla. Em þar einir 30 viðburðir í boði. Mikið er af kirkjutónlist á hátíð- inni. Útvarpskórinn í Lettlandi vippar sér yfir og einnig koma þangað karl- arrtír í Svetilen og syngja sína blöndu af rússneskri orþódoks-tónlist og þjóðlögum. Fflharmóman í Bergen flytur Glasperluspilið eftir tónskáldið Olav Anton Thommessens. Þetta er fium- flutningur á verkinu í heild sinni en Martin Fröst leikur á klarínettu með grímur. það hefur verið í smíðum frá 1979 og samastendur af sex þáttum sem allir eiga það sameiginlegt að vima ótæpi- lega í eldri verk. Kvartettinn sem kenndur er við Rosamunde er með þrjú ólflc prógröm á hátíðinni. Verk eftir Mansurían, Sjostakovitsj, Beethoven, Mozart og Shubert. Kvartettinn sló í gegn í Berlín 1992 og hefur síðan verið í miklum metum meðal tónhstaráhugamanna í Evrópu. Sú áttunda eftir Mahler verður flutt af samsteyptum kórum frá Hörðalandi og verða 500 flytjendur á sviði. Þá kemur Sinfóman í Gautaborg í heimsókn en um þessar mundir er þess minnst að hundrað ár eru liðin frá því Noregur losaði sig úr böndum við sænska konungsrfldð. Og er þá ekki ailt upp tahð. Listahátíðir í Evrópu Vor og sumar eru mikill blómatími og listahátíðir af ólíkri stærð eru haldnar um alla álfúna. Um þessar hátíðir fara hópar alþjóðlegra lista- manna og er ekki þverfótað fyrir at- hyglisverðum sýningum og viðburð- um af ýmsu tagi. Ailar sækja þær þó kraft sinn í innlenda listamenn og áhugamenn heima fyrir þó einhverj- ir ferðalangar leggi land undir fót, fari um loft og haf til að njóta í næði nýrr- ar borgar, nýrrar byggðar og nýrrar reynslu. Það væri gaman að dvelja í Björgvin nokkra daga snemmsumar í ár. pbb@dv.is Margrét Lóa Jónsdóttir Skáldiö meö skáldsögu slna I höndunum. ur gott lag á að draga upp sterkar myndir af umhverfi en löstur að því Laufskáia- fuglinn Margrét Lóa Jóns- dóttir Salka 2004 Verð: 4290 kr. Bókmenntir samnefiidri bók eftir Tolstoi. Virð- ast, segi ég, því kreppa ínu Karenar er hjákádeg og yfirborðskennd í samanburði við örlög önnu Karen- inu sem í lok sögunnar hendir sér fýrir lest. Báðar yfirgefa konumar mann sinn og ungan dreng í von um að finna hamingjuna og báöar lenda þær í þeim ósköpum að mennimir neita þeim um að um- gangast drengina. Sorg og eftirsjá önnu Kareninu er djúp og nístandi og hefur sterk áhrif á lesandann en sorg ínu Karenar er bara orðin tóm. Hún skrifar manni sínum og syni bréf sem eiga að endurspegla sökn- uð en afhjúpa tilfinningaleysi og tilgerð. Ég sagði hér í upphafi að textinn væri fágaöur og fagur en það er bæði kostur hans og löstur. Kostur í þeim skilningi að Margrét Lóa hef- leyti að höfundurinn tapar sér svo rækilega í ljóðrænum iýsingum að tilfinningin týnist. Því hefur maður enga samúð með persónum, hvorki ínu Karen né þeim karimönnum sem dansa í kringum hana, síst af öilu hinum stórfurðulega Frey. Hann er reyndar með eindæmum leiðinlegur og óspennandi karakter sem segist vera margklofinn per- sónuleiki sem eina stundina heitir Freyr en aðra einhveiju allt öðru nafití. Ólíkindalætin í þessari per- sónu eru svo yfirgengileg að það vekur stórfurðu lesandans að ína Karen skuli falla fyrir honum. En kannski hæfir skel kjafti í þessu til- viki, í sögu sem er í heild sinni yfir- borðskennd og óspennandi. Sigríður Albertsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.