Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ200S Fyrst og fremst W Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Rltstjórar. Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason Fréttastjóran Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýslngan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Drelflng: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Karen Kjartansdóttir heima og að heiman alltaf fleiri og fleiri lausnir viö vandamálum - reyndar fylgja þessum lausnum oft fleiri vandamál sem þarf að greiða úr en þaö er ekki til umraeðu núna ó, sei, sei, nei. Við viljum kvikk, snið- ugar og skemmti- legar úrtausnir á þvf sem plagar okkur, hvaö sem þaö kostar. Ef einhver heldur að ég sé einskis virði, þá hef ég ráð viö því - ég kaupi mér auðvitaö alltof stóran, klunnalegan og eyðslufrekan jeppa og krúsa svo um borg og þf þess fullviss að ég sé almennileg manneskja. Ef ég á ekki peninga fyrir einu af þessu ferlfkjum þá er lausn við því - ég fee lán, það er hreint út sagt alveg ótrúlega ódýrt og auövelt að fá eitt slfkt - lausn viö flestum ef ekki öllum okkar vandamálum. Skyndilausnir við yfirbprðsmenrisku Peir eru þó tfl, efasemdarmenn- imir, þeir sömu og alla jafna telja mig yflrborðskennda og of- urselda skyndilausnum samtfm- ans. En ég hef lausn við þvf. Uta einfaldlega hárið á mér dökkt, kaupi mér lopa- peysu, fer (sum- arfrí til Færeyja og vitna svo gjaman [ tor- lesnar bækur eftir hlð mikla skáld Heinesen og set upp augna- tillit hinnar Iffsþreyttu og gáfuðu manneskju - eitursnjallt, ekkl satt? Þá verð ég svo sann- ariega eins og eitt af þvf unga og göfuga fólki, sem leitar að sjálfu sér f frumskógi neyslu- menningarinnar. Afleiðingar og a&isaair finna lausnir við þvf sem plagar okkur. Þaö kemur samt einstaka sinnum fyrir, eins og Iftil- lega var vikið aö hér aö ofan, að lausnirnar orsaka enn frekari vandamál en það gerir leikinn bara skemmti- íegri. Það eru nefnilega bara græningjar og aðrir nöldursegg- ir sem vilja sffellt hnýta f afleið- ingar en ekki horfa til lausn- anna. Ef allirværu eins og þeir væri fullvfst að byggðin fyrir austan myndi leggjast í eyði og engin yrðu göngin um torfær fjöll því þaö er alkunna aö byggðin úti á landi myndi leggj- ast af ef ekki væri fyrir blessaðar skyndilausnimar. rtJ XI E Leiðari Eu haim viröist ekki vita aö mínafór hanu lír hreinum sokkuin ískítuga ogsitur uppi meö tájylu sem kjósendur vilja ekki vera með í nösuiium. Eiríkur Jónsson Alheimsfegurðardrotttningin Linda Pé / er komin yfir morgunógleðina á með- \ göngu sinni með frumburðinn slríHi sem i ispðiim é lá 116 i/ita m Lintlii Pé yj.Ætlar „ " \Lindaað /f—* JnotaPamp- átt/ ers-bleyjur eða tau? Pampers er ódýrara i Kanada. \4. Hversu lengi \ ætlar Linda f að vera með barnið d brjósti? Ekki oflengi efþað er strákur. 2. Hvar (kaupir Linda barnavagn- Hann þarfað komast L fyrir i flugvél. L Ætlar Linda ■ JJ að láta barn- V Jið bera ætt- V 7 arnafnið Pé? Sagt er að Helgi í Rió hafi miklar áhyggjur afþvi. Pí. Er Linda kom- in með nýjan kærasta? Einhver verður að passa á meðan Linda afgreiðir i Fjölskylduhjálpinni. iM Lindu á Jlitinn? Hvítt, svart eða gult7 Flokkar og sokkar að vakti athygli þegar Gunnar örlygs- son hóf þingmannsferil sinn í fangelsi. Svo sem lítið við því að segja þegar menn brjóta lögin og aka fullir. En í öðrum löndum hefði Gunnar aldrei farið á þing eft- ir fangavistina og sýnir þetta og sannar að pólitfldn á íslandi er öðruvísi en annars staðar. Nú hefur Gunnar örlygsson bætt gráu ofan á svart með því að yflrgefa gamla félaga og ganga til liðs við höfuðandstæðinginn. Þar er honum tekið fagnandi enda munar um hvem ræðara á galeiðu Davíðs Odds- sonar. En eftir stendur spumingin í hvers umboði Gunnar Örlygsson ætlar að starfa áfram á Alþingi. Ekki vom það kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem kusu hann á þing. Og ekki ætluðust kjósendur Frjálslynda flokksins til þess að hann færi að ganga er- inda Sjálfstæðisflokksins. Nema síður væri. Dellan í Gunnari öriygssyni sýnir íslensk stjómmál í hnotskurn þar sem atvinnupóli- tflcusar skipta um skoðanir og flokka eins og venjulegt fólk skiptir um sokka. Sannfær- ingin og umboð kjósenda fer fyrir lítið þegar tryggja þarf eigið Iifibrauð sem þegið er úr sjóðum almennings. Dærnin em fleiri og það ferskasta þegar kommúnisti vestan af fjörðum var allt í einu orðinn framsóknar- maður. f rökfræði þætti slík umbreyting ómöguleg. Með réttu hefði Gunnar örlygsson átt að segja af sér þingmennsku treysti hann sér ekki lengur til að starfa undir þeim fána sem hann var kjörinn til. Eða vera utanflokka og láta í sér heyra sem slflcur. En að ganga til Iiðs við erkifjandann með bros á vör er ekki annað en lítÚmannleg redding á sjálfhverfu ástandi sem hann skapaði sjálfur. Vel má vera að Gunnari Örlygssyni þyki í lagi að skipta um skoðun og flokka eins og sokka. En hann virðist ekki vita að núna fór hann úr hreinum sokkum í skítuga og situr uppi með táfýlu sem kjósendur vilja ekki vera með í nösunum. Hann hefði betur ver- ið berfættur. ÞÁ ER BÚIÐ AÐ selja Leirubakka í Landsveit fyrir 210 milljónir og þykir mörgum nóg um. Leirubakki er merkileg jörð þar sem byggð hefur verið upp ferðaþjónusta án hliðstæðu hér á landi; gott hótel, Heklusafn, heitir pottar og ein stærsta reiðskemma sem menn hafa séð. Flott og fínt. Það var þarna sem Ólafur Ragnar Gríms- son féll af hestbaki og axlarbrom- aði þegar hann var að gera hosur sínar grænar fyrir Dorrit. NÚ KANN SUMUM að þykjja 210 milljónir miklir peningar fyrir eina jörð. Þeir hinir sömu ættu að líta sér nær þegar fjögurra herbergja íbúð í Hlíðunum kostar 30 milljón- ir og stundum meira. í raun er ver- ið að kaupa Leirubakka með öllum kostum og hlunnindum fyrir verð sjö íbúða í sæmilegu hverfi í Reykjavík. Þetta er útsala. ÞÓH fSLENDINGUM þyki þetta ekki útsala og býsnist yfir verðinu vita útlendingar betur. Það er einmitt þýskur huldumaður sem er að kaupa Leirubakka þótt hann noti mann að nafni Anders Hansen sem lepp. Hugmynd Þjóðverjans er að búta Leirubaikka niður í sum- arhúsajarðir og ná kaupverðinu þannig aftur í eigin vasa. Þegar er búið að selja Jóni Steinari Gunn- laugssyni hæstaréttardómara eina spildu og Karli Axelssyni lögmanni aðra. Þeir leggja grunninn að þeirri nágrannagleði sem þarna á eftir að ríkja. ÞÝSKI HULDUMAÐURINN er ekki sá fyrsti sem sér möguleikana f ís- lenskum jörðum sem nú eru falar. Frá Vík í Mýrdal berast þær fréttir að svissneskur fiskeldismilli sé þegar búinn að kaupa þar heilan dal með vatni og ám sem fylgja. Allt fékk hann það fyrir spottprís sem margfaldast í höndum hans þegar fram líða stundir. ÍSLENSKIR ÚTLENDINGAR hafa einnig fyrir löngu séð hvers konar reyfarakaup má gera í jarðarkaup- um hér á landi. Sigurjón Sighvats- son byrjaði fyrir löngu að kaupa jarðir og heilu firðina fyrir austan og bar fyrir sig föð- urlandsást. En Sigurjón er bissnismaður og veit hvað hann syngur. Pen- ingum er hvergi betur fyrir komið en í íslensk- um jörðum sem aldrei eiga eftir að falla í verði. 0G EITT ER víst. Þegar einhver erlendur auð- kýfingur er búinn að festa sér Siglufjörð eins og hann leggur sig lætur ~ hann það verða sitt fyrsta verk að loka Héð- insfj arð argöngunum. Því verðmæti Siglu- fjarðar liggja í einangr- un og kyrrð sem orðin er heldur fágæt versl- unarvara í þessum heimi. Þetta allt þurfa íslendingar að skilja áður en þeir selja allt undan sér - hvatti menn til að fjárfesta í jarð- fyrir næstum ekki neitt. Eða eins eignum: „They are not going to og bandaríski kaupsýslumaðurinn make more of it.“ sagði hér um árið þegar hann eir@dv.is Jöklasería Moggans Margan rak í rogastans þegar hann fékk Moggann sinn í gær. Aldrei þessu vant fylgdi Lesbókin með á fimmtudegi og var að auki heilar 104 bls. Ekki var þó Lesbókin fjölbreytt og skemmtileg eins og alltaf, heldur var papp- írsmassinn undirlagður af verki eftir Ólaf Eiías- son ásamt löngum texta eftir einhvern útlend- ing. Einhvers staðar, einhvern tímann, varð Ólafur Elíasson að heilögustu kú íslenska listheims- ins, goðum likur snillingur sem bannað erað tala illa um. Kannski breyttist hann í þessa kú afþvíeinhverjir útlendingar hafa hampað honum eða vegna þess að Danir þykjast eiga hann líka. Engar nema meðvitundar- lausustu artí farti beljur geta þó með heilum hug sagst hafa notið þessara svart-hvítu leiðinda í Les- bókinni igær. Það er ekki einu sinni hægt að hengja þetta upp nema kaupa tvö eintök því allar myndirnar voru skornarí tvennt. Þótt Ólafur Elíasson sé ofmetnasti listamaður sem þjóðin hefur átt er hann náttúrlega algjör snillingur á öðrum sviðum. Hann er magnaður svikahrappur. Það sést vel eftir að honum tókst að pranga þessu rugli upp á Moggann. Vonandi eru ein- hverjir hjá KB banka, sem líka borg- uðu brúsann, ánægðir með fram- takið. Og vonandi fáum við svo fleiri „seríur" í Lesbókinni. Almenn- ingur bíður eflaust með öndina í hálsinum eftir meiru og það er víst nóg eftir aftrjám í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.