Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 19
FREYR
319
þess að mæla með halastýfingu eða „fag-
legum“ áróðri ef gömul reynsla bændanna
er lítils metin og þeim talið til ámælis,
ef þeir líta í bók eða skrifa blaðagrein.
Þó væri „kastað tólfum“ ef bændur væru
hvattir til ómannúðlegrar meðferðar á
skepnum.
Ég hygg að bændur verði mér sammála
um, að ekki séu nauðsynlegar svo róttæk-
ar þrifnaðaraðgerðir og gripið hefir verið
til á Hvanneyri. Ef kýr eru óhreinar á bás-
unum er ekki nema tvennu til að dreifa:
annaðhvort slæmum útbúnaði í fjósinu
eða vanhirðu, nema hvorttveggja sé. Er
ótrúlegt, og ekki sæmilegt, ef svo væri
ástatt á búnaðarskólunum.
Halastýfingin ætti því að vera óþörf. Og
hún er meira. Skepnan, sem þannig er út-
leikin hefir verið afskræmd og rænd því
eina vopni sem hún er útbúin með frá
náttúrunnar hendi til þess að verjast
flugnavargi, sem víða á landi hér er mjög
áleitinn á sumrum. Má geta nærri hvernig
halastýfðum kynbótanautgripum myndi
líða, sem fluttir kynnu að verða í Þing-
vallasveitina eða norður að Mývatni. Og
ekki væri hægt að hrósa fegurðinni —
„upp á að sjá og eftir að líta“.
Svo er sagt, að í ýmsum löndum Evrópu
hafi hestar af risakynjum verið stertstýfðir
um áratugi í því skyni að gera þá út-
gengilegri sem markaðsvöru. Átti vöðva-
fylli afturhluta þeirra að vera sem aug-
lýsing.
Á síðustu árum hefir þessari aðferð verið
andmælt mjög og hópur þeirra fer sívax-
andi, er kveða vilja niður ósóma þennan.
í Þýzkalandi var taglstýfingin bönnuð
með lögum laust fyrir stríðið og á Norður-
löndum voru gerðar samþykktir svipaðs
efnis.
í baráttunni fyrir því að fá hnekkt þeirri
misþyrming hrossanna, sem stertstýfing
er, gengu dýraverndunarfélögin í broddi
fylkingar.
Mig furðar á því að Dýraverndunarfélag
íslands skuli láta slíka meðferð og hala-
stýfingu óátalda og vona, að það taki i
tauma svo rækilega, að þessi háðung hætti
nú þegar, og hiki ekki þótt stærsti búnað-
arskóli landsins eigi hér hlut að máli.
Sennilega þarf þó ekki að gera ráð fyrir
útbreiðslu þessa ómannúðlega háttalags,
sem minnir óþægilega á gamla stöku, sem
ég lærði í æsku og ort var í skopi um
vinnumann er Biarni hét Pétursson, en
hann þótti fara illa með skepnur:
Vænt er hann Bjarni vinnuhjú,
í verkunum nógu slyngur.
Halabrýtur hverja kú
úr hestunum augun stingur.
Þór. Gr. Víkingur.
Burðaraldur kvígurmar
Skipulagðar umbætur á sviði nautgripa-
ræktar íslendinga eru nauðsynlegar á
næstu árum. Skilningur á almennum
landbúnaðarframförum í landinu eykst
ár frá ári, eins og auknar landbúnaðar-
vélar, aukin ræktun, betri fóðrun og aukn-
ar búfjárumbætur sanna. Samt er ýmis-
legt í búskapnum á eftir tímanum t. d.
það hve snemma kvígur eru oft og tíðum
látnar fá fang. Ég þekki tiltölulega mörg
dæmi þess, að ágætir bændur láta kvígur
bera of snemma. í þessu er fólgin mikil
óhagsýni, þó æskilegt kynni að vera að
gera tímann frá fæðingu til fyrsta burð-
ar, sem styttstan. En kvígur, sem fæða
innan tveggja ára aldurs eru alltof van-
þroskaðir gripir og fráleitt að 12—14 mán-