Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Qupperneq 10
1 0 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Hann er vinnusamur, ósérhlif-
inn, sjarmerandi, hæfileikarík-
ur, fyndinn og þorir aö stinga
á kýlum í þjóðfélaginu.
Jón Páll getur verið þrjósk-
ur og hann vill hafa stjórn-
ina sem getur verið galli
jafnt sem kostur.
„Þetta er alveg einstak-
ur maður, frábærná-
ungi, skemmtilegur og
sprúðlandi talent. Hann
ereinn afþessum sem
skapar lífog skemmtun i hóp-
um og hefur bæði góð og hvetj-
andi áhrifá fólkið sem hann
umgengst. Eitt afþvl sem hrífur
mann við hann er hversu hvass
þjóðfélagskrítiker hann er. Ég
veit ekki um neina galla hjá
honum Jóni Páli."
Kristján Franklin Magnús leikari.
„Ég get ekki lýst honum
Jóni Páli í einu orði, en
það sem ætti vel við er:
Skemmtilegur fatastíll,
ástriðufullur listamaður,
geðveikur húmor, einstakt út-
hald og einbeiting, mögnuð llk-
amleg orka, traustur, trúr og
hreinskilinn, en þetta eru allt
orð sem lýsaJóni einstaklega
vel. Ég man bara ekki eftir nein-
um göllum sem skipta máli
þegar þessir kostir eru annars
vegar."
Marla Ellingsen leikkona.
„Jón Páll er mjög
ástríðufullur og metn-
aðargjarn leikstjóri,
hann hefursterkar
skoðanir og stendur við
skoðanir sínar. Hann er
drepfyndinn á groddalegan
máta. Sem leikstjóri er hann
mjög agaður og ákveðinn og
stundum jafnvel um ofen hann
kemur verkinu til skila og meira
til.“
Hannes Óli Agústsson, meölimur Stúd-
entaleikhússins.
Jón Páll Eyjólfsson er fæddur 19. aprll áriö
1970 og er uppalinn í Keflavík. Jón er lærö-
urleikari frá East 15 leiklistarskólanum í
London og eftirað hann útskrifaöist fyrir
nokkrum árum hefur hann látiö Ijós sitt
skína í íslensku leikhúslífí.Jón Páll leikstýröi
umdeildri sýningu Stúdentaleikhússins „Þú
veist hvernig þetta er“, en hún var valin at-
hyglisveröasta áhugaleiksýningin afÞjóð-
leikhúsinu og varsett upp í vikunni á Stóra
sviðinu og gengu margir hneykslaÖir út.
Eldur laus í
Grindavík
Eldur kom upp í gámi
við fyrirtækið HH-smíði í
Grindavík á
miðvikudagskvöldið var.
Samkvæmt vef lögreglunn-
ar í Keflavík var slökkviliðið
kallað til klukkan korter yflr
sjö að götunni Bakkalág í
Grindvík. Eldur var þar laus
í gámi. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn sem ekki
hafði breiðst út fyrir gám-
inn. Engar skemmdir urðu
á öðru en gámnum og
aldrei var talið að smíða-
verkstæðið eða nálægar
byggingar væru í hættu
vegna eldsins.
Jóhannes hefur barist fyrir endurheimt barnsins síns í áratug. Það var tekið frá
honum þegar barnsmóðir hans veiktist á geðsmunum. Hann var sendur í skriflega
sálfræðirannsókn og niðurstaðan var ótrúleg: Að hann hefði þroska á við 6 ára barn.
Lesblindur sviptur brinu
og sagður broskahnltur
Harmsögu Jóhannesar Vilhjálmssonar munu fæstir geta ímynd-
að sér. Barnið hans var tekið af honum og sett í fdstur fyrir rúm-
um áratug vegna þess að sálfræðingur sagði hann með þroska á
við 6 ára barn. Og nú þegar hann hefur barist í rúman áratug við
að fá það aftur tU sín, og aðeins haft tveggja klukkustunda um-
gengnisrétt á ári, segist barnið ekki vilja hitta hann oftar.
Aðdragandi þess að Jóhannes
missti forræðið var að hann hringdi
á lögreglu þegar bamsmóðir hans og
þáverandi sambýliskona missti
tímabundið stjóm á sér vegna geð-
raskana.
„Ég bað um aðstoð ffá lögreglu
vegna þess að hún var í sínu versta
kasti. Svo fór lögreglan inn í herbergi
og hringdi í bamaverndarnefnd. Eg
var í góðu lagi, en það var ekkert
hlustað á mig,“ segir hann. í skýrslu
lögreglu kemur fram að barnið hafi
verið pissublautt og að ástand móð-
urinnar hafi verið slæmt.
Góðfyrirmynd
í úrskurði barnavemdarráðs ffá
árinu 1993 kemúr fram rökstuðning-
ur fyrir því hvers vegna barnið hafi
verið tekið af Jóhannesi og sambýl-
iskonu hans. Fjallað er í löngu máli
um geðrænt ástand sambýliskon-
unnar en um Jóhannes er þetta sagt:
„Við góðar aðstæður [getur] Jóhann-
es gefið af sér hlýju og verið börnum
fyrirmynd að dugnaði og heiðarleik,
en hann skortir þekkingu til að veita
börnum örvun og festu í uppeldi. Jó-
hannes virðist hafa verið dugandi til
vinnu.“
Umsögn þessi var byggð á sál-
fræðimati Sæmundar Hafsteinsson-
ar, fyrrverandi sálfræðings á Félags-
málastofnun Keflavíkur, sem lagði
skriflegt próf fýrir Jóhannes. Sál-
fræðingurinn sagði Jóhannes hafa
meðalgetu 6 til 7 ára bams og vera „á
mörkum þess að vera vangefinn".
Bílstjóri án vandræða
Jóhannesi er mikið niðri fyrir
vegna greiningarinnar sem olli því
að hann missti bamið sitt. Hann
segir það hafa skekkt niðurstöður
sálfræðimatsins að hann sé haldinn
lesbhndu og þar af leiðandi illa læs á
sálffæðipróf sem annað.
Sálfræðingurinn
sagði Jóhannes hafa
meðalgetu 6 til 7 ára
barns ogvera„á
mörkum þess að vera
vangefinn
Hann hefur stundað ýmis störf
sem fjarri lagi er að 6 ára börn ráði
við. Hann hefur verið bflstjóri í
fjölda ára án þess að hafa lent í
vandræðum. Þá hefur hann unnið til
sjós og við ræstingar á hóteU þar
sem hann hlaut góð meðmæU at-
vinnurekanda síns í tengslum við
forræðismálið.
„Ég er bara miðlungsmaður,
eins og það er kaUað. Mér finnst
þetta vera eins og fína fólkið rífi
börnin af manni út af einhverju
snobbi," segir hann.
Of seint
Jóhannes hefur í 12 ár
árangurslaust reynt að fá
barnið aftur eða aukinn
umgengnisrétt. Ekki
hefur verið hvUcað frá
þeirri ákvörðun að
leyfa honum að hitta
barnið í tvær
klukkustundir á
ári. Og þessar
tvær klukku-
stundir hafa
aðeins mátt
vera innan
síðustu viku
maímánað-
ar.
Jóhannes telur að nú sé að verða
of seint að berjast meira í málinu.
Dóttir hans hefur alist upp hjá öðr-
um foreldrum. „Ég sagði henni sein-
ast, þessa tvo tíma sem ég hafði, að
ég væri með lögffæðinga í að reyna
að fá hana aftur. Síðan þá viil
hún ekki hitta mig lengur.
Hún náttúrulega ólst upp
hjá þessu fólki og lítur á
það sem foreldra sína."
Nú einbeitir Jóhannes
sér að uppeldi fóstur-
dóttur sinnar, sem hann
elur upp ásamt núver-
andi sambýliskonu og
gengur ágætlega.
jontrausti@dv.is
Jóhannes Vilhjálmsson Sál-
fræðingur sagði hann á mörkum
þess að vera vangefmn - en það
kannast hvorki hann né aðrir við.
Gekk út af leiksýningu Stúdentaleikhússins
Hrafn gekk út en
hneykslaðist ekki
Það ráku margir upp stór augu
þegar þeir lásu í DV í gær um út-
göngu Hrafns Gunnlaugssonar og
fleiri aðila af sýningu Stúdentaleik-
hússins í Þjóðleikhúsinu. Þar lýsti
Gunnar Eyjólfsson leikari óánægju
sinni með leikhús framtíðarinnar.
Það sanna í málinu er hins vegar
það að Hrafn gekk ekki út af sýning-
unni vegna þess að hann væri
hneykslaður. „Ástæða þess að ég
gat ekki fylgt sýningunni til enda er
persónuleg. Ég hafði látið miðasöl-
una vita að ég ætíaði líta inn til að
forvitnast um efnilegt fólk og
myndi staldra stutt við,“ sagði
Hrafn Gunnlaugsson í gær en til að
leiðrétta allan misskilnig fannst
honum rétt að koma hinu sanna til
skila.
„Það sem ég sá af sýningunni var
vel þess virði að horfa á og ég hefði
horft á hana til enda hefðu per-
sónulegar aðstæður ekki komið í
veg fýrir það,“ tekur Hrafn skýrt
fram og segist í raun aldrei hafa
hneykslast á ævinni.
Hrafninn Hafði gaman afþvl sem
hann hafði tfma til að sjá á
sýningu Stúdentaleikhúss
ins f Þjóðleikhúsinu á
þriðjudag.
Kappakstur
í Kópavogi
Lögreglan í Kópavogi hafði í
nógu að snúast í gærdag við að
áminna
ökumenn
sem ekið
höfðuyfir
hámarks-
hraðainnan
umdæmis
hennar. Um
miðjan dag í gær höfðu hátt í tutt-
ugu ökumenn verið stöðvaðir
vegna slíkra brota. Þótt ekki hafi
verið dæmi um svokallaðan ofsa-
akstur, sagði vakthafandi varðstjóri
að ærið tilefni væri til að hafa
áhyggjur af þessari þróun. í hvert
skipti sem lögreglunni gæfist góður
tími til hraðaeftirlits væm margir
stöðvaðir. Hann minnir ökumenn
einnig á að hámarkshraði er mið-
aður við bestu aðstæður, eitthvað
sem ökumenn virðast oft gleyma.