Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 5
JÚSEF J. BJÖRNSSON
fyrrverandi skólastjóri og alþingismaður.
Þann 6. okt. s.l. andaðist að heimili sínu
hér í Reykjavík Jósef Jón Björnsson, fyrr-
verandi skólastjóri og alþingismaður. Þar
er til moldar genginn einn helzti og merk-
asti frumherji búvísinda og búfræðslu frá
síðustu áratugum 19. aldar og fyrstu ára-
tugum þessarar aldar.
Starfssaga Jósefs Björnssonar fellur sam-
an við þróun og sögu íslenzks landbúnaðar
um 65 ára skeið. Það árabil hafa stórfelld-
ari breytingar orðið á búnaðarháttum öll-
um, en áður á þúsund árum. Jósef Björns-
son hefir markað djúp og varanleg spor
í þá þróun búnaðarmála vorra, og mun
ávallt verða minnzt sem einhvers merk-
asta fulltrúa þeirrar kynslóðar, er hóf
endurreisnarstörf með þjóð vorri eftir
þjóðhátíðarárið 1874.
Jósef Björnsson er fæddur að Torfustöð-
um fremri í Miðfirði 26. nóv. 1859. Hann
var kominn af góðu, þrekmiklu bænda-
fólki úr Húnavatnssýslu og Dalasýslu, í
báðir ættir. Ólst Jósef upp við venjuleg
sveitastörf þeirra tíma til 18 ára aldurs.
Þá fór hann til Noregs og hóf nám við
búnaðarskólann á Stend og brottskráðizt
þaðan 1879. Næsta ár dvaldi Jósef í Dan-
mörku og stundaði þá verklegt búfræði-
nám, meðal annars hjá Dalgas hinum
fræga forystumanni um ræktun józku
heiðanna. Nokkrum árum síðar fór Jósef
aftur til Danmerkur og stundaði þá nám
við Landbúnaðarháskóla Dana í einn vet-
ur og tók þaðan próf í nokkrum náms-
greinum með ágætiseinkunn. Jósef var af-
burða námsmaður og lauk öllum sínum
prófum með ágætum.
Eftir heimkomu sína úr fyrri námsferð
sinni til Danmerkur, vorið 1880, lá leið
Jósefs til Skagafjarðar. Og svo fór, að