Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. JÚNl2005 Fréttir DV Jackson 50 kíló „Hann sefur ekkert og borðar ekki lengur. Ég segi honum að borða en hann hlustar ekki á mig,“ segir Joe Jackson, faðir Michaels Jackson. Hann segir soninn aðeins nærast á ávaxtasafa og gulrótum og vera orðinn léttari en 50 kíló en hann er 178 sm að hæð. Jackson hefur þrisvar sinnum farið á sjúkrahús síðustu daga. Einnig er talið að hann sé að bugast andlega. Þessa daga- na er beðið niðurstöðu rétt- arhalda gegn honum vegna ákæru fyrir kynferðislega misnotkun á bömum. Fullnæging tengd genum Geta kvenna til að fá fullnægingu er tengd genum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem breskir vísindamenn birtu í vik- unni. Þeir rannsökuðu fjögur þúsund tvíbura og komust að því að einn þriðji þeirra fékk aldrei fullnægingu í samfömm. „Þetta em bæði góðar og slæmar fréttir. Nú halda eflaust sumar konur að þær geti aldrei fengið fullnægingu en hins veg- ar þýðir þetta að vísinda- menn geta hjálpað meira til með vísindum," segir Dr. Virginia Sadock kyn- lífsfræðingur. Fullirflug- menn fengu fimm ár Tveir fyrrverandi flug- menn America West-flugfé- lagsins vora dæmdir í fimm ára fangelsi í gær. Þeir drukku saman 14 bjóra kvöldið áður en þeir flugu þotu í farþegaflugi og voru fundnir sekir um að hafa verið fullir í flugklefanum. Þeir end- uðu kvöldið á sportbar klukkan fimm um morgun- inn, sex tímum fyrir brott- för. Þegar öryggisverðir fundu vínlyktina af þeim þegar þeir vom á leið út í flugvél var alkóhólmagnið í blóði þeirra mælt. Það reyndist vera of hátt og þeir vom handteknir. Hætta á nýrri flóðbylgju Breskur prófessor við háskólann í Ulster varar við því að önnur flóðbylgja gæti skollið á lönd Suður- Asíu á næst- unni. „Við höfúm áhyggj- urvegna stórra jarð- skjálfta. Telj- um að miklar líkur séu á annarri flóð- bylgju," sagði prófessorinn, John McCloskey, á þriðju- dag. Hann segir að álag á skilum milli landfleka hafi aukist gífurlega undanfarna mánuði og hvetur þjóðir vestur af Súmötm til að grípa til viðeigandi varúð- arráðstafana. Uppreisnargjarnir tölvusnillingar um heim allan flykkjast að baki Lundúnabúan- um Gary McKinnon, sem er ákærður fyrir að ráðast inn í víggirt tölvukerfi banda- ríska hersins, ríkisstofnana í Bandaríkjunum og NASA. Skæöasti hakkari heims leitaöi aö geimverum Ftestrirtíf Area Hann hefur haft mikinn áhuga á geim verum i nokkurn tíma og var viss um að bandarísk stjórnvöld leyndu mikilvægum upplýsingum Breskir dómstólar slepptu Lundúnabúanum Gary McKinnon lausum gegn tryggingu í gær. Hann er ákærður fyrir að brjótast inn í tölvukerfi bandarísku geimferðastoftiunarinnar, sjóhers- ins, landhersins, varnarmálaráðuneytisins og valda skaða upp á milljón dollara. Bandarískir saksóknarar segja glæp McKinnons vera stærsta hern- aðarlega tölvuglæp allra tíma. Þeir vilja ólmir fá hann til Bandaríkjanna til að sækja hann til saka. Brýnasta mál lögfræðinga McKinnons er því í augnablikinu að færa rök fyrir því að rétta eigi yfir honum í Bretlandi. „Við mótmælum því af öllum krafti. Reynsla breskra ríkisborgara af bandaríska dómskerfinu er ekki góð. Breskur réttur á að fjalla um mál hans en ekki bandarískur," segir Karen Todner, lögfræðingur Mc- Kinnons. Upplýsingar um geimverur Gary McKinnon er 39 ára at- vinnulaus kerfisfræðingur. Hann er þekktur á netinu undir nafrúnu Solo. Hann hefúr haft mikinn áhuga á geimverum í nokkurn tíma og var viss um að bandarísk stjómvöld leyndu mikilvægum upplýsingum. Þess vegna fór hann á stúfana og reyndi að finna hvað sem hann gat um málið. Svo virðist sem hann hafi farið allverulega yfir strikið í leiðinni. Á árunum 2001 og 2002 braust McKinnon inn í 53 tölvukerfi. Bandarísk stjórnvöld segja hann hafa eytt mikilvægum upplýsingum, afritað og eytt notendaupplýsingum og komið fýrir tólum til að komast inn í fleiri tölvur. Að finna skemmd- imar og laga þær tók sinn tíma og kostaði milljón dollara, eða 65 millj- ón krónur. Hakkarar virða glæpinn Þrátt fyrir ákærurnar hrífast uppreisnargjarnir tölvusnillingar mi I Brosir f myndavélina GaryMcKinnon tóksér I tlma til að brosa fyrir vélarnar þegar hannyfir- I gafréttinn IBow-stræti I Lundúnum I fyrradag. Svæoi 51 Varúð- arskilti við hið margfræga Svæði 511 Nevada.Þarer talið að bandarfsk stjórnvöld feli upp- lýsingarum geim- verur og geimskip. Pentagon-byggingin McKinnon braust meðal annars inn t kerfi varnarmálardðuneytisins. heimsins vitanlega af McKinnon og nýtur hann ómældrar virðingar inn- an þess heims fyrir færni sína í að brjótast inn f tölvukerfi. Lögfræðingur McKinnons segir að ef réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum óttist hann að McKinnon fái hámarksdóm, 70 ár í fangelsi. f Bretlandi horfir öðmvísi við. Þar fengi hann hugsanlega fimm ára dóm. Dómsmeðferðin heldur áffam í London 27. júlí. Þá kemur í ljós hvort réttað verði áffarn í Bretlandi eða Bandaríkjamönnum verði rétt lyklavöld að framtíð hakk- arans Solo. Knattspyrnugoð á hraðri leið í ræsið Hugmyndaríkir flóttamenn náðust George Best ber konur blindfullur Þrjátíu og fjögurra ára gömul bresk móðir ásakar knattspyrnu- hetjuna George Best um að hafa kýlt sig kalda á þriðjudaginn. Hún var stödd með börnin sín þrjú heima hjá fyrrverandi kæmstu Bests þegar hann kom askvaðandi og bankaði uppá, blindfullur. „Hann heimtaði að fá að hitta hana en ég bað hann um að róa sig niður. Inni vom fimm böm og þau urðu hrædd. Hann sneri sér þá að mér, bandbrjálaður, og kýldi mig," segir konan, sem heit- ir Vicky Pope. George Best virðist standa á brauðfótum þessa dagana. Um helgina sögðu breskir fjölmiðlar frá því að hann lúbarði núverandi kær- ustu sína, braut viðbein og kýldi hana í andlit og skar. Hann fór síðan George Best Beinbraut kær- ustuna um helgina og barði vinkonu fyrrverandi á margra daga fyllerí og ffegnir bár- ust af honum þar sem hann var með læti á hinum og þessum börum. Lögreglan leitaði hans í gær. George Best er einn ffægasti knattspyrnumaður sem England hefur alið af sér. Hann gerði garðinn ffægan með Manchester United og enska landsliðinu og var vahnn f hóp bestu knattspyrnumanna allra tíma. Flúðu Kúbu á Bandaríska strandgæslan náði nýlega í skottið á kúbverskri fjöl- skyldu sem var á leið til Bandaríkj- anna á fagurbláum leigubíl sem hafði verið breytt í bát. Lögreglu- mennimir komu auga á bílinn, sem er af gerðinni Mercury og frá árinu 1949, aðeins 32 kílómetmm undan strönd Flórída. Búið var að smíða stefni framan á bílinn til að gera hann sjóhæfan. Þrettán manns vom um borð, þar af tvö börn. Einn af farþegunum heitir Rafael Diaz Reyez en hann hefur tvisvar áður náðst á leiðinni milli Kúbu og Flórída á breyttum bfl. Fyrst á Chevrolet-pallbíl og síðan á Buick frá árinu 1959. Stysta vegalendin milli Flórída og Kúbu er tæpir 150 kílómetrar. Inn- flytjendalög í BandaríkjUnum kveða á um að um leið og Kúbverjar ná á þurrt land megi þeir vera í landinu. Feröin gengur vel Rafael Diaz Reyez er hér vongóður með fjölskyldunni áleiðtil Bandarikjanna á breytta bllnum. Löggan mætt á svæðiö Mátti reyna. Leigubillinn fyrrverahdi var sendur sömu leið til baka til Kúbu. Hins vegar eru þeir sem nást á hafi úti sendir til baka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.