Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ2005 Fréttir DV Heimamenn kaupa Riis Þrenn hjón á Hólmavík keyptu í gær veitingastað- inn Cafe Riis þar í bænum af Eðvarð Björgvinssyni, múrarameistara í Hafnar- firði. Þetta kemur fram á strandir.is. Heimamenn höfðu haft nokkrar áhyggj- ur af stöðu mála varðandi Cafe Riis enda veitingstað- urinn mikill segull á ferða- menn óg tímabil þeirra einmitt að hefjast. „Það er því orðið ljóst að Café Riis verður opið í sumar og ferðamenn geta því byrjað að skipuleggja ferðalög sín á Strandir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af mat og drykk,“ segir á strandir.is. Úrslitakostir á Laufásvegi Borgarráð hefiir heimilað byggingarfuU- trúa að leggja 50 þúsund króna dagsektir á „meinta eigendur" 2. hæðar og rishæðar að Laufásvegi 65. Ástæða sektanna eru breytingar sem gerðar hafa verið á húsinu í heimildarleysi. Fá hinir „meintu eigend- ur", eins og það er kall- að, 30 daga frest til þess að fá samþykkta bygg- ingarleyfisumsókn er tekur tÚ óleyfisbreyting- anna og 60 daga ffest til þess að breyta húsnæð- inu til fyrra horfs, kjósi þeir þann kostinn. Slökkvitæki veldurskaða Slökkviiiðið á Blönduósi var kallað út vegna elds sem kom upp á Hótel Blönduósi um hádegisbilið í gær. Kviknað hafði í feiti á hellu, að sögn lögregl- unnar á Blönduósi. Áður en slökkviliðið kom á'stað- inn náðu starfsmenn hót- elsins að slökkva eldinn með duftslökkvitæki. Eng- ar skemmdir urðu vegna eldsins og engum varð meint af, en duftið úr slökkvitækinu dreifðist víða og mikið hreinsunar- starf blasti við eftir að eld- urinn var slökktur. Hallur Hilmarsson, fyrrverandi yfirmaöur fikniefnadeildar lögreglunnar, segist ánægður meö sýknudóm Hæstaréttar. Héraðsdómur hafði dæmt Hall í fangelsi fyrir að stela tæpri milljón sem fannst við húsleit og byggði meðal annars á fram- burði Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns sem sagði Hall hafa játað fyrir sér. Hæstiréttur sagði hvaða rannsóknarlögreglumann sem er hafa getað tekið pening- ana. Hallur segir síðustu Qórtán mánuðina hafa verið sér erfiða. Hallur Hilmarsson var sýknaður í Hæstarétti í gær. Hann hafði áður fengið níu mánaða fangelsisdöm fyrir að stela 870 þúsund kxónum sem fundust við húsleit sem hann stjórnaði. Búið var að skipta um peninga í skjalageymslu lögreglunnar og komnir voru fimmþúsundkallar sem ekki höfðu verið gefnir út þegar húsleit- in fór fram. Dómur Hæstaréttar virti framburð yfirlögregluþjóns að vettugi. Hver sem er hefði getað tekið peningana. Og því var Hallur sýknaður. „Ég er ánægður með niðurstöð- una, þetta eru búnir að vera erfiðir fjórtán mánuðir fyrir mig og mína fjölskyldu," segir Hallur Hilmarsson sem í gær var sýknaður í Hæstarétti fyrir að hafa stolið 870 þúsund krón- um. Hailur var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í níu mánaða fangelsi en áfrýjaði dórnnum þá til Hæsta- réttar. í héraðsdómi bar Hörður Jó- hannesson yfirlögregluþjónn að Hallur hefði í samtali við sig gengist við að hafa tekið peningana. Hallur hefði reynt að skila þeim aftur án þess að eftir væri tekið. Hann hefði á hinn bóginn gert þau mistök að skila upphæðinni að mestu leyti með til- telóium fimmþúsundkrónaseðlum sem ekki var búið að prenta á þeim tíma sem féð var haldlagt. Skipt um peninga Hallur neitaði sök allan tímann og sagði að hver sem er gæti hafa tekið peningana sem voru aðgengi- legir öðrum rannsóknarlögreglu- mönnum. Upphaflega fundust pen- ingamir við húsleit aðfaranótt gaml- ársdags 2002. Kom þó í ljós nokkru síðar að lögregla hafði ekki ástæðu til að krefjast upptöku peninganna fyrir dómi. Peningamir fundust svo ekki fyrr en í mars á síðasta ári en þá var sem sagt búið að skipta um seðla og aðrir komnir í staðinn sem ekki var búið að gefa út á gamlársdag 2002. Greiddi fjárkúgara Hæstiréttur tekur ekki mark á framburði Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns og fellst á að hver „Þetta eru búnir að vera erfíðir fjórtán mánuðir fyrir mig og mína fjölskyldu. sem er hefði getað tekið peningana. Hallur hætti sjálfur í lögreglunni eftir að málið kom upp. Hann sagði að sér hefði þótt erfitt að vinna við þessar aðstæð ur. Sérstaklega eftir að maður lést við húsleit sem hann stjómaði. í firamburði Harðar yfir- lögrelguþjóns kom fram að Hallur hefði tekið peningana til þess að greiða fjárkúg- ara. Eftir stendur að Hailur var sýknaður, en ráðgátan um hver tók peningana er enn óleyst. Ekki náðist í Hörð Jóhannesson í gær. andri@dv.is breki@dv.is Hörður Jóhannes- son Yfirlögregluþjónn bar fyrir dómi að Hall- ur hefði viðurkennt að hafa tekið peningana. Lamdi mann í hausinn með bjórflösku Kynþáttaerjur rót líkamsárásars Gísli Komson Wuthitha var í gær dæmdur í sex mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið Svein Bjömsson með ílösku fyrir utan Glaumbar í lok árs 2003. Sveinn, sem var að skemmta sér í Reykjavfk ásamt vinum sínum, lenti í einhverjum útistöðum við Gísla sem leiddi svo til þess að Gísli sló hann í höfuðið með flösku. Komson, sem er af asísku bergi brotinn, bar fýrir dómi að Hvað liggur á? Sveinn hefði öskrað á sig að hann væri helvítis útlend- ingur. „Þetta var alls ekki einhver rasismi hjá mér, sagði Sveinn um ásakanir Gísla. Gísli Komson Wuthitha játaði að hafa slegið Svein með flöskunni sem fékk þónokkum skurð í andlitið. „Ég fékk skurð á efri vörina sem náði al- veg í gegn, svo fór flipi úr nefinu á mér og ég fékk glóðarauga." Sveinn segir örið vera varanlegt, rúmt ár sé síðan þetta gerðist og enn sjáist á honum. „Þaö er hvíldardagur hjá mér ídag [ígær] þar sem ég var rétt að koma úr sveitinni, hvar ég dvaldiíeina viku við dundureins og að mála,"segirSigfús Bjartmarsson Ijóðskáld. „Annars er sonur minn sofandi úti í vagni og það fer að líða að því að sækja hann inn og \gefa honum að borða. Hann verður afskaplega ánægður örugglega með alla þá athygli og tíma sem hann fær frá mér i dag. Eina sem kannski liggur samt á núna er að skrepþa i verðandi einkarekinn Símann og reka bilaðan símann minn í hausinn á þeim þar sem hann bilaði og er enn íábyrgð." Máli Gunnars Kristjánssonar vísað frá Lögregla klúðraði rannsókninni Máli Gunnars Amar Kristjánssonar var vísað frá dómi í Hæstarétti f gær. Hann hafði áður verið sýknaður í hér- aðsdómi. Gunnar Öm var endurskoð- andi Tryggingasjóðs lækna um árabil. Honum var gefið að sök að hafa brotið lög með því að skrifa athuga- semdalaust upp á reikninga sjóðsins árum saman á meðan / fiamkvæmdastjórinn, Láms V * Halldórsson, dró sér 80 milljón- ir króna. í dómi Hæstaréttar segir að ekki hafi verið bmgðið ljósi á það hvem- ig Gunnar í starfi sínu sem endurskoðandi hefði átt að bera sig að varðandi ákveðin atriði ef gætt væri góðrar endurskoðendavenju. Einnig kemur fiam að Láms Hall- dórsson hafi blekkt Gunnar með því að falsa gögn og að lögregla hafi ekki skoð- að það atriði fyrr en seint og um síðir þrátt fyrir ítarlegar ábendingar. Eins og lögregla hagaði rannsókn sinni hefði mjög skort á að hún næði því markmiði sem mælt væri fyrir um í lögum. Með tilliti til þessara atriða telur dómurinn að ófært sé að fella efnis- jp dóm á málið og á þeim forsendum er því vísað frá dómi. Gunnar Örn Kristjánsson Máli hans var vlsað frá i Hæstarétti í gær en hann hafði áður verið sýknaður i héraðsdómi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.