Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. MAl2005 Fréttir DV Breytingará Casa Nova Endurinnrétta á þann hluta Menntaskólans í Reykjavík sem gengur undir nafninu Casa Nova. Einnig á að reisa nýja viðbyggingu. Menntamálaráðuneytið hefur sótt um leyfi til borgaryfir- valda fyrir því að dýpka hluta núverandi kjallara, setja lyftu milliallra hæða hússins, loka há- glugg- um á gafli og austurhlið, síkka kjall- araglugga, setja nýja glugga á ganga og byggja nýtt bráða- birgðaranddyri í stað þess sem nú er þar til nýbyggingin rís. Byggja hótel í Þingholtum Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur heimilað fasteignafélaginu Eik að byggja 29 herberga hótel við Þingholts- stræti 3. Gert er ráð fyrir fjögurra hæða byggingu sem samtals geti hýst 54 nætur- gesti. Tengja á starfsemina við Þingholts- stræti 5 með því að gera inn- angegnt miUi húsanna. Samtal verður nýbyggingin 1096 fermetrar. Krían er komin Ljóshöfðaönd, Anas americana, er í Bolungarvík um þessar mundir. Er það steggur sem er á tjöm við skreiðar- hjaUana. Menn telja að hjá honum sé ljóshöfðakolla en mjög erfitt mun vera að greina hana. Ljóshöfðinn er norður-am- erísk tegund og náskyldur rauðhöfðanum. Hann er ár- viss gestur á suðvestur homi landsins en hefur sjaldan sést á Vestfjörðum. í síðustu viku sáust svo nokkarar kríur í Holtsós í önundar- firði og í fýrradag sáust einar 100 á sama stað. Spóinn kom í síðustu viku þannig að þetta er allt að gerast. „Það er góð stemning hér I veðurparadísinni á Laugar- vatni. Vorí iofti og hlýtt eftir leiöindarnæðing undanfarna daga, “ segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans við Laugar- vatn.„Prófum fer að ijúka hjá okkur, BnnBn síðustu ■KiMImÆMiMJ föstu prófin á morgun [í dagj og sjúkraprófog endurtekn- ingarprófí næstu viku. Þvl næstverða 19 stúdentar og 6 nemendur afþriggja ára íþróttabraut útskrifaðir 21. maí. Það er alltafgleðistund, enda góð mæting hjá göml- um afmælisárgöngum sem koma og gista á staðnum og gera sér glaðan dag, ásamt nýstúdentum." Bílastæðaerjur í miðborginni færast í aukana. Sló í brýnu milli ónefnds stöðumæla- varðar og íbúa miðborgarinnar á dögunum. Gísli Jóhann Eysteinsson staðhæfir að stöðumælavörður hafi misnotað vald sitt og komið fram hefndum. Leifur Eiríksson hjá Bílastæðasjóði segir það færast í aukana að menn klagi þá sem leggja ólöglega. ÍVSJ'-’A J 'f % v ■ -Tll 1 I I . ■■■■ Stöðumælaverðir með sektarbókina á lofti Ljóst er að mjög tví- bent afstaða ríkir til stöðumæiavarða sem lenda oft í ýmsu er þeir sinna starfi sínu. Leifur Eirfksson Fulltrúi hjá Bíla- stæðasjóði segir slagsmál vegfar- enda og stöðumælavarða viðvar- andi. Þó færist mjög I aukana að þeir kvarti undan bilum semerlagt ólöglega. DV-mynd Vilhelm „Þetta er nú meiri apakötturinn. Þetta er alveg hundleiðinleg steypa oft á tíðum - sjaldan hef ég átt eins erfitt með skapið í mér,“ segir Gísh Jóhann Eysteinsson nemi á Bifröst og íbúi við Barónsstíg. Gísli Jóhann segir farir sfnar ekki siéttar í samskiptum við mann sem hann kallar „sektanaglaðan stöðu- mælavörð sem skellir skollaeyrum við ábendingum." Gísli var að flytja dót inn í íbúðina sína og var með bílinn hálfan uppi á gangstétt. „Ég viðurkenni að ég var ólöglegur en stöðumælavörðurinn sá hvað ég var að gera og gekk fram hjá. Hins vegar hóf hann að sekta bíl sem var iagt á stað þar sem ekki er ólöglegt að leggja." Valdhroki í stöðumælaverði Málið á sér nokkra forsögu því Gísli Jóhann og íbúar á þessu svæði kærðu sektir sem þeir fengu á bfla sína ef þeir lögðu á stað sem er á gráu svæði, sem sagt ekki á merktu stæði án þess þó að vera á gangstétt- inni. Bflastæðasjóður felldi niður þær sektir og íbúar því þeirrar mein- Umdeilt „bílastæði" GlsliJóhann segir farir slnar ekki sléttar I samskiptum við stöðumælaverði sem hann segir að viöhafi hroka og valdnlðslu, til dæmis á þessu horni Barónsstlgs og Laugavegs. DV-mynd Stefán ingar að þarna sé ekki ólöglegt að leggja. „Ég benti honum á, bara í góðu, að hann eigi ekki að sekta þama en vörðurinn lét sem hann heyri ekki í mér. Konan sem átti bfl- inn kom aðvífandi og ég spurði hvort hann gæti ekki sleppt sektinni. Hann var ekki búinn að sekta. Hann svar- aði mér ekki og hélt áfram að skrifa." „Djöfullsins óþokki" Gísli iýsir stöðumælaverðinum sem ungum manni með sítt hár og hýjung. „Og þá sagði ég: Djöfulsins óþokki getur þú verið." Að þessu slepptu sagði stöðu- mælavörðurinn við Gísla: Jæja, nú ert þú næstur. Og skrifað að svo mæltu út sekt á bíl Gísla sem hann áður hafði gengið fram hjá. „Þetta er óviðunandi og óþolandi að búa við þetta. í vald- hroka sínum telur hann sig í aðstöðu til að hefna sín á mér.“ Leifur Eiríksson fulltrúi hjá Bíla- stæðasjóði segist kannast við umrætt svæði og segir vafasamt að þó á sínum tíma hafi verið felldar niður sektir vegna þessa „stæða" að túlka svæðið sem svo að þama sé löglegt að leggja. Klaga náungann og koma á hann höggi Vegna þessa tiltekna dæmis segir hann einnig ómögulegt fyrir stöðu- mælaverði að vera að hlaupa á eftir því sem vegfarendur, sem telji sig vita betur, segja. „Við náttúrlega inn- prentum stöðumælavörðum þokka- legar starfsreglur þannig að þetta fari ffarn í ákveðinni vinsemd. Og komi ökumenn að eiga stöðumæla- verðir að gefa þeim tækifæri með áminningu," segir Leifur. Hann segir jafhframt mikinn has- ar í tengslum við stöðumælaerjur. „Þetta em stöðug slagsmál. Þá færist það mjög í aukana að vegfarendur hafi samband við okkur og bendi á að bflum sé lagt ólöglega. Segja kannski sem svo: Hann er alltaf þarna þessi bíll!" Leifur skýtur hreint ekki loku fyrir að ýmsir reyni að koma höggi á náungann með því að siga stöðu- mælavörðum á bfla viðkomandi. jakob@dv.is Karl Bretaprins spreytir sig í leirkeragerð Handtaka í Taílandi Klausturkarl skreytir leirker Karl Bretaprins tók sér einn dag í sveinsnám í leirkeragerð og opin- beraði færni sína með pensilinn í af- skekktu þorpi í Rúmeníu nú í vik- unni. Prinsinn af Wales gistir þessa dagana í munkaklaustri nálægt þorpinu Horezu. Fréttamiðillinn Ananova hefur eftir dagblaðinu Editie Speciala að prinsinn hafi bankað upp á vinnu- stofu leirkeragerðarkonunnar Mihaelu Plesoi og spurt hvort hann mætti ekki aðstoða hana og fjöl- skyldu hennar við leirkeragerðina. Hann eyddi deginum í að skreyta disk og tók, að sögn Plesoi, öllum leiðbeiningum með athygli. Prins- inn mun hafa verið léttur í skapi og hlegið og skrafað meðan hann skreytti diskinn með mynstri sem er einkennandi fyrir Horezu. Heimsókn Karls til Horezu mun vera alger einkaferð og engar opin- berar athafnir skipulagðar á meðan Karl Bretaprins Tekurþvírólega þessa dag- ana eftir minningarathafnir I tilefni þessað 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. DV-mynd Reuters á henni stendur. Karl og fylgdarlið leigði allt ldaustrið, sem býður upp á fimmtán herbergi til útleigu. Kennari á kafi í barnaklámi Taílensk lögregluyfirvöld hafa handtekið 56 ára gamlan bandarísk- an kennara eftir að 500 ijósmyndir af nöktum táningum fundust í íbúð hans. Kennarinn, sem heitir Steven Erik Prowler, hefur búið á Taflandi í sex ár og kennt ensku í ríkisreknum skóla í Bangkok. Ásamt þeim 500 ljósmyndum sem fundust í íbúð Powlers fannst einnig dagbók þar sem er að finna nákvæmar lýsingar á meintu athæfi mannsins. Fórnarlömbin voru flest taflenskir drengir á aldrinum 11 til 17 ára og býst lögreglan við að gefa út ákæru á hendur manninum seinna í þessari viku. Að sögn taflensku lögreglunnar er hámarksrefsing 10 ár fyrir hvert einangrað tilvik, en þar sem brot mannsins skipta hundruðum má hann eiga von á mjög þungri refsingu. Bandaríska sendiráðið í Bangkok hefur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.