Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Unna anoan (iiaðinn. s«l .ihuaun
, UPP Uín broi Guðmundar.
broi eru ekld þar að auki
þau hn.lu i svðnum ferli Guð-
mundar. Arið 2001 handiók vHinía-
*veil Guðmund eflir að hann gekk J
herscrksgang i heimili afnu o* k
veiiiiMtóSvanhviiisambyiiakonu A
ainni sem var tívinnufær í eflir. fl
Þá hefur Guðmundur verið fl
nrakjnn úr slarfi í Kópavogi. veriö fl
handiekinn fyrir ðlvun á aj fl
iMnnafæri á Akureyri og einmg |
l>dlli það hneyksli þegar upp fl
komsl að Cuðr “ ■
nflil. sem áu
■J lianda' f;:
Ofsækjandi í
felum
Páll Þórðarson,
maðurinn sem
ákærður var fyrir að
ofsækja Helga Áss
Grétarsson skák-
meistara, var í gær dæmdur
í fimm mánaða fangelsi.
Páll var sjálfur fjarstaddur
dómsuppkvaðninguna.
„Þetta er þungur dómur
miðað við málsatvik og Páll
hefur sjálfur ákveðið að
áfrýa honum til Hæstarétt-
ar,“ segir Jón Magnússon,
lögmaður Páls. Ula gekk að
taka máhð til þingfestingar
í síðastíiðnum mánuði
vegna þess að Páll mætti
ítrekað ekki fyrir dómara.
Innbrot í
Samherja
Brotist var inn í húsa-
kynni Samherja við
Ægisgötu í Grindavík í
gær og þaðan stolið tölv-
um og tölvubúnaði
ásamt öðru verðmætí.
Lögreglan í Keflavík
rannsakar máhð en ekki
er vitað hverjir voru
þama að verki. Lögregl-
an óskar eftir upplýsing-
um ffá fólki sem telur sig
hafa orðið vart við
óvenjulegar mannaferðir
á eða í kringum staðinn.
Islensk
kvikmyndagerö
Rafn Marteinsson VÍS.
„Mér þykir vera ákveðin
gróska I gangi og ég er glaður
að sjá að menn virðast vera
talsvert kjarkaðri I því sem þeir
eru aö gera. Hins vegar fylgir
það auknu framboði að ég hef
ekki náð að sjá allar myndirn-
ar eins og maður kappkostaði
alltaf hér I denn.“
Hann segir / Hún segir
„Mér þykir mjög ánægjulegt
að sjá hvernig framleiðslan er
að aukast jafnt og þétt. Það
hefur örugglega í för með sér
meiri gæði þegar á heildina er
litið. Hérna einu sinni var þetta
kannski bara ein mynd á ári
eða eitthvað íþá veruna. En
markaðurinn er líka smávax-
inn þannig aö maöur verður
að vera þolinmóður."
Þrúður Vilhjálmsdóttlr
leikkona.
Guðmundur H. Jónsson, lögreglumaðurinn sem stal bíl af embættinu og tók annan
traustataki fékk sex mánaða skilorð. Hann vill ekkert segja um hvort hann iðrist
gerða sinna. Sambýliskonan sem eignaðist bílinn var ekki dæmd. í dóminum segir
að brot lögreglumanna ógni réttaröryggi almennra borgara.
Fjárdráttarlöpgan tær
skilorð en trúin sleppur
Guðmundur H. Jónsson Fjárdrátt-
arlöggan vill ekki gefa upp hvort hún
iörist. Ekkert liggur fyrir um framhaldiö
Guðmundur H.Jónsson
Jumson var rekinn úr Mggunni fyrir íjárdnitt ^
rjardrattarlögga dregin fyrir dóm u
Guðmundur H. Jónsson, lögreglumaðurinn sem meðal annars
var ákærður fyrir að skrá bifreið í eigu lögreglunnar á nafn sam-
býliskonu sinnar Svanhvítar Eyglóar Ingólfsdóttur, var í gær
dæmdur í 6 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.
Guðmundur var ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og brot
í opinberu starfi sem lögreglumaður. í dómnum segir að þar
sem lögregla sé ábyrg fyrir réttaröryggi almennra borgara teljist
brot lögreglumanns vinna gegn þeim hagsmunum.
Guömundut
leiddur fyrii dóm (
Guðmundi var vijjð úr rmbætii
iðsIoðaryfiHögrPgluþ^ns h,i Klkis.
tðgregiusi/óra eflir að upn koini, um
JimuUamisferii íaiaraCuðmundur
mðurlúiur fyri, dómnum í gæ,
'"ð'nueli henni harðlega,- i —.
-gKjjGuðmundur ikveðinn. J **»**m«
Brot Guðmundar cr lv(þ
Annars vrgar er hann sakaður
(Jírdráli og brol ( opinbrru a'Zr. “°U Sak°' 'vU'nii i
Þr'gir hann akriöi j^ppTí "jgu k,t" b(linn
tíilf Wgreglukona. Vmnur“m IðT nl i'PP'nn i
"glufulliniilKópavogi. ^ Mmb>'I^onu ainnar komal
^nijaö brol - - "nn ------ *-
Aðspurður hvort hann iðrist
gerða sinna segir Guðmundur að
hann vilji ekki tjá sig um það. Guð-
mundur vildi heldur ekki tjá sig um
hvort hann væri sáttur við niður-
stöðu málsins. „Það býr enginn
Guðmundur hér,“ sagði Svanhvít
Eygló Ingólfsdóttír þegar haft var
samband við hana á heimili þeirra
Guðmundar í gær.
Gaf konunni einn og
tók sér annan
Guðmundur var fundinn sekur
um fjárdrátt í opinberu starfi með
því að skrá á sambýliskonu sína
bifreið embættis ríkislögreglustjóra,
W-323. Aldrei var borgað fyrir bílinn
enda fara slík viðskipti fram í gegn-
um Ríkiskaup. Hann var einnig sak-
felldur fyrir brot í opinberu starfi
með því að hafa notað heimildar-
laust í eigin þágu bifreiðina NP-901,
eign embættisins. Guðmundur
sagði að bílinn ætti að nota í sér-
verkefni hjá lögreglunni og ók hon-
um 9000 kflómetra.
Ekki búið að ákveða
framhaldið
Guðmundur fékkst ekki til þess
að tjá sig um framhald málsins
þegar eftir því var
leitað. Jóhannes
Rúnar Jóhanns-
son, lögmaður
Guðmunds segir
framhaldið ekki
liggja fyrir. „Við
fengum frest til þess að
ráða ráðum okkar og
ákveða með framhaldið. Við fórum
fram á sýknu, en höfum raunveru-
lega ekkki tekið afstöðu tíl þessa
dóms enn sem komið er. Það verður
bara að koma í ljós hvort þessu verð-
ur áfrýjað," segir Jóhannes Rúnar Jó-
hannsson lögmaður Guðmundar.
Það er með öllu óljóst hvort mál-
inu muni áfrýað af hálfu ríkissak-
sóknaraembættísins. „Dómurinn er
nú bara rétt kominn í hendurnar á
okkur, þannig að ég ætía ekki að tjá
mig neitt um þetta að svo stöddu.
Það þarf að skoða þetta betur," segir
Sigríður J. Frið- _____________
jónsdóttir
sóknari.
sak-
saj@dv.is
Svanhvit Eygló Ingólfsdóttir Fyrrverandi lögreglu-
kRrmiT ekí' d3fmd fyr'r a6ild aö g,xpum Gtámundar.
Brot lógreglu teljast alvarlegri en hins almenna borgarc
Óskar Svanur Barkarson fékk 30 daga dóm. Hann er þegar í afplánun.
Var í óreglu og hylmdi yfir málverkaþjófnað
Óskar Svanur Barkarson var í
gærmorgun dæmd 30 daga þynging
sem bætist á sex mánaða fangelsis-
dóm sem hann afplánar nú um
stundir. Ákæran var í fjórum liðum,
líkamsárás á konu, umferðarlaga-
brot, hylming með málverka- og
UPPBOÐ
Eftirtaldir munir verða boðnir upp að Hafnarbraut 27
v/lögreglustöð, laugardaginn 11. júní 2005 kl. 14.00. Heytætla
Lely Lotus Strabelios, Lely nr. 205, sláttuvél og Lely rakstrarvél.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki
uppboðshaldara eða gjaldkera.
Sýslumaðurinn á Höfn
2. júni 2005
biflflólaþjófnaði og fíkniefnabrot.
Óskar hafði talið sig eiga sökótt
við konu sem var með hund hans í
vörslu. Þau hittust á Geirsnefl þar
sem hann kveður konuna hafa
gengið ófriðlega fram við sig. Óskar
sagði fyrir dómara að hann hefði
verið í talsverðri óreglu á þessum
tíma og verið mislyndur mjög. Því
hafi farið svo að hann lagði til kon-
unnar. Áverkar konunnar töldust
vera smávægilegir og játaði Óskar
greiðlega.
Óskari er einnig gefið að sök að
hafa tekið á móti illa fengnu mál-
verki úr höndum ógæfumanns og
þannig sé hann sekur um hylmingu.
Málverkið er talið vera að verðmæti
ein og hálf milljón króna. Jón Egils-
son, lögmaður Óskars, gerði kunn-
ugt fyrir dómara að Óskar hefði ekki
borið skynbragð á verðmæti mál-
verksins og haldið að það væri eitt-
hvert plakat, þannig að tæpast væri
hægt að tala um viljaverk. Sama
máli hafi gegnt um bifhjól sem end-
aði í vörslu Óskars og var illa fengið.
Amfetamín sem hann var með í
fórum sínum var gert upptækt. Ósk-
ar játaði öll sín brot undanbragða-
laust og fjallað var um málið sem
játningarmál. Óskar og lögmaður
hans fóru fram á að þessi brot yrðu
honum ekki til refsiþyngingar á
þeim forsendum að hefðu þau verið
höfð með þegar Óskar var síðast
dæmdur þá hefðu
þau haft lítil sem
engin áhrif á þann
sex mánaða dóm
sem hann afplánar.
Óskar Svanur
kvaðst fullur iðrun-
ar og yfirbótar. Hann væri nú hætt-
ur allri fíkniefnaneyslu og væri
breyttur og betri maður.
Óskar Svanur Barkarson
Er fullur iðrunar og játaöi brot
sín greiðlega. Hann þarfað
sitja inni 30 daga I viðbót.