Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Page 15
DV Fréttir MÁNUDAGUR 2. MAÍ2005 15 Enginn verður óbarinn biskup Ég veit ekki hvað er að verða um okkur, þessa litlu þjóð, við undrumst það að það verða alltaf til sífellt fleiri öryrkjar og ómagar. En hverjum er þett að kenna öðrum en uppalendunum. Böm og unglingar mega ekki gera neitt af viti eða reyna neitt á sig því það er svo erfitt fyrir þau. Ingveldur Sigurðardóttir ^ veltir fyrir sér stöðu unga fólksins og ábyrgð fullorðinna gagnvart þeim. i i Þrosltaþjálfinn : jegir Það er til háborinnar skammar hvemig fólk lætur með börnin, þau þurfa alltaf að vera vafin í bómull og það má ekki einu sinni siða þau til. Hvernig eiga þau þá að vita muninn á réttu og röngu og kunna að taka ábyrgð á sjálfum sér. Við emm búin að klúðra því að unglingar fái vinnu við annað en hjá bænum sem manni hefur ekki fundist nógu uppbyggilegt miðað við það sem hefur sést til þessa unga fólks en það er þó alltaf til mikill fjöldi ungmenna sem skera sig úr og vinna vel. Ég hef sjálf haft mörg ung- menni í vinnú og það er mikil vinna að þjálfa þetta unga fólk en það er líka gott að geta mótað vinnukraftinn eftir þörfum vinnu- veitanda. Þetta fólk reyndist mér ákaflega vel og mér finnst óskap- legt að vita til að þetta unga fólk sem er vei úr garði gert þurfi að mæla göturnar og missa þar með trúna á sjálft sig. Þar fyrir utan get- ur þetta orðið að böli á heimilum. Það er nú einu sinni þannig að helstu athafnamenn þessa lands hafa byrjað á botninum og unnið sig upp í ríkidæmi. Mér finnst þetta ekki vera kynnt nóg fyrir ungdómnum í dag, hann vill fara beint á toppinn sem ekki er á allra færi. Það þarf meiri aga og sam- skipti í fjölskyldunum en fólk gef- ur sér ekki tíma til þess. Það sannast alltaf að eitthvað af Ásdís Halla Braga- dóttir Geir segist hafa þriggja mánaða upp- sagnarfrest en Ásdis Halla er á sérsamningi. Vinnur ekki uppsagnarfrest Lesendur Geir Sigurðsson skrifar: Pólitík er mjög merkilegt fyrir- bæri. Á fjögurra ára fresti sækir hið ólíklegasta fólk umboð til almenn- ings og vill gegna trúnaðarstörfum. Þetta fólk kynnir sig með auglýsing- um og þeir sem eru kosnir fagna og hafa áður lofað að standa sig í starfi. Þetta gerði Ingibjörg Sólrún á sínum tíma þegar hún bauð sig fram sem borgarstjóri Reykvíkinga og var kosin. Svo var hún allt í einu hætt og hvarf bara án þess að vinna út þann tíma sem venjulegt fólk þarf að vinna þegar það hættir í starfi. Það er svokallaður uppsagn- arfrestur. Ef ég segi upp starfi þarf ég að vinna í þrjá mánuði. Hún gat bara hætt og farið annað. Og þetta gerðist aftur í Garðabæ. Ásdís Halla hefur hingað til verið kona sem al- menningur á íslandi hefur borið mikla virðingu fyrir. Það var jafnvel talað um hana sem framtíðarleið- toga Sjálfstæðisflokksins. Sem merkir að hún kom til greina sem mögulegur forsætisráðherra íslands í náinni framtíð. í síðustu viku sýndi hún hins vegar sitt rétta andlit og seldi sig stórfyrirtæki. Vinnur ekki einu sinni út eðlilegan uppsagnarfrest heldur losnar bara úr trúnaðarstarfi þegar hana hent- ar. Þetta er til skammar. Þessar konur eiga að sinna vinnuskyldu sinni eins og við hin. Góð fyrirmynd Lesendur Sigrún Guðmundsdóttir hringdi: „Ég vil lýsa ánægju minni með viðtalið við Ragnhildi Steinunni feg- urðardrottningu í Helgarblaði DV. Hún er virkileg hejta og margar ung- ar stúlkur mættu taka hana sér til fýrirmyndar. Það er greinilegt að hún hefur bein í nefinu. Aðeins sjö ára gömul missti hún móður sína og var því ein með föður sínum og stóð með honum er hann gekk í gegnum erfiða endurhæfingu vegna bílslyss. Ég hafði séð þau saman í sjónvarps- auglýsingunni og þótti strax rnikið til þeirra koma. Margir myndu nú væla og segjast hafa átt ofsalega bágt. Það er mjög oft sem slík viðtöl birtast. En Ragnhildur gerði minnst úr vandamálunum og einblínir á hið jákvæða. Það er til fýrirmyndar." Ragnhildur Steinunn og faðu hennar Sigrún Guðmundsaóttir ánægð með R agnhildi Steinunm viðhorfhennartillifsins._______ Fyrsta fréttin af Nessí Þennan dag árið 1933 birtist frétt í skoska dagblaðinu Inverness Courier þess efnis að par búsett við Loch Ness-vatnið hefði séð risa- stórt dýr í vatninu gera hinar ýmsu kúnstir. Þar með varð goð- sögn okkar tíma um Loch Ness-skrímslið til, skrímslið sem daglega er kallað Nessí. Þetta er goð- sögn sem lifir góðu lífi enn þann dag í dag. Loch Ness-vatnið, sem er dýpst tæpir 250 metrar, er staðsett I hálöndum Skotlands og er stærsta stöðuvatn Bredandseyja. Goðsögn- in um forynju í Loch Ness-vatninu í dag árið 1957 lést Joseph McCarthy, harðasti koxrunúnista hatari allra tíma. er ekki ný á nálinni. Fræðimenn hafa grafið upp tilvísanir um und- arlegt dýr í vatninu aftur til 500 fýr- ir Krists burð. Elstar eru teikningar Pikta í steina í kringum vatnið sem sýna stórt dýr sem lifir í vatni. Fyrstu textarnir sem fjalla um slíkt dýr eru í ævisögu heilags Columba frá sjöundu öld. Columba þessi vann það helst til afreka að kristna hið heiðna og villta Skotíand. Sagan segir að Columba hafi verið á leið til konungs Norður-Pikta en stoppað á leiðinni til að takast á við skrímsli í Loch Ness sem dundaði sér við að drepa íbúa við vatnið. Columba ákallaði nafn Guðs gegn skrímslinu sem hörfaði út í vatnið og drap eng- an upp frá því. Margar tilraunir hafa verið gerð- ar á okkar dögum til að ná að Nessl Goðsögnin um Loch Ness-skrímslið er eldri en sumir halda, eða 2500 ára gömul. mynda Nessí. Eina myndin sem sögð er vera af því náðist árið 1934 og er fræg orðin. þessum gömlu máltækjum passa óbarinn biskup. enn í dag - það verður enginn ... að vera leðurstíg- vélatöffari? „Þetta er Kattarkonan hittir Harley Davidson-útíitið, svona kvennaútgáfan af mótorhjóla- stígvélum. Málið er að dofiarinn er svo ódýr og ég gat ekki staðist þau, enda eru þetta sérhönnuð stígvél og enginn önnur eins til í heim- inum. Maður er bara svona þegar maður er kona og dollarinn er ódýr og við það bætist risaútsala, þá missir maður sig og kaupir einhverja skrítna hluti. Fyrir konur sem þora Þau eru frekar ný, en ég keypti þau úti í New York fyrir um mánuði síðan þannig ég hef ekki haft mörg tæki- færi til að nota þau nema í helg- arviðtalinu í DV um síðustu helgi. Svo er aldrei að vita nema maður skelli sér í þau þegar karl- inn kemur heim frá Finnlandi eftir þrjár vikur. Þetta er náttúr- lega flott að nota við hnébuxur og svo er hægt að taka buxur yfir þau ef maður þorir ekki að sýna öll herlegheitin. Samt má segja að þetta séu stígvél fyrir konur sem þora og ég ákvað að ég væri kona sem þorir þegar ég skellti mér á þau. Svo er aldrei að vitanema mað- urskellisérí þau þegarkarl- inn kemurheim frá Finnlandi eftir þrjár vikur. Ekki mikil leðurkona Þetta er eini leðurfatnaðurinn sem ég á enda held ég að ef mað- ur noti mikið leður með þeim þá fari maður yfir strikið. Annars er ég ekkert mikil leðurkona en ég er sjúk í stígvé. Þetta þýðir samt ekki að ég sé á leiðinni að kaupa mér mótorhjól, þetta er meira svona fyrir lúkkið. Kannski mað- ur kaupi sér bara mótorhjóla- hjálm sem maður getur tekið af sér þegar maður kemur inn á kaffihús í stígvélunum og hrist lokka. í stígvélunum tig\ íð s með svipuna á lofti Annars er ég þessa dagana að setja upp söngleik- inn Múlan Rús og nú fer hann upp í at- vinnuleikhúsið i Loftkastalanum og því er gott að hafa stígvélin og kannski að fjár- festa í svipu til að píska liðið áfram, enda þurfa þessir krakkar að stökkva beint inn í hinn harða heim atvinnumennskunnar. En auðvitað hef ég ekki miklar áhyggjur af þeim, enda eru þarna á ferðinni miklar framtíð- arstjörnur. Ævintýrið hafst 20. maí og ég lofa frábærri skemmt- un.“ hennar á Sellófón og sést núá leöurstigvélunum hennar. ____________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.