Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. APRlL 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóri: Mikael Torfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 RJtstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýslngar. auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Dr. Gunni heima og að heiman Rokk á sextugsafmælinu. Kom snemma og tékkaði á Keflavfk. Bærínn minnir um margt á Akranes nema hvað lúgusjoppur eru langtum fleiri í Kefla- vík. Það eru Ifldega fleirí lúgusjoppurá hvem Ibúa í Keflavfk en annars staðar í helminum. Fékk með sérstak- lega hannaðan borgara sem innfæddir kalla Villaborgara í einni lúgunni. Þetta er ham- borgari sem veiddur var upp úr feitispolli og sett á hann það sama sem er notað á pylsu með öllu og súrar gúrkur og rauðkál að auki. Algjört lostæti og fullt hús stiga. Leiðari . a Jónas Kristjánsson Vantraiist d ríkisstjórninni og þingflolckuin liennar er orðið svo djúpstœtt íþjóðfélaginn, að menn tnía aiis elcki aðferð hennar við að selja Síinann. Hákarlar í grasrótmni Hætt er við, að grasrótin í Símamálinu mengist af auðugum fjárfestum, sem vilja leggja fram tugi eða hundruð milljóna í hlutabréfum hennar til að hafa meiri áhrif en almenningur. Einhverjir bjóði jafnvel milljarða til að kaupa sér sæti f stjóm hlutafélags grasrótar Agnesar Bragadóttur. Styrkur grasrótarinnar felst í að vera gras- rótin. Hann felst ekki í að vera tæki lukku- riddara til að leysa af hólmi einkavini, sem áttu að eignast Símann, einn helzta innvið þjóðfélagsins, f flóknu yflrtökukerfi, sem samið var til að tryggja stöðu gæludýra í kolkrabbanum og smokkflskinum. Vantraust á ríkisstjóminni og þingflokk- um hennar er orðið svo djúpstætt í þjóðfé- laginu, að menn trúa alls ekki aðferð hennar við að selja Símann. Þótt menn sjái ekki svindl á yflrborðinu, em þeir saimfærðir um, að brögð séu í tafli undir niðri. Þess vegna komst hreyfing á grasrótina. Grasrótin komst á hreyflngu í Símamál- inu, af því að fólkið í landinu treystir ekki ríkisstjóminni og telur hana vera að hag- ræða málum til að tryggja, að einkavinir og gæludýr hennar fái feita bita f sölunni. Gegn því dugar ekki að raða upp öðrum hópi, þar sem á oddinum em hákarlar í fjármálum. Ef grasrótin verður smám saman yflrtekin af hákörlum, mun hún hjaðna. Fólk leggur ekki milljón krónur f ævintýri til að hjálpa nokkrum hópum hákarla tÚ að leysa aðra hópa hákarla af hólmi. Þess vegna verður að setja hámark á fjárhæðir, sem einstakir aðil- ar geta skráð sig fyrir. Skynsamlegt er fyrir hóp Agnesar Braga- dóttur að setja mörk, til dæmis að hlutafjár- loforð megi nema frá einni upp í tíu milljón- ir króna á hvem aðila. Þá er tryggt, að félag- ið verði myndað af þúsundum jafningja, þar sem sérhver sé fullgildur málsaðili, en ekki bara smáfískur f hákarlasjó. Síðan er mikilvægt, að stjómarmenn og talsmenn hópsins verði valinkunnir einstak- lingar, sem njóta trausts, ekki lífeyrissjóðir og verðbréfabraskarar fjármálaheimsins. Grasrótin vill ekki verða verkfæri í höndum slíkra. Hún vill geta starfað á meira eða minna félagslegum grunni. Ef hópnum tekst að halda vel á málum, felur hann í sér tímamót. Almenningur hef- ur þá sagt við svindlarana og hrokagikkina, sem ráða landinu: Hingað og ekki lengra. Valdhafamir geta ekki sagt nei við grasrót, sem hefúr fé, en hagar sér samt eins og grasrót, ekki eins og hákarl. Framganga Agnesar hefur framkallað sprengingu með óljósum afleiðingum. Miklu máli skiptir, að vandað verði til verka í grasrótinni, svo að eðli sprengingarinnar breytist ekki. Fyrst og fremst 1 Stultur Svo hún 2 Baðföt Svo hún 3 Lóö í Lambaseli 4 Adsl-tengingu SJeppaVegna 6 Örbylgjuofn 7 Kampavínsfötu virki hærri á taki sig vel út í Svohúngræði Erekkihægtað þess að ráðherra- Þegar Hjörleifur Svo hún þurfi mannamótum. Nauthólsvík. eins og hinir. redda þvi f gegn- bíllinn lætur á sér erekkiheima. ekki að nota hjól- um Linu.net? standa. börur. Hlustaði á Kanann meðan ( reif f mig borgarann og fannst ég vera að upplifa sanna mynd af Keflavfk. Þetta er umhverfið sem fslenskt rokk og popp óx úr. Þessu eru gerð skil f myndinni Bítla- bærínn Keflavfk sem verður frumsýnd f kvöld f bfóinu f Keflavfk og ég hlakka mikið til að sjá. Veisla Rúnars var haldin f Stapanum sem var við það að rífría af fólki. Popparar fjölmennir auðvitað en Ifka ópoppaöir Keflvfldngar sem voru mættirtil að heiðra einn sinn besta son. „Það voru alltaf bestu partfln heima hjá honum og djammaö fram á morgun,' sagði mér hrærður maður sem sat við borðið. Eitthvað sem iinu raíhver snilldin aðra. Rúnar tók laglð með Hjálmum og svo með nánast öllum öðr- um. Eintómir snillingar stigu á stokk, fjölskylda Rúnars sem öll ertónlistarfólk, Björgvin Hall- dórsson, Magnús Kjartansson, Bjartmar og Krístján Hreinsson, Hemmi Gunn og sjálfur Gylfi Ægisson (klædd- ur upp sem Gestapó-foringi að mati Hemma). Poppsagan rann hjá ogmaðurfékktárf augun af hamingju og gleði.Tryggvi Húbner sagði sögu af þvf þegar Rúnar hitti Halldór Ásgrímsson á flug- vellinum á Akureyri. „Hvaö ert þú aö gera héma?' spurði for- sætisráðherrann, sem var sjálfur að fara á einhvem fund. „Ég er að spila héma f Gránufélagshús- inu,' svaraði Rúnar. „Nú, þú ert aö fara að gera eitthvað sem skiptir máli," sagði Halldór. Guöni Ágústsson á fremsta boröi skildi sneiðina og hló manna hæst VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR er 75 ára f dag. Það er við hæfi að allir landsmenn óski henni til hamingju og þakki um leið fyrir sig. Fáir hafa gert meira fyrir þjóð sína en Vigdís á síðari tímum og það á jafii látlausan hátt. Hún samein- aði þjóð á miklum umbrotatfinum af þvílflái nærgætni að fæstir tóku eftir umrótinu. Vigdís leiddi sitt fólk inn í nútfmann og gerði það með stæl. REYNDAR ER erfitt að finynda sér að Vigdís sé orðin 75 ára. Alltaf var hún svo gott sem aldurslaus og er enn. Lflc- ari hugtaki og í raun spegilmynd þess besta sem býr í íslensku þjóðinni. í Vig- dísi fóru saman, og fara enn, fegurðin, gáfúmar, hlýtt viðmót og nærvera sem er sjaldgæf hvar í heimi sem er. ÞAÐ VAR SAMA hvert Vigdís fór á for- setaferli sínum. Alls staðar bugtuðu menn sig og beygðu í hrifiúngu yfir því einu að svona manneskja væri til. Og kæmi frá íslandi. Við hliðina á Margréti Danadrottningu var Vigdís annað og meira en forseti lítils lýðveldis norður í hafi. Ókunnugir hefðu ruglast á þeim tveimur og haldið Vigdísi vera drottn- inguna. Með fullri virðingu fyrir Mar- gréti Þórhildi. Og úti á Bessastaðatúni með Ronald Reagan. Líkust Vivian Leigh í bandarískri kvikmynd og Reag- an fflaði hana f botn. VIÐ HÍR A DV munum vel eftir Vigdísi þegar hún kenndi sumum okkar frönsku í menntaskóla. Frönskutím- amir hennar vom svo skemmtilegir að Bryndís Schram hefði ekki gert betur. Ekki var Vigdís síðri þegar hún stjóm- aði Leikfélagi Reykjavíkur með þeim árangri að stjömur félagsins á sviði féllu í skuggann. HVAR SEM Vigdís fór tók hún yfir sviðið. Ekki með yfirgangssemi eða fiekju sem velþekkt er víða. Heldur með fágætum persónutöfium sem hún býr enn yfir þó orðin sé 75 ára. Sem er enginn aldur þegar konur eins og Vigdís eiga í hluL Þær em tfinalaus- ar og tilheyra aðeins þeirri öld sem þær lifa á. Nema Vigdís sem spannar bæði 20. öldina og þá 21. Hún verður seint toppuð af öðrum. TIL HAMINGJU með afmælið, Vigdís! et afmælið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.