Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Síða 18
18 MÁNUDAGUR2. MAÍ2005 Sport DV Forráðamenn Djurgarden eru hrifnir af íslenskum leikmönnum. Það sannast best í því að á síðasta ári fengu þeir til sín tvo slíka og báðir komu þeir frá Víkingi. DV hitti leikmennina, þá Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason, í Stokkhólmi í vikunni. Flestir áhugamenn um íslenska knattspyrnu geta verið sammála um að Kári og Sölvi Geir séu einhverjir mestu naglarnir í ís- lenskri knattspyrnu. Hvorugur þeirra er vanur að gefa tommu eftir og það var þetta sanna vflcingaeðli, að gefast aldrei upp, sem hreif útsendara Djurgarden þegar hann mætti á völlinn síðasta sumar til að að taka lokaákvörðun um hvort rétt væri að kaupa Sölva Geir. „Ég held að þetta hafði verið í leik gegn Grindavík í Landsbankadeild- inni síðasta sumar," segir Sölvi. „Þá fékk ég rauða spjaldið og Kári var kýldur og missti nokkrar tennur. Eft- ir þann leik buðu þeir mér samning og áhuginn á Kára vaknaði," segir Sölvi og brosir út í annað. „Mómentið þegar ég missti tenn- urnar var málið. Ætli það hafi ekki verið þessi karlmennskuímynd sem heillaði þá,“ bætir Kári hlæjandi við, en þess ber að geta að framtennurn- ar voru að sjálfsögðu festar að nýju og una sér vel í dag að sögn Kára. Það var um mitt síðasta sumar sem Sölvi Geir kom til Djurgarden. Kári gekk í hópinn í nóvember og segir Sölvi að það hafi verið kær- komið að fá sinn gamla félaga til Stokkhólms. „Það var mjög gott að fá íslensk- an félagsskap. Ekki síst upp á and- legu hliðina að gera,“ segir Sölvi og bætir við að tilveran geti stundum orðið einmanaleg án æskufélag- anna. Sölvi, 21 árs, og Kári, 23 ára, léku saman upp alla yngri flokkana „Það er ekki spurning, ég er tilbúinn. Ég bíð eftir símtalinu frá Ásgeiri og Loga hjá Vfldngi og þekkjast því vel. Stefnum hærra Samningar þeirra beggja renna út sama daginn, eftir tímabilið 2008, og líkar þeim vel í Sviþjóð. Spurðir hvort þeir hafi ailtaf ætlað sér að vera atvinnumenn í knattspyrnu voru svörin hjá báðum þeirra stutt. „Ég get ekki sagt að ég hafi mikið leitt hugann að því,“ segir Kári. „Ég hugsaði meira um skemmtanagildið og spilaði fótbolta vegna þess hversu gaman ég hef af því. Það var ekki fyrr en það fóru að berast tilboð erlendis frá sem ég áttaði mig á að þetta væri virkilega möguleiki. Og auðvitað á maður að láta reyna á þetta fyrst tækifærið var fyrir hendi," segir Kári. „Ég hef stefnt að þessu síðan ég var lítill krakki og hef aldrei haldið öðru fram,“ segir Sölvi ákveðinn. Og hann stefnir enn hærra. „Ég ætla ekki að festast í Sviþjóð. Ég sætti mig ekkert við að vera hér allan ferilinn og ætla mér hærra. England er Mekka fótboltans og þangað vilja allir fótboltamenn fara Rauða spjaldið Kári trúöi varla sinum eigin augum þegar honum var vikið afleikveili eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna þátttöku ísínum fyrsta landsleik. byrja í fyrstu deildinni þar þegar maður er búinn að sanna sig hérna, það verður náttúrlega fyrst að ger- ast. Síðan stefni ég á ensku úrvals- deildina," segir Sölvi. Kári er öllu hógværari og hefur það fyrir augum að taka lítil skref í einu. „Ég held að það hafi verið mjög góð ákvörðun að byrja hérna í Svíþjóð frekar en að fara í fyrstu deildarlið á Englandi þar sem tækifæri gætu verið af skornum skammti." Að sögn félag- anna er það mun meiri vinna en þeir bjuggust við að vera atvinnumaður í fót- bolta. „Álagið hefur minnkað töluvert eftir að tímabilið byrjaði en á undirbúningstímabilinu var þetta bara eins og full vinna," segir Kári. „Við mættum á æfingu klukkan hálf níu á morgnana og vor- um saman nánast til hádeg- is. Þá borðuðu liðsmenn saman. Síðan voru meiri æfingar eftir hádegi og lyftingar og maður var venjulega ekki kom- inn heim til sín fyrr en eftir sex á venju- legum degi,“ segir Kári og Sölvi bætir við að kvöldin séu helguð „hefðbundnum" afþreyingum á borð við DVD, Playstation, bíóferðir og kaffihús- asetur. Meiðsli eru ömurleg Djuragarden hafnaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð í Svíþjóð og er eitt af stærstu liðum landsins. Árin 2003 og 2004 vann liðið sænsku deildina og eru eigendur og aðrir ráðamenn liðsins stórhuga fyrir tímabilið í ár. Markmiðið er einfalt - sjálfur meist- aratitillinn. Umgjörð leikja er öll hin glæsilegasta og mæta að meðaltali um tólf þúsund manns á heimaleiki liðsins þar sem stuðningsmennimir eru taldir með þeim litríkustu í Sví- þjóð. Æfingasvæði félagsins er að sögn Kára og Sölva það besta á land- inu og lflcja grasinu á völlunum við teppi. „Ég hef bætt mig mikið sem fót- boltamaður síðan ég kom út þótt þetta hafi ekki verið nema nokkrir mánuðir," segir Kári og bætir við að þar hafi góð aðstaða mikið að segja. Öðmvisi horfir við hjá Sölva sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nára, læri og baki síðan hann kom út og kveðst hann eiginlega ekki geta gert sér grein fyrir því hvort hann hafi sýnt framfarir. „Meiðsli eru það ömurlegasta sem hægt er að lenda í,“ segir Sölvi umbúðalaust. „Ég mæti á æfingar og reyni að hlaupa. En geri það oftast eins og einhver kunta í hringi. Svo fæ ég einstaka sinnum að sparka í bolta. Þetta er alveg skelfilegt. En nú hafa læknar og sjúkraþjálfarar sagt mér að vandamálið hjá mér sé að ég hafi ailtaf verið að byrja of snemma Sigurður er mikill húmoristi og það er einfaldlega skemmtilegt á æfingum hjá honum. En um leið nær hann að halda uppi aga og menn komast ekki upp með neitt múður hjá honum. Hann er frábær þjálfari." Félagar Kári og Sölvi segjaaðþaðsémjög gott að hafa félagsskap afhvoröðrumíhinum harða heimi atvinnu- mennskunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.