Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 14

Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 14
314 FR.EYR em Stefánsson, fyrrv. búnaöarmálastjóri, henni forstöSu. Skýrsla um störf skrifstofunnar þessa mánuði er fyrir hendi og sýnir hún glögga mynd þess hlutfalls, sem er á milli fram- boðs og eftirspurnar eftir fólki til land- búnaðarstarfa. En hitt getur hún að sjálf- sögðu ekki sýnt, hvílíkri þrælkun bændur, húsfreyjur og börn sveitanna verða að sæta, þann tíma ársins, sem kallast bjarg- ræðistími. Sumarið í sumar hefir verið svo hagstætt, að alls staðar munu störfin hafa farið tiltölulega létt frá hendi, en langir vinnudagar er hlutskipti sveita- fólksins og án erfiðis verða störfin ekki innt af hendi. Eftirspurninni í sumar var hvergi nærri fullnægt. Samtals snéru 236 bændur sér til Ráðningarskrifstofunnar með óskir um starfsfólk til landbúnaðarvinnu. Báðu þeir um 76 karlmenn, 163 konur, 60 drengi og 12 telpur innan 16 ára, eða 311 manns samtals. Framboðið á fólki til landbúnaðarstarfa var: 38 karlmenn, 79 konur, 51 drengur og 31 telpa. Ýmsar ástæður eru því valdandi, að ekki ráðazt allir til starfa á vegum skrifstof- unnar, sem einu sinni koma þangað til þess að spyrjazt fyrir um atvinnu. Svo hefir og orðið að þessu sinni, því að að- eins var hægt að sinna beiðnum 130 bænda, en þeir fengu 27 kaupamenn, 68 kaupa- konur, 38 drengi og 25 telpur. Þessar tölur sýna að það voru aðeins % hlutar eftir- spurnarinnar sem hægt var að fullnægja. Yfirgnæfandi meiri hluti eftirspurnar eftir vinnuafli var á svæðinu frá Jökulsá á Sólheimasandi að Haffjarðará í Hnappa- dalssýslu. Almennasta kaup karla er talið hafa verið 350—400 krónur á viku, en kvenna 175—225 krónur á viku. Er það mun hærra kaup en sumarið 1945 og svo hátt, að þrátt fyrir hátt af- urðaverð mun það sára fágætt, að af- köstin svari til kaupgjaldsins að verð- mæti. Talsverður þáttur af starfi Ráðninga- skrifstofunnar snérist um athuganir á möguleikum til þess að fá hingað til lands hóp útlendinga til landbúnaðarstarfa, manna, sem óskuðu eftir að koma hingað og sem bændur hér einnig óskuðu eftir að fá. Laust fyrir áramót 1945—’46 byrjuðu að berast hingað til lands óskir útlendinga um að ráðazt til landbúnaðarstarfa. Komu þær til Búnaðarfélags íslands fyrir milli- göngu erlendra sendiráða hér, einkum þess' danska. Voru það um 60 danskir ríkisborgarar, sem sendu fyrirspurnir til Búnaðarfélags íslands, sumir beint, aðrir í gegn um Sendiráðið. Þá barst Búnaðarfélaginu einnig ósk um það frá Dansk-íslandsk Samfund í Kaupmannahöfn, að hingað til lands yrðu ráðnir 50 danskir sveitapiltar til sumar- starfa. Ef ráðstafanir hefðu verið gerðar í tæka tíð, eða löngu áður en Ráðningarskrifstoí- an tók til starfa, til þess að fá hingað útlendinga, sem treysta mátti á til land- búnaðarvinnu hér á landi, hefði þetta efalaust verið hægt. En þegar Búnaðarfélag íslands loksins hinn 23. apríl barst samþykki landbúnað- arráðuneytisins fyrir því að flytja inn 150 Dani til landbúnaðarstarfa, þá voru þeir, sem gjarnan vildu koma hingað, fyrir löngu ráðnir í heimalandinu. Ráðnmgar til landbúnaðarvinnu á Norðurlöndum fara fram í janúar til marz, og vistaskiptin eru 1. apríl. Það var ekki fyrr en eftir að leyfi fyrir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.