Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ2005
Fréttir XXV
Góður drengur, skemmtilegur
karakter og frábær leikmaður.
Skaphundur og lætur skína
í það. Getur komið honum í
koll i markinu.
„Það ernú þannig að
hans helstu kostir eru
jafnframt hans helstu
gallar. Hann er náttúr-
lega alveg svakalegur
keppnismaður, og það er
kostur. Hann vill líka alltaf vel.
Stundum getur pó keppnisskap-
ið fariö I rangan farveg og pá
brýst þaö út f fýlu og neikvæðni.
Þessi neikvæöni er nánast und-
antekningalaust ekki ætluð til ills
og því misskilin affélögum hans
í iþróttunum."
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari hjá Val.
„Hann Roland er gríðarleg- ■wsKp]
urkeppnismaður.Hanner I
líkaalgjör sigurvegari og BS
hiklaust með skemmtileg- 1
ustu karakterum sem ég rMsBa 1
hefunnið með. Það getur verið
gottaðhafa mann ábak við sig
sem lætur í sér heyra eins og Rol-
and. Hann á það aftur á móti til að
láta þetta mikla skap sitt hlaupa
með sig I gönur. Með því getur
hann tapað einbeitingunni pg það
bitnar bæði á spilamennskunni
hjá honum og öllu liðinu."
Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðs-
maður i handknattleik.
„Hann eralveg úrvalsná-
ungi. Mikið Ijúfmenni og
mjög þægilegur I um-
gengni. Enhanner líka
skaphundur og það nær
að pirra marga. Þetta skap getur
bitnað á honum I markvörslunni."
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari.
Roland Eradze er 33 ára gamall íslendingur
sem kom hingað til lands frá Tlbllsi í Georg-
íu. Hann hefur leikið mð félögum víða um
heim og kom til íslands árið 2000, fyrst til
þess að leika með Val. Þaðan lá leiðin til IBV
og loks til Stjörnunnar í Garðabæ.
Gunnar Örlygsson segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformann Frjálslynda
flokksins, ekki hafa talað við sig svo mánuðum skiptir. Gunnar segist ósáttur við
störf Magnúsar og að nýleg ferð hans til Noregs hafi gert útslagið. Þar hafi Magnús
farið i einkaerindum til útlanda án þess að kalla varamann inn á þing.
Fermingarveislan
íyllti mælinn
„Þetta var hugljúf stund í faðmi
fjölskyldunnar og maður verður
voða stoltur þegar maður sér
börnin sín blómstra, Þá veit
maður afhverju maður lifir."
„Okkur kemur einfaldlega ekki vel saman,“ segir Gunnar Örlygs-
son um fyrrverandi samstarfsfélaga sinn Magnús Þór Hafsteins-
son, varaformann Frjálslynda flokksins. Gunnar er hættur í
flokknum og ætlar yfir til Sjálfstæðismanna. Hann segir ágrein-
ing við Magnús Þór meginástæðu þess að hann hætti.
„Við Magnús höfúm ekki talast við
svo mánuðum skiptir," segir Gunnar
sem fékkst í gær til að tjá sig um hina
óvæntu sína ákvöröun að gefa þing-
mennsku fyrir Frjálslynda flokkinn
upp á bátinn og halda í óvinaherbúð-
ir Sjálfstæðisflokksins. Stutt er síðan
Gunnar tapaði fyrir Magnúsi Þór í
baráttu um varaformannsembætti
flokksins. Sá ósigur kom baráttu-
manninum úr Keflavík afar illa.
Töluðu ekki saman
„Ég sendi Magnúsi bréf fyrir
kosningamar og bað hann um að
hitta mig og ræða málin," segir
Gunnar. „Hann svaraði hins vegar
ekki bréfinu og neitaði að mæta mér
augliti tii auglitis í fjölmiðlum. Mér
fannst þetta undarleg hegðtm og það
virtist engin leið að ná sáttum í okk-
ar samskiptum."
Nýleg ferð Magnúsar til Noregs til
að ferma dóttur sína var síðan að
sögn Gunnars, kornið sem fyllti
mælinn.
Skandall?
„Hann fer til Noregs í tvær vikur í
einkaerindum, rétt fyrir þingiok,"
segir Gtmnar. „í stað þess að kaffa
varamann á þing fyrir sig heldur
hann Guðjóni Mar á varamanna-
bekknum og er sjálfur á fullum laun-
um."
Gunnar minnist einnig á að
Magnús Þór hafi nýlega ýtt Sigurjóni
Þórðarsyni úr menntamáiane&id en
rokið síðan til Noregs og skilið Sigur-
jón eftir einan.
Góð stund
Magnús Þór undrast málflutning
fyrrverandi samstarfsfélaga síns. „Ég
fór til Noregs til að ferma elstu dótt-
ur mína, Maríu. Ég missti íjóra daga
á þingi og síðan kom uppstigningar-
dagur og helgi og mér fannst því ekki
taka því að kalla inn varamann," seg-
ir Magnús sem á tvö böm með fyrr-
verandi konu sinni í Noregi.
„Mér fannst ferming elstu dóttur
minnar vera eitthvað sem ég gat ekki
misst af og fór með konunni minni
og bömum út. Þetta var hugljúf
stund í faðmi fjölskyldunnar og
maður verður voða stoltur þegar
maður sér börnin sín blómstra. Þá
veit maður af hverju maður lifir."
simon@dv.is
Magnús Þór i faömi fjöl-
skyldunnar Fór til Noregs að
ferma dóttur sína. Eitthvað sem
Gunnar segir vera skandal!
| Fyrirboði válegra tíðinda
Osigur Gunnars I varafor-
mannskjörinu markaði tlma-
mót. Magnús Þór og Gunnar
voru ekki vinir á þessum tlma.
GUMMIVINIUUSTOFAN EHF.
RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588
WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS
L .....—
DEKKJAHÓTEL
ViÐ GEYMUM DEKKIN FYRIR Þ!G ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALÐI
AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI
FÓLKSBÍLADEKK * JEPPADEKK
Bifvélavirki ósáttur viö tökugjald Reykjavíkurborgar
Það er hundfúlt að týna hundin-
um sínum
„Hún slapp út hjá mér og ég
þurfti að greiða fúlgu fjár til þess
að fá hana aftur,“ segir Valgarður
Zophaníasson bifvélavirki í Grafar-
voginum sem þurfti að greiða
21.500 krónur til þess að fá hund-
inn sinn aftur.
Hundurinn Snotra er lítill
blendingshvolpur sem þó er orðin
Qórtán ára. „Hún er oft fyrir utan
dyrnar hjá mér og hefur aldrei
farið neitt enda bara lítil stelpa,"
segir Valgarður.
Eitthvað hefur Snotra orðið leið
því hún hljóp í burtu á þriðjudag-
inn. Valgarður þurfti að ná í hana
upp á Hundahótelið að Leirum en
brá heldur betur þegar hann sá
reikninginn sem þurfti að borga.
21.500 krónur til Umhverfis- og
heilbrigðisstofu Reykjavíkur auk
1.300 króna sem var fyrir sólar-
hringsvist hundsins á hótelinu.
„Þetta er einhver kostnaður
vegna tökugjalds og er bara svona
hátt í Reykjavík. í Mosfellsbæ er
þetta til dæmis 5.500 krónur. Það
virðist því skipta miklu máli hvom
megin borgarmarkanna hundur-
inn finnst," segir Valgarður nokk-
uð óhress með gang mála.
Valgarður vinnur í Spónarsöl-
unni á Smiðjuveginum og þar situr
Snotra allan daginn á meðan pabbi
hennar selur harðvið, spón og
hurðir.
„Þetta gjald gæti verið ástæðan
fyrir því að fólk sækir ekki hundana
Valgarður og
Snotra Blendings-
hvolpurinn sem týnd-
ist og kostaði eiganda I sína,“ segir
sinn stórfé að fá aftur. | Valgarður.
Ekki náðist
í neinn frá dýraeftirliti Umhverfis-
og heilbrigðisstofu vegna málsins.