Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 22
322
FREYR
Sogvörn,
rétt sett á réttan stað.
Þeir bændur, sem eiga gripi,. er vilja
sjúga sig eða aðrar skepnur, geta snúið
sér til Freys ef þeir óska þess að fá Sogvörn
fyrir næsta sumar.
Mun blaðið hlutast til um að Sogvörn
verði útveguð þeim, er þess kunna að óska.
Þess ber að geta hvort nota skal hana á
kú eða kálf. G.
Landssamband sænskra bænda
er félagsskapur farmleiðendanna, sem telur
113.700 félaga í 23 aðalfélögum, en þau skiptast
í margar deildir hvert.
Landsambandið annast kaup og sölu á fram-
leiðsluvörum bændanna og sér þeim aftur á
móti fyrir nauðsynjum til búnaðarins, verkfærum,
fóðri, áburði o. þ. h. Árið 1945 var viðskipta-
velta landsambandsins 216 miljónir sænskar krón-
ur. Meðlimir landssambandsins yrkja rúmlega
helminginn af öllu ræktuðu landi 1 Svíþjóð. í
landinu eru annars taldar vera um 350 þúsund
bújarðir.
Kosning til
Búnaðarþings
Niðurstöður frá kosningum til Búnaðar-
þings eru nú farnar að berast til Búnaðar-
félags íslands. í nokkrum búnaðarsam-
böndum hefir engin kosning farið fram
sökum þess að eigi hafa verið fleiri í fram-
boði en heimilað er að kjósa til þingsetu.
Annars staðar hefir verið listakosning.
Hefir þá verið kosið um 2 lista, nema í
Búnaðarsambandi Suðurlands, þar voru
listarnir þrír. Eftirfarandi yfirlit sýnir
hverjir hafa hlotið kosningu sem aðal-
menn á Búnaðarþing, í þeim samböndum
sem úrslitin voru kunn orðin þegar blaðið
fór í prentun:
Búnaðarsamband Kjalarnesþings:
Kristinn Guðmundsson, bóndi, Mosfelli
Einar Ólafsson, bóndi, Lækjarhvammi.
Búnaðarsamband Suðurlands:
Bjarni Bjarnason, skólastjóri, Laugarv.
Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu
Guðjón Jónsson, bóndi, Ási
Guðmundur Erlendsson, bóndi, Núpi.
Búnaðarsamband Borgarfjarðar:
Jón Hannesson, bóndi, Deildartungu
Guðmundur Jónsson, bóndi, Hvítárb.
Búnaðarsamband Dala- og Sncefellsness.:
Guðbjartur Kristjánss., bóndi, Hjarðarf.
Þorsteinn Þorsteinsson, sýslum., Búðard.
Búnaðarsamband Vestfjarða:
Jóhannes Davíðsson, bóndi, Hjarðardal
Páll Pálsson, bóndi, Þúfum
Gunnar Þórðarson, bóndi, Grænumýrart.
Búnaðarsamband Húnavatnssýslu:
Friðrik Arinbjarnarson, bóndi, Ósi.
Hafsteinn Péturss., bóndi, Gunnsteinsst.
Framh. neðsf á næstu síðu