Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 31
FRE YR
331
AuSur Djúpúðga ................. 10
Guðrún Ósvífursdóttir .......... 10
Laufey Valdimarsdóttir .......... 8
Ólöf ríka Loftsdóttir ........... 7
Þorbjörg Sveinsdóttir ........... 7
Aðalbjörg Sigurðardóttir .... 7
Sigrún P. Blöndal og Kristjana Pétursdóttir
fengu 6 atkvæði. Helga Magnúsdóttir í Bræðra-
tungu, Helga Jarlsdóttir, Guðrún Lárusdóttir og
Halldóra Bjarnadóttir fengu 5 atkvæði, og svo
kom löng röð með 1—4 atkvæði, en samtals voru
38 konur nefndar.
Þá er þriðja spurningin, um frægustu höfuðból-
in, er var svarað sem hér segir:
Hólar í Hjaltadal ............. 18
Bessastaðir ................... 16
Skálholt ...................... 16
Hvanneyri ..................... 11
Grund í Eyjafirði ............. 11
Reykholt í Borgarfirði ........ 11
Möðruvellir í Hörgárdal ....... 10
Oddi á Rangárvöllum .......... 10
Reykhólar ...................... 9
Reynistaður í Skagafirði ....... 7
Næstir komu: Korpúlfsstaðir með 6 atkvæði,
Þingeyrar með 5, og 3 atkvæði fengu: Haukadalur,
Reykjahlíð, Laxamýri, Egilsstaðir, Rafnseyri,
Kirkjubæjarklaustur, Skarð á Skarðsströnd, Viðey
og Vatnsfjörður, og 17 önnur fengu eitt eða tvö
atkvæði, en samtals var bent á 38 höfuðból.
Að þessu sinni skal ekki fjölyrt frekar um
nefndar niðurstöður, en viðeigandi væri að taka
þessa þætti til nánari athugana.
Væri það verkefni sagnfræðinga að líta frekar
á þessa hluti og prófa ef hægt er hvort athafnir
einstaklinganna virkilega hafa verið eða eru þess
virði, að þeir teljist í hópi afburðamanna — eða
kvenna — á nefndum sviðum, eða það eru bara
ummæli einstaklinga í sögu eða sögn, er hafa gert
hlutaðeigendur að hetjum eða skörungum.
Þegar fyrirspurnunum var beint til lesendanna
var heitið þrennum verðlaunum fyrir þátttöku.
Voru það bækur, sem þegar hafa verið sendar til
eftirtaldra manna, er dregnir voru úr hóp þeirra
sem sendu úrlausnar:
1. Jón Böðvarsson, Grafardal, Borgarfjarðarsýslu.
2. Guðmundur Ólason, Smjörhóli, Öxarfirði.
3. Rögnvaldur Þórðarson, Dæli Svarfaðardal.
Þakkar Freyr öllum aðilum fyrir þátttökuna.
II.
Úti í löndum ganga sagnir um það, að íslenzkir
hestar verði mjög gamlir, og eru nefnd því til sönn-
unar dæmi, sem geta um islenzka hesta er voru
fertugir eða eldri þegar þeir voru felldir.
Það væri fróðlegt að vita hve gamlir hestarnir
okkar verða hér í heimalandinu. Freyr vill því hér-
'með biðja lesendur sína um aðstoð til þess að slá
einhverju föstu um þau efni.
En það eru ekki bara hestarnir, heldur og ann-
að búfé, sem getur enzt misjafnlega vel. Því er
viðeigandi að grennslast um gamlar ær og gamlar
kýr. Hér er ekki verið að spyrja um meðalaldur
þegar skepnunum er fargað eða þær eru felldar,
heldur hver er hæsti aldur þessara skepna, eða
sagt á annan hátt: Hve lengi endist búféð í þjón-
ustu íslenzkra bænda?
Óskað er eftir mörgum svörum og sé hver skepna,
sem gerð er grein fyrir, skráð á sérstakt blað.
Sem yfirskrift má setja: Hestur, hryssa ,kýr,
naut, hrútur eða ær eftir því sem við á. Síðan skal
nefna nafn skepnunnar, fæðingardag ef hann er
þekktur og að minnsta kosti fæðingarárið og svo
ár og dag þegar skepnan var felld.
Einnig skal geta þess hver var eigandi hennar,
og fróðlegt væri að fá ögn af upplýsingum um
æviferil og afköst hverrar skepnu.
Til þess að gera sér grein fyrir fyrirfram hvaða
aldurstakmörk skal velja niðureftir, skal þess getið,
að ekki er ástæða til þess að greina frá skepnum,
sem náðu lægra aldri (eða eru yngri, því að skepn-
ur sem enn eru á lífi má taka með, ef þær hafa
náð lágmarksaldri þeim er hér getur) en eftir-
farandi:
Hestar ... 25 ára
Hryssur .. ....20 —
Kýr ....14 —
Naut .... 8 —
Ær ....10 —
Hrútar .... . ... 6 —
Svörum verður veitt móttaka til jóla. Séu þau
send til Freys í lokuðu umslagi, merkt: Búfé.
III.
Sp. 11: Hvaða tegund smurningsolíu er heppileg-
ust á sjálfa aflvélina í Allis Chalmers dráttarvél og
hve mikið?
Svar: Sumarolía S. A. E. 20, vetrarolía S. A. E.
20w. Skiptið um olíu eftir 50—60 stunda notkun.
Tæplega fjóra lítra (4 quarts).
Sp. 12: Hvaða feiti ber að nota á gearkassann
og á tannhjólakerfið, og hve mikiö?