Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ2005
Heimilið DV
Steini sleggja er þúsundþjalasmiður DVog reddar málunum fyrir
lesendur. Hann tekur ámóti ábendingum og svarar sþurningum les-
enda í gegnum netfangið heimiii@dv.is.
—
ÞÚSUNDÞJALASMIÐUR
Skipt um dos
Fryst rauð
Þetta húsráð barst okkur með
tölvupósti frá Björgu Ó. Bjama-
dóttur og við þökkum henni fyrir.
Þegar til er afgangur af rauðvíni sem
enginn ætlar að drekka þarf ekki að
láta hann fara til spillis. Helltu restinni
í klakabox og settu inn í frysti og næst
þegar vantar rauðvín í sósuna þá er
bara að smella nokkrum molum út í
pottinn!
Kósí baðherbergi
Dekur og slökun á baðherberginu
6. Opnið einn kaldan og
stingið í samband
Málunum reddaö!
Stelnl sleggja.
Við Langholtsveg 82 í Reykja-
veg stendur Bólstrarinn ehf. þar
sem fjórir einstaklingar vinna í
fullu starfi við að bólstra allt
milli himins og jarðar. Eigand-
inn er Hafsteinn Gunnarsson
en hann hefur verið i bransan-
um síðan 1970 og rekið Bólstrar-
ann frá 1980.
„Ég byrjaði í þessu um 1970. Þá var mikið að gera í
húsgagnaiðnaði hér á landi og mikið framleitt af hús-
gögnum, þannig að þetta var mjög spennandi," segir
Hafsteinn Gunnarsson, eigandi Bólstrarans ehf., að-
spurður hvað haii kveikt áhuga hans á greininni. Það
hoppar enginn inn í starfið því það þarf þriggja ára nám
hjá meistara auk eins árs náms í Danmörku til að verða
bólstrari og Hafsteinn segir að það séu ekki margir sem
fari í þetta núna vegna þess hve erfitt sé að komast að hjá
meisturum. Til vitnis um það hafa komið fram sex nýjir
bólstrarar hérlendis síðustu fjögur árin.
Tenging við íslenska ferðamennsku
Þegar rætt er um bólstrun sjá margir fyrir sér sófa og
stóla en í raun vinna bólstrarar að margvíslegum verk-
efnum. Þó það sé minni framleiðsla á húsgögnum nú en
þegar Hafsteinn hóf störf þá er alltaf eitthvað um sér-
smíði. „Sérsmíðin er mest fyrir veitingastaði og gistihús
en einnig fyrir stofnanir og fyrirtæki," segir Hafsteinn en
Bólstrarinn sér einnig um bílaklæðningar og bólstrun
húsgagna í skip og flugvélar.
Hafsteinn segist finna fyrir aukinni ferðamennsku
til landsins og lýsir það sér í fleiri verkefnum tengdum
veitingastöðum og gistihúsum. Meginhluti starfsem-
innar er samt bólstrun á eldri húsgögnum. Það er mjög
mikið að gera í öllum gerðum húsgagna og þá sérstak-
lega í antík. „Það er mikið að gera og aldrei verið eins
mikið að gera og núna í öllum gerðum af húsgögnum,
gera við og klæða," segir Hafsteinn.
Hvað kostar?
Það er allur gangur á því hvernig viðskiptin eiga sér
stað. Ef húsgagnið sem um ræðir er h'tið þarf lítinn fýrir-
vara og fólk getur komið og valið sér áklæði. Fyrir stærri
verkefni þarf aftur á móti að panta tíma. Það getur reynst
þrautin þyngri að velja áklæði því úrvalið er mikið og
breitt og eiginlega allt til og Hafsteinn lýsir því þannig að
fólk fyllist hreinlega valkvíða. Það þarf þó ekki að hafa áh-
yggjur því hægt að fá prufur lánaðar heim svo hægt sé að
velja í ró og næði. Einnig er algengt að fólk sendi myndir
af húsgögnum með tölvupósti og biðji um föst verðtil-
boð, en sá hátturinn er yfirleitt hafður á þ.e. fólk veður
ekki blint í sjóinn heldur er búið að fá verðtilboð sem
stendur þegar ffamkvæmdimar hefjast.
Sem dæmi segir Hafsteinn að sófasett sem saman-
stæði af tveimur tveggja- og þriggja sæta sófum væri
mjög erfitt að verðleggja fyrir bólstrun því það fari mjög
mikið eftir stærð sófanna og veröi efnisins sem valið er.
Ef hann þyrfti að skjóta á eitthvað væri það á bilinu
70.000 til 200.000 krónur.
Ljósir litir og rúskinn í tísku
„Það er mikið ljóst efni notað núna og hefur verið
mikið að undanförnu," segir Hafsteinn. Það er mikið not-
að af látlausu efni og sléttu en þó em alltaf einhverjir sem
velja öðmvísi efni og liti. Röndótt er að koma svolítið
núna og rúskinn hefur verið mjög vinsælt og er enn. Ann-
ars er allt í gangi í dag og mjög vinsælt að koma með
gömul antíkhúsgögn í yfirhalningu.
mgga@dv.is
3. Snyrtið til vírana og ver-
ið alveg örugg á hvert
hver vír á að fara
4.Tengið vírana í nýju
dósina
5. Festið dósina í vegginn
og skrúfið hana fasta
Skrúfum svo
nýju dósina I.
Það virðist ekki flókið að skipta
urn dós en hafa þarf ýmisiegt í
huga. Það þarf að passa sig að fara
variega og ef maður treystir sér
ekki í verkið er betra að sleppa því
en að fá straum. Betra er heima
setið en af stað farið í þessum efn-
um, eins og Steini segir.
Dósin sem Steini notar er fyrir
steypu en það er líka hægt að nota
hana í gifs. Það er hægt að fá ýms-
ar gerðir af rafmagnsdósum, fyrir
hvaða gerð af veggjum sem er.
Þegar skipt er úr gamalli dós í nýja
geta staðiarnir hafa breyst og
kannski em steypuhrönglar eða
eitthvað inni í veggnum svo erfitt
er að koma dósinni fyrir. Þá lemur
maður það í burtu með skrúfjárni
eða hamri og þá á þetta aht að
smella. Ef þetta gengur illa er
spurning um að stærðin sé
kannski röng.
Það er hægt að fá alis kyns dós-
ir og í stíl við hvaða hús sem er,
flóran er svo mikil. Það er hægt að
fá antík, gyllt, svart, siifrað og hvað
sem hugurinn girnist en það kost-
ar bara meira.
1. Fyrst er að slá út raf-
magninu svo maður fari
sér ekki að voða
Gleymum
ekkiaðsláút
rafmagnið.
2. Gamla dósín er losuð og
aftengd
Ertu með góða ábendingu?
Sendu okkur tölvubréfd heimili@dv.is efþú ert með ábendingar um skemmtilegt
viðfangsefni á heimilisslður DV.
Þakviðgerðir
Nánari upplýsingar á www.pace.is
Málarameistari
sér um þakið
555 7500
Það er auðvelt að skapa
þægilegt athvarf í baðherberg-
inu þar sem dekur og slöktm em
orð dagsins.
Úr nógu er að moða þegar
velja á liti við hvíta baðkarið því
allir litir passa við hvítt en til að
ná fiam fersku, svölu og sefandi
andrúmslofti er tilvalið að velja
fallega bláa málningu á baðher-
bergið. Hægt er að velja tvö lit-
brigði en ef baðherbergið er lítið
má einnig skoða að hafa bara
einn því það stækkar herbergið.
það er ódýrt að velja dúk á
gólfið og getur verið sniðugt að
hafa hann með parkettáferð,
sérstaklega ef það virkar lagskipt
því það opnar lítil baðherbergi
enn frekar.
Ef gömlu flísarnar em orðnar
svolítið þreyttar er ekki úr vegi
að smella upp h'nu af mósaíkflís-
um fyrir ofan þær. Ódýrt, auð-
velt og kostar lítið. Punkturinn
yfir i-ið em fylgihlutirnir, hvítur
vasi með fallegum blómum get-
ur gert gæfitmuninn ásamt
króm blöndunartækjum.
Blár litur á baðinu
Sefandi og smart og breytir miklu.
DV Heimilið
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ2005 27
Draumatækið
Ljósakrónur em yfirleitt staðsettar fyrir miðju herbergi og
þegar það er eina loftlýsingin getur andrúmsloftið verið svolítið
í stfl við yfirheyrsluklefa. Ljósakrónur em góð byrjun og geta vel
verið aðallýsingin en það vantar eitthvað með og til að spila á
móti myrkri lýsingunni. Það er líka voða sniðugt að hafa
dimmer á ljósakrónum og jafnvel að geta tosað þær upp og nið-
ur, fram og til baka svo þær séu ekki alltaf í sviðsljósinu.
„Ég sá eitt sniðugt á
netinu um daginn," segir J
Garðar Gunnlaugsson, it
fótboltamaður og tækja- H
spekúlant. „Það er frá *
Siemens og er skyrtu- 1
þurrkari. Þetta er svona ’
hálfgerð stálgína. Þú setur
skyrtuna á hana og
|k hún blæs heitu lofti á
n hana og þurrkar og
» straujar hana í leið-
■ inni. Það er ekkert
W vandamál að strauja,
mér finnst það bara
leiðinlegt."
Ljósakrónur Það er ágætt að hafa Ijósakrónur en betra að hafa lika fteiri tegundir aflýsingu.
Ný og endurbætt
fótanuddtæki
Fótanuddtækin
eru komin aftur og
safapressurnar eru
aftur vinsælar
Hver man ekki eftir fóta-
nuddtækjafaraldrinum um
miðjan níunda áratuginn? í
dag eru komnar á markað-
inn nýjar og endurbættar út- _
gáfur af þessum tryllitækj- flj
um. Remington-fótanudd- ■
tækin hafa verið vinsæl sem /• 'jjp'
gjafir undanfarið. Þau eru ÉBf
lík gömlu fótanuddtækjun- ffij$
um nema þau eru nýtísku- pfi
legri og komnir eru margir P#*.
nýir fídusar. Til dæmis má JH
nefna að komin eru hjól H
og/eða steinar (eftir þörf- H
um) sem notað er við að U
ná siggi af iljum. Einnig er
að finna infra-rautt ljós
sem linar verki í fótum. Auk þess er
hægt að setja olíur í tækin og skella
sér í fóta-spa. Tvær tegundir eru til
af Remington-fótanuddtækjunum
og kosta þau 4,990 kr. og 6,990 kr.
Annað heimilistæki sem hefur
notið mikilla vinsælda eru Solis-
safapressur. Þær eru sérstaklega
öflugar og þannig að ekki er nauð-
synlegt að flysja ávexti eða græn-
meti sem pressað er. Hægt er að
pressa allt frá eplum og appelsín-
um upp í engifer og rófur.
Solis-safapressan kostar 13,900
Bæði tækin fást hjá Bræðrunum
Ormsson.
Jólaserían
allt árið
Skemmtileg lausn þegar kemur að lýs-
ingum í dimmu herbergi eru jólaseríur.
Hægt er að fá litlausar seríur í heimilis-,
raftækja- og byggingavöruverslunum og
kosta þær ekki mikið. Þær er hægt að vefja
upp í bolta og koma fyrir á borði eða
kommóðu eða vefja þeim í kringum falleg-
an hlut, t.d. vasa eða litla styttu. Einnig er
hægt að hrúga þeim ofan í glæra eða litaða
skál eða gömlu gerðina af fiskabúri til þess
að losna við drungann og skapa kósí
stemmingu.
Þessi sófi koni frá Danmörku
er frá i 920. Hann hefur verið
bó/straður með Ijósu silki-
damaski.
Gamall Chesterfield stóll
fra 1930
4 þennan sofa sem
ei frn 1910 varsett
mohair-aklæði.