Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005
Fréttir ÖV
Skildu tyggi-
gúmmíið eftir
Tyggigúmmísj álfsalinn
sem tekinn var ófrjálsri
hendi úr anddyri Sam-
kaupa í Reykjanesbæ í gær
er fúndinn. Segir lögreglan
að úr honum hafi verið tek-
in myntin en tyggigúmmíið
skilið eftir. Telur lögreglan
sig vita hverjir voru að verki
og höfðu þeir haft upp á
einum hinna grunuðu á
fömum vegi í gær en ekki
tekið hann höndum. Varð-
stjóri lögreglunnar segir að
líklega hafi þetta verið
stálpaðir unglingar á hött-
unum eftir smápeningum.
Ókávegg
ökumaður sem ók í
austur á Vesturlandsvegi við
Höfðabakkabrú um átta-
leytið í gærmorgun missti
stjóm á bíl sínum þannig að
hann lenti á steyptum vegg
brúarinnar. Að sögn lögregl-
unnar kvartaði ökumaður-
inn undan eymslum í höfði
og öxl. Hann var fluttur á
slysadeild. Þá vom átta
árekstrar tilkynntir í Reykja-
vík í gær. Engin slys urðu á
fólki, en minniháttar eigna-
tjón hlaust af.
Síminn felur
verk Rósu
Málverkin tvö sem Rósa
Ingólfsdóttir seldi Lands-
símanum á sínum tíma
hanga ekki uppi heldur em
í geymslu. „Málverkin em í
skjcdageymslu Simans en
em engu að síður hluti af
eignum hans,“ segir Eva
Magnúsdóttir upplýsinga-
fuUtrúi. Listfræðingur hjá
Gallerí Fold gat ekki sagt til
um hvers virði verkin em,
enda viti hann ekki um
hvaða verk er að ræða.
„Hún gerði mikið af þrykkj-
um og teikningum. Hún
hefur nú ekki verið mikið í
því lengi, held ég,“ sagði
listfræðingurinn. Síminn á
einnig verk eftir Karl Kvar-
an sem var húsvörður þar í
Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti minnihluta borgarstjórnar, segir sorglegt ef hjól-
börumál Ingibjargar Sólrúnar verði til þess að setja þurfi reglur um að borgarfull-
trúar og borgarstarfsmenn megi ekki nýta sér tæki og tól borgarinnar til einka-
nota. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segi ekkert óeðlilegt við málið
nema ef vera kunni afskipti annarra flokka af formannsslag í Samfylkingunni. Öss-
ur vill ekki tjá sig um hjólbörumálið.
Bopqapstjórinn senir ekkert
eð hjólböruláni Innibjargar
stórum
Deildar meiningar eru uppi um hvort hjölbörumál Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, varaformanns Samfylkingarinnar og borg-
arfulltrúa í Reykjavík, sé „sparðatíningur" eða slæmt fordæmi.
Oddviti sjálfstæðismanna segir það sorglegt ef setja þurfi sér-
stakar reglur til að koma í veg fyrir að starfsmenn borgarinnar
séu að sendast fyrb hvern annan en Steinunn Valdís Óskarsdótt-
ir borgarstjóri segir menn úr öðrum flokkum farna að blanda sér
í formannsslag í Samfylkingunni.
„Þetta er nú auðvitað mjög ein- það hins vegar þvert á móti einungis
kennilegt svar og vekur í raun upp
fleiri spurningar en svör,“ sagði Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Reykjavíkur, um svör Ingibjargar
Sólrúnar Gfsladóttur í DV í gær um
hjólbörumál sitt.
Hlýhugur á kostnað borgar
Ingibjörg kvaðst í samtali við DV í
gær ekki hafa sjálf óskað eftir hjól-
börunum frá starfsmönnum borgar-
innar sem brugðust við ósk um hjól-
börulán undir kampavín með því að
kaupa þrjár spánýjar hjólbörur
handa borgarstjóranum sínum fyrr-
verandi. Ingi-
björg sagði
til marks um hlýhug starfsmanna í
sinn garð að þeir hefðu rokið til á
vinnutíma og skutlað til hennar
þremur nýjum og þremur gömlum
hjólbörum.
„Ég veit ekki til þess að starfs-
menn borgarinnar hafi einhverjar
sérstakar heimildir fyrir því að sýna
vinum og vandamönnum sérstakan
hlýhug á kostnað borgarinnar, sama
hversu lítill hann er,“ segir Vilhjálm-
ur sem telur málið ekki stórt, en leið-
inlegt engu að síður.
Tíðkast ekki
„Það tíðkast alls ekki að tæki eða
hlutir í eigu borgar-
innar séu lánaðir,
sama í hversu
stíl það er og mér finnst það auðvit-
að sérstakt, svo ekki sé fastar að orði
kveðið, að setja þurfi sérstakar regl-
ur um þess háttar hluti þar sem
fyrrverandi borgarstjóri og núver-
andi borgarfuUtrúi þarf að fara fram
með þessu fordæmi," segir Vil-
hjálmur sem telur það til marks um
vörn R-listans að Anna Kristinsdótt-
ir, formaður framkvæmdaráðs og
borgarfulltrúi R-Usta, hafi sagt máhð
„sparðatíning" og á sama tíma ekki
vUjað aflétta leynd af fundargerð um
málið þar sem Ingibjörg var ekki
nefnd á nafiii."
„Maður hlýtur að óska eftir því að
mörk sparðatínings og spiUingar séu
skýrð hjá þessu fólki. Þetta vekur
upp ákveðna prinsippumræðu og að
því leytinu flokkast þetta undir um-
ræðustjómmál," segir Vilhjálmur.
Afskipti af formannskjöri
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri Reykjavíkur, er ekki
sammála Vilhjálmi.
„Mér finnst þetta ekkert óeðli-
legt,“ segir Steinunn sem telur það
vekja athygli að
„Maður hlýtur að
óska eftir því að mörk
sparðatínings og
spillingar séu skýrð
hjá þessu fólki."
„menn úr öðrum flokkum séu að
blanda sér í formannsslaginn í Sam-
fylkingunni," eins og borgarstjórinn
orðaði það.
Eins og fram kom í DV í gær var
það Kjartan Magnússon, borgarfuU-
trúi sjálfstæðismanna og fuUtrúi í
framkvæmdaráði borgarinnar, sem
vakti fyrstur máls á hjólbörumálinu
og spurðist í ffamhaldinu fyrir um
hvort slíkt teldist eðlUegt og í sam-
ræmi við reglur borgarinnar. Og svo
var ekki ef marka má svar meirihlut-
ans í framkvæmdaráði.
Össur Skarphéðinsson, formaður
SamfyUdngarinnar og keppinautur
Ingibjargar Sólrtinar í formannskjöri
flokksins, vUdi ekki tjá sig um máUð
þegar DV hafði samband við hann í
gær.
helgi@dv.is
Steinunn Valdis Borgarstjóri er
ósammála þeim svörum sem
komu fram viö fyrirspurn Kjart-
ans Magnússonar um hvort eöli-
legt væri aö starfsmenn borgar-
innarskutluðust um bæinn í
erindum borgarfulltrúa.
Partur af formannsslag? Steinunn Vaidís Oskars-
dóttir borgarstjóri Reykajvíkur segir ekki óeðlilegt að
borgarstarfsmenn hafí I vinnutíma keypt og flutt hjól-
börur til veislu Ingibjargar. Steinunn telur Kjartan
Magnússon vera að blanda sér í formannsslag
Samfvlkinqarinnar með þvl að spyrjast fyrir um málið
Oddviti sjálfstæðismanna Vilhjálm
ur Þ. Vilhjálmsson segir hjólbörumálið
ekki stórt en þó vera umhugsunarefni.
Stjórn ÍBV tjáir sig ekki um alvarlega ákæru gegn einum leikmanna sinna
Knattspyrnuhetjan þögul um tvenn kjaftshögg
„Ég vU ekki tjá mig um þetta í fjöl-
miðlum núna,“ sagði Magnús Már
Lúðvíksson knattspyrnumaður hjá
ÍBV.
Magnús er ákærður fyrir alvar-
lega líkamsárás gegn manni á Skóla-
vörðustígnum í fyrra. Er Magnúsi
gefið að sök hafa slegið tvisvar með
krepptum hnefa í andlit mannsins
að morgni sunnudagsins 4. júlí
þannig að fórnarlambið nef- og
kjálkabrotnaði.
KSS3SBSI
Magnús tjáði ekki hug sinn tíl
ákærunnar þegar málið var þingfest
fýrir um tveimur vikum; hvort hann
væri sekur eða saklaus.
Fram hefur komið í DV að ákær-
an gegn Magnúsi hafi verið birt hon-
um mánuði áður en hann undirrit-
aði nýjan samning við stjórn knatt-
spymudeUdar ÍBV um að leika með
Uðinu á komandi sumri.
Formaður stjórnar knattspyrnu-
deUdar ÍBV, Viðar Elíasson, sagðist
þá ekki hafa heyrt af máUnu en það
„Mér liggur á aö byggja hús, “ segir Páll Rósinkrans söngvari.„Ég ætla aö
byggja uppi á Vatnsenda og húsið veröur að vera nógu stórt til aö rúma
krakkana mína fjóra og að sjáifsögöu konuna llka."
yrði skoðað innan knattspyrnu-
deUdarinnar. Viðar sagði í samtali
við DV í gær að málið hefði ekki ver-
ið rætt innan stjómar knattspymu-
deUdarinnar. Aðspurður hvort það
yrði gert og hvort stjómin hefði ekki
kosið að Magnús greindi þeim frá
því að hann ætti yfir höfði sér ákæm
vegna alvarlegrar líkamsárásar, en
viðurlög við shkum verknaði
geta verið fangelsi aUt að ,J
þremur árum, sagðist Við- //-'
ar ekkert vUja tjá sig um
það.
Magnús
Már er ný-
kominn til
landsins eftir æf-
ingaferð tU
Portúgals
þar sem >
Eyjamenn aáfi
unnu meðal annars góðan sigur á
Valsmönnum í æfinga-
leik. Á heimasíðu
Eyjamanna segir að
Magnús hafi staðið
sig með prýði í leikn-
um.
helgi@dv.is
Játar hvorki né neitar Magnús Már
Lúðvíksson, knattspyrnumaður hjá ÍBV,
vill ekki tjá sig um ásakanirog ákæru
gegn sér um alvarlega líkamsárás sem
nú er fyrir dómi. Sama erað segja um
Eyjamenn.