Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Blaðsíða 31
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ2005 31 Úr bloggheimum Ai Skjár eitt í gangi f bak- grunninum - Innlit útlit. Sem er málfræði- og mál- farsstúdia afdýrustu og bestu gerð. Jónsi og frú fórnarlambið núna. Einhver kona á vegum þáttarins að hjálpa þeim að skreyta ibúðina og í fullkomnu smekkleysi settihún textabúta meðj svörtum fötum"- bút eftirþau skötuhjúin - á striga og uppá vegg á tveim stöðum, í stofu og svefnherbergi. Efþetta verður ekki komið niður og útí tunnu innan tveggja vikna... Jón Kjartan Ingólfsson jonkjartan.blogspot.com Múli Ármúli er einhver asnalegasta gata sem að ég veit um. Hér eru grilljón lítil fyrirtæki og svo hafa Síminn, KBBanki, Landsteinar- Strengur og VlS svo eitthvað sé nefnt öll stórar starfsstöðvar i götunni og gatan er troðfull afbílum allan daga alltaf. Það er vonlaust að komast til vinnu og það er vonlaust að komast úr vinnu. Drasl. Guðmundur Jóhannsson www.gummijoh.net Næringarráðgjafar hjálpa ekki fitubollum Ég hefengan hvítan sykur borðað í mánuðinum og lít- ið sem ekkert hveiti. Það er lykillinn, í þessum fæðuteg- undum eru fíklakolvetnin. Enginn verður óstöðvandi gráðugur afþví að borða grænmeti, kjöt, ávexti, egg og margt fleira. Hvers vegna hafa viður- kenndir næringarráðgjafar og einkaþjálf- arar aldrei bent fólki á þessa leið? Hvers vegna getur þetta fólk aldrei hjálpað feitabollum og átvöglum? Það ráðleggur fólki bara að gera eins ogþað gerir sjálft, en fólkið sem leitar til þess getur ekki farið eftir slíkum ráðum - þar liggur hundurinn grafinn. Svo bíturþetta lið höfuðið af skömminni með þvíað markaðssetja heiisusnakk sem er nánast fítandi, orku- rfkt, hálfgerð kolvetnaspengja og sfður en svo seðjandi. Hvernig á nokkur að verða grannvaxinn afþvi að maula nasliö hennar Ágústu Johnsson ? Það er mér fyr- irmunað að skilja. Þetta er kannski hollt en gerir feitu fólki ekkert gagn. Ágúst Borgþór Sverrisson agustborgthor.blogspot.com Jimmy leysir Ringo af í Bítlunum Þennan dag árið 1964 var Ringo Starr lagður á spítala vegna háls- kirtlabólgu. Þetta var afar slæm tímasetning því daginn eftir átti heimstúr Bítíanna að hefjast. Leiðin lá til 50 borga í fjórum heimsálfum og ferðinni lauk ekki fyrr en 10. nóv- ember. Hinir Bítlarnir þrír voru tregir til að fá varamann fyrir Ringo en umboðsmaðurinn Brian Epstein og upptökumaðurinn George Mart- in taldi þá á að fá Jimmy Nichol til að spila með þeim þangað til Ringo hefði náð heilsu. Jimmy spilaði með Bítíunum á tónleikum í Danmörku, Hollandi, Hong Kong ogÁstralíu, en Ringo hitti félaga sína í Melbourne 15. júní. George Martin stakk upp á Jimmy því hann var með hina nauðsynlegu bítíaklippingu og þekkti vel tU Jiljóm- sveitarinnar enda ný- búinn að spila inn á tökulagaplötuna Beatíemania. Þegar Jimmy var spurður að því hvernig væri að vera í Bítíunum svar- aði hann jafnan: „Það er að skána“. Síðar varð þetta svar kveikjan að bítíalaginu „Getting better". Fyrir þessi forréttindi, að vera BítiU í tólf daga, fékk Jimmy 500 pund og áletrað í dag Síðustu tveir geirfuglarnir í heiminum voru drepnir í Eldey 1844. guUúr. Eftir Bítíaævintýrið stofnaði hann hljómsveitina The Shubdubs sem kom út tveimur litlum plötum áður en hún hætti. Hann flutti tU Suður-Ameríku og þaðan tU Ástral- íu. Síðan hefur ekkert spurst til hans. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Sinnuleysi lögreglunnar í ökufantsmáli Siguröur H. Jónsson bríngdi: „Ég er nú ekki þessi týpa sem hringi og lcvarta yfir öUu en nú get ég bara ekki setið á mér. Það er alveg óskUjanlegt hvað lögreglan hér í borg er afskiptalaus og í raun bara löt, en ég var að lesa greinina í DV í Lesendur gær þar sem ung stúlka er að segja frá reynslu sinni af ökuníðingi sem reyndi að keyra hana út af veginum. Það sem mér finnst fyrir neðan aUar heUur er að lögreglan segi við hana að þeir hafi nóg annað að gera og hafi ekki tíma fyrir svona mál, og það þrátt fyrir að hún hafi náð bók- stöfunum í númeri bílsins. Ég spyr bara hvað er að þessum mönnum þama í löggunni, hvað er í gangi? Ég hefði nú haldið að það væri auðvelt að finna þennan ökufant með allar þessar upplýsingar, ha, hvað eru eiginlega margir bílar hér með þessum númerastöfum sem eru svona á litinn? ha, og eru vænt- anlega klesstir Ifka. Ef lögreglan getur borið fyrir sig tímaleysi í svona einföldum málum hlýtur að vera kominn tími tU að skoða málin alvarlega niður í kjöl- inn þar á bæ." Greinin í DV í gær Sigurður er ekki sátt- ur við framkomu lög- reglunnar í málinu. Umhverfisátak með Bláa hernum Blái herinn Guðfínna eryfírsig hrifin afframtaki Bláa hersins og umhverfisátaki Reykjanesbæjar. KeQvúdngur bringdi: Mig langar að segja frá svolitlu jákvæðu sem er að eiga sér stað og vekja athygli á því að nú er hafið umhverfisátak í Reykjanesbæ þar sem Blái herinn kemur við sögu. Það sem er svona sérstaklega skemmttíegt er að í Bláa hernum eru kafarar sem hafa séð um að hreinsa rusl og drasl úr sjónum og á ströndinni á Reykjanesi. Herforinginn heitir Tómas Knútsson og mig langar bara að segja frá þessu og koma þökkum til hans og hersins fýrir að vinna þetta þarfa verk, að týna upp rusl þar sem enginn sér það en margir ganga tU liðs við herinn í hreins- unarátaki á borð við þetta og tína rusl á strandlengjum og víðar. Þetta rusl er nefnilega líka meng- un. Ég vU svo skora á önnur sveita- félög eða kafarafélög að leggjast í álíka verkefni svo við náum að halda sjónum okkar hreinum, því þar er líka mikið rusl. Sylvfa Dögg Halldórsdóttir Fjallar um aðferðir Landsbjargar til þess að fjármagna rekstur sinn. Myndlistarneminn segir Hvað ef? Sjómannsdótturinni verður órótt þegar hún sér auglýsingar slysavarnafélagsins Landsbjargar þessa dagana. Þær segja hvað ef...? Hvað ef björgun vantaði á hafi úti við íslandsstrendur og þeir gætu ekki komið til bjargar? Telja svo til hversu marga báta þeir eigi og hversu marga þá vanti! Biðja svo í framhaldi af því einstaklinga um aðstoð í formi fjárffamlags. Reksturinn er afar kostnaöar- samur og framlag hins opinbera nemur aðeins brotí af rekstrar- kostnaði! Slysavamafélagið þarf að afla fjár fýrir öryggi íslendinga ár- lega með sölu jesútrjáa og fljúgandi eldum. Þaðan kemur þorri inn- komunnar. Takk jesú - ef ekki hefðum við nú blessuð jólin? Aðrar leiðir eru happ- drættin - innflutningur v. sjúkragagna að ógleymdum spilaköss- ' JPNMk' unuin sem einir og sér afla rúmlega 60% af heildinni! * Þessi nauðsynlegu I samtök eru ein stærstu samtök sjálfboðaliða hérlendis - eða um 18.000. Styrkt- araðilar eru Esso - Sjóvá og Sam- skip. Ef út af bregður verða allir sjó- menn (og þeirra nánustu) að geta reitt sig á hið öruggasta - segir í auglýsingunni. Satt er það. Og ekki er það fram- lag hins opinbera! Hvaða brotabrot ætli hið opinbera greiði til öryggis- ráðstafana sjómanna af þeirri gríð- arlegu innkomu skattapeninga sem þeir einir greiða í þjóðarbúið ár- lega? Það má ekki bara vanta heila þrjá báta upp á að allir sjófarendur við íslandsstrendur njóti fyllsta ör- yggis! Ding Dong! Sakna einskis afmölinni Guðveig Anna Eyglóardóttír tók sig upp í fyrra og leigði bæinn Háls í Öxna- dal. Þar hefur hún búið laus við flest „þægindi" borgarbúa, nær engri sjón- varpsstöð heldur bara Rás 1. Á Hálsi rek- ur hún veitingahúsið Halastjörnuna sem hefur vakið mikla lukku matgæðinga á Norðurlandi. Áður hafði Guðveig kynnst veitingamennskunni á Hótel Búðum. „Ég opnaði Halastjömuna í júní í fyrra og þetta heftir gengið ljómandi vel. Það hefur verið opið um heígar í vetur en nú erum við byrjuð að hafa opið daglega frá kl. 6. Staðurinn er nefndur eftir hryssunni minni, Halastjömu, en ég er að fá hana hingað aftur. Hún hefur verið í geymslu í Eyjafjallasveit með hinum hestinum mín- um honum Ljótí. Hann er geldur greyið en ég er að vonast til að hann gangi folaldi Halastjömunnar í föðurstað. Hún ætti að fara að kasta hvað úr hverju. Ég fæ forræktað grænmeti hjá Dísu í Dalsgarði og set það niður í salatgarðinn minn. Svo veiði ég bleikju í Þverbrekku- „Ég veiði bleikju í Þver- brekkuvatni sem er í um hálftíma göngufæri héð- an. Ég fer á miðnætti, þegar gestirnir eru farn- ir, með veiðistöngina og köttinn á kantinum." vatni sem er í um hálftíma göngufæri héðan. Ég fer á miðnættí þegar gestimir em farnir með veiðistöngina og köttinn á kantinum. Oftast er mjög fin veiði. Ann- ars fæ ég allt hráefrii frá Akureyri; kjöt, fisk, humar og bláskel frá Hrísey. Allar kryddjurtir má svo fá út í móa, t.d. fjólur og hvönn og hundasúrur í salatið. Hér eru bara fjögur borð og ég tek aldrei fleiri en 20 manns á kvöldi í mat. Það borgar sig að panta með góðum fýr- irvara. Eg er ekki að stfla inn á massann og sæki fyrirmyndina í litía veitingarstaði í sveitum Evrópu. Þriggja rétta máltíð kostar 4.500 kr og fjórrétta 5.100 kr. Maður setur stundum upp hárið, fer á hæla, skellir á sig varalit og fer í kaup- staðinn, en mest er maður bara að skott- ast hérna. Ég hlusta nokkuð á Rás 1 og Orð skulu standa með Karli Th.Birgissyni er tvímælalaust uppáhaldsþátturinn minn. Ég sakna einskis af mölinni nema kannski þess að geta hoppað í kaffi til fjölskyldunnar. Ég er ein sjö systkina en þau em reyndar dugleg að heimsækja mig. Ég verð svo lfldega í Bændaskólan- um á Hvanneyri næsta vetur - ég vona allavega að ég komist inn. Þá verð ég komin á æskuslóðir því ég er alin upp í Borgarfirði." Guðvei Hálsi eig Anna Eyglóardóttir er einhleyp veitingakona sem fluttiaf "“'í""' 'að í Öxnadal. Hún prófaði það sem marga dreymir um: að yfirgefa þéttbylið. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.