Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Blaðsíða 31
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ2005 3 7
Mandela hveturtil baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni
Ur bloggheimum
„Særún Maria segir:
Ábyrgö erskemmtileg.Ábyrgð ergóð. Hver
vill ekki bera meiri ábyrgð?
Ámínumvinnustaðber
fólk ábyrgð. Hér eru for-
stjóri, staðgengill for-
stjóra,fjármála-og
skrifstofustjóri, starfs-
mannastjóri, fjölmiðla-
fulltrúi... og hvað er þá
eftir handa mér? Ég ber tima-
bundna ábyrgð á simsvaranum - ég er
simamálastjóri."
Særún Maria Cunnarsdóttir.
http://wwwjariomario.blogspot.com
„Eins konar heimþrá?
Þessa vikuna er ég búin að vera meðsmá
heimþrá. Ekki þessa venjulegu
heimþrá þannig að mig
langi ægilega mikið heim,
heldursvona framtiðar-
heimþrá. Það sem kemur
hennii gang er að skoða
heimasiður barna vin-
kvenna minna, það er stór-
hættulegur andskoti. Þegar ég skoða myndir
afvinum og börnum i sumarbústað eða úti-
legu langar mig nefnilega alvega hrikalega
að eiga heima á Islandi í framtíðinni og búa
tilfulltafbörnum og fara í útilegurí Þórs-
mörk og syngja„Kveikjum eld"og horfa á
fjöllin."
Sigríður Sif Oylfadóttir. http://www.raun-
vis.hi.is/~ssg/
„Fullvaxinn stuðdvergur
I vor mætti ég niður I hjólageymslu og tók
þáttl uppboöi á hjólum og öðru dóti sem
gamlir nágrannar hafa skilið eftir. Heppnin
var með mér þegar ég bauð i fullvaxinn
dverg sem ég fékk fyrir slikk. Þetta er enginn
venjulegur dvergur heldur svona stuðdverg-
ur sem spilar á banjó og kemur ölium ígott
skap. Við áttum yndislega daga saman og
égnaut þess að horfa áhann leika listir sín-
ar. Hann varsvo hress að ég bauð honum
með I nágrannapartý. Stuðdvergurinn sló
strax i gegn með Irskri þjóðlagasyrpu sem
hann lærði áður enhannvar rekinn úr Pöp-
unum vegna mikilmennskubrjálæðis. Reynd-
ar var syrpan svo vinsæl að fólkið i blokkinni
ákvað að nota hússjóðinn í helgarferð til
Dublinar núíhaust.Það olli mér nokkrum
vonbrigöum því það átti enn eftir kaupa
stjúpur fyrir sumarið og gera við slátturvél-
ina. Eftir nágrannapartýið hefur
veriðfrekarstirtámilliokkar,
sérstaklega eftir að stuð-
dvergurinn fórað deita
jógakennarann á neðri hæð-
inni."
Jóhann Jökull Ásmundsson.
http-J/www.hi.is/~jja/
Árið 1980 birti Afríska þjóðar-
þingið í Suður-Afríku bréf frá leið-
toga andstæðinga aðskilnaðar-
stefnunnar, Nelson Mandela, sem
hafði setið í fangelsi síðan 1964. í
bréfinu, sem var smyglað úr fang-
elsinu á Robben-eyju, hvatti
Mandela blökkumenn til að halda
áfram að berjast gegn aðskilnaðar-
stefnunni: „Sameinist. Safnið liði.
Berjist áfram. í baráttu sameinaðs
fjölda við vopnuð átök munum við
útrýma aðskilnaðarstefnunni."
Mandela fæddist árið 1918,
sonur ættbálkahöfðingja. í stað
þess að taka við af föður
sínum fór hann í háskóla
og lærði lögfræði. Árið
1944 gekk hann til liðs
við ANC, en það voru
samtök blökkumanna j
sem börðust fyrir j
réttindum svarta <
meirihlutans í Suður-1
Afríku, sem var stjóm- '
að af hvítum mönnum.
Eftir að aðskilnaðar-
stefnan komst á árið 1948
uxu ANC-samtökin hratt og
árið 1952 var Mandela
orðinn leiðtogi hreyfing-
arinnar. Hann skipu-
lagði fjölda friðsam-
legra mótmælaað-
gerða.
Árið 1964 var
i Mandela dæmdur í
I ævilangt fangelsi
I fyrir landráð og var
jV sendur í fangelsið á
jv Robben-eyju. Þar
W var hann í lidum klefa
" án rúms og salernis og
var settur í nauðung-
arvinnu.
í dag
árið 1935 voru AA-
samtökin stofnuð af
tveimur alkóhólistum í
NewYork.
Þann 11. febrúar 1990 var
Mandela loks látinn laus og fjórum
ámm síðar leiddi hann ANC til sig-
urs í fyrstu frjálsu kosningunum í
Suður-Afríku. Mandela hætti í
stjórnmálum í júní 1999, þá átt-
ræður.
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum Ifðandi stundar.
Gerum sjálf okkur ekki að ruslakistum
Einarlngvi Magnússon skrifar:
Heilsurækt er hálfþartinn í tísku
þessi ár. Bílaeigendur og annað
kyrrsetufólk reynir að hugga sam-
visku sína með því að sækja ræktina
einu sinni tíl tvisvar í viku. Það kýs
það frekar en að slá blettinn með
Lesendur
handsláttuvélinni, labba út í búð,
fara í bæinn með strætó og taka stíg-
ann fram yfir lyftuna. Offeitir lifa
orðið eftír sömu formúlu með því að
leyfa sér ofát í staðinn fýrir klukku-
tíma heilsuræktarsport. Rétt matar-
æði er einnig mikilvægt skilyrði fyrir
góðri líkamlegri heilsurækt. Það er
ekki magnið sem maður borðar,
heldur það sem líkaminn getur not-
að sér, sem er nauðsynlegt góðri
heilsu. Margt sem seður hungrið er
ekki nauðsynlega á óskalista líkam-
ans. Það sama á við um andlega
heilsu og þroskaferli mannsins.
Allskyns andlegt mslfæði er á
boðstólum í þjóðfélaginu og sumt
sem er beinlínis skaðlegt fýrir andann
og sálina. Skynjtm okkar dags daglega
verður fýrir áreiti andlegra eiturlyfja
og skyndibita, sem hertekur fólk og
hneppir í þrældóm óheilbrigðs lífem-
is, kaupæðis, dóna-og ruddaskapar,
siðleysis og kláms. Óstjómlegt neyslu-
æði hrjáir meðalmanninn í dag. Enda
er hann forritaður með stöðugu aug-
lýsingaflæði dag eftir dag. Fjölmiðlar,
dagblöð, útvarp, sjónvarp, tölvuleikir
og Intemetið heldur þorra manna í
hugsunarhætti neyslunnar. Fólkhefúr
ekki orðið undan að vinna fyrir af-
borgunum og nýjum reikningum. Það
er eins og megi ekki slá af og taka líf-
inu með ró.
Um daginn hitti ég mann, sem var
kominn yfir sjötugt. Hann hafði unn-
ið mikið um æfina, en nú var hann í
læknisrannsóknum vegna gruns um
krabbamein. Hann sagði að nú væri
kominn tími til að slá af og fara að
leika sér, þar sem dauðinn gat verið á
næsta leití. Ég vorkenndi þessum
manni, þótt hann hefði allt til alls.
Jón Einarsson
Ræöir boö og bönn
Mér fannst hann hafi farið á mis við
lífið og ekki kunnað að njóta þess í
bijálæði lífsgæðakapphlaupsins.
Fólk þarf tilsögn í því að lifa lífinu,
læra að lifa og njóta lífsins á andlegan
og líkamlegan hátt. Kenna þarf fólki
að takast á við lífið á heilbrigðan hátt.
Eins og er í dag, þá er samfélagið ekki
vistvænt andlegri velferð manna. Þar
ræður frumskógarlögmálið ríkjum,
sjálfselska, yfirgangssemi og stór-
bokkaleg einstaklingshyggja.
Andlegri velferð manna er
ábótavant því menn vita ekki orð-
ið muninn á heilnæmu fæði fyrir
anda og líkama. Daglegt áreiti er
að mestu ruslfæði, sem er beinlín-
is skaðlegt fyrir manninn og firrir
hann skilningi á réttu og röngu.
Andleg heilsa veltur á því sem við
forritum okkur með. Vöndum val
okkar á andlegu og líkamlegu
fæði. Gerum sjálf okkur ekki að
ruslakistum.
Smá mótorhjól
Það var sagt frá því í fréttum að
umferðarstofa vilji að svokölluð
smámótorhjól, þ.e. leikfangamót-
orhjól sem böm leika sér á, verði
skráð sem létt bifhjól og lúti sam-
bærilegum reglum.
Em menn á réttri leið þarna?
Hvað með fjarstýrðu flugvélarnar,
hvað með Qarstýrðu bátana? Eiga
fjarstýrðar svifflugvélar að standast
sömu reglur og flugvélar um loft-
hæfi? Hvað með flugdreka? Og
hvað með litíu rafmagnsbílana,
eiga þeir ekki að falla þarna undir
líka? Og þá er ekki langt í að fót-
stígnir leikfangabílar verði líka
skráningarskyldir.
Og þegar út í það er farið, falla
þá pílur sem kastað er í ptfuspjöld
ekki undir vopnalög? Og hvað með
bogana og örvarnar? Og hvað með
plastsverðin sem fylgja sjóræn-
ingjabúningunmn? 12. mgr. 30. gr.
vopnaiaga segir: „Bannað er að
flytja til landsins, ffamleiða, eign-
ast eða hafa í vörslum sínum: t.d.
sverð, sem em sambland högg- og
bitvopna." Þarna segir ekkert að
undan séu skilin plastsverð og ekk-
ert er sagt að sverðið skuli vera
ákveðið mikið eða lítið beitt.
Mönnum gengur ef til vill gott
eitt til, en auðvitað verður að vera
eitthvað smávit í stjórnsýslu lands-
ins. Annars verður hún bara ein-
tóm vitíeysa.
Börn að leik Margt er sagt stefna börnum I
voða.
Kann ekki að líta stórt á sjálfan sig
Herði Torfasyni, söngvaskáldi og
leikstjóra, var veitt ein æðsta viður-
kenning félaga tónskálda og textahöf-
unda á Norðurlöndum á mánudag.
Það kemur í hlut fslendings að fá NPU-
verðlaunin, en það eru þessi verðlaun
kölluð, einu sinni á tíu ára fresti.
„Það var fyrir sirka viku sem hringt
var í mig og ég spurður hvort ég yrði
ekki örugglega á landinu þessa helgi.
Auðvitað renna svo ýmsar hugmyndir í
gegnum hugann þegar verið er að passa
að maður sé á landinu á ákveðnum
tíma. Mér datt helst í hug að í burðar-
liðnum væri einhvers konar afmælis-
fjör, enda emm við nokkrir í þessum
bransa sem verðum sextugir á þessu ári
og ég hélt að það ætti að halda upp á
það.
Svo kom á daginn að það átti að
veita mér þessi heiðursverðlaun félaga
texta- og tónlistarhöfunda á Norður-
löndum og ég boðaður í heiðurskvöld-
verð uppi í veiðihúsinu við Grímsá
ásamt maka. Þegar þangað var komið
„Mér datt helst i hug að
í burðarliðnum væri
einhvers konar afmæl-
isfjör, enda erum við
nokkrir íþessum bransa
sem verðum sextugir á
þessu ári."
var þar ákaflega norræn stemning, allt
afslappað og ljúft og gott fólk sem tók á
móti okkur. Það vom allir voða fínir og
uppábúnir og það voru ræðuhöld og
svona virðing yfir þessu.
Að fá svona stóra og mikla viður-
kenningu er bara staðfesting á því að
maður getur litið til baka og séð að það
sem maður hefur verið að gera hefur
verið einhvers virði. Það staðfestir
einnig að það er fylgst vel með því sem
ég er að gera og það þykir manni eðli-
lega vænt um. Það þýðir að kollegar
manns út um allan heim eru að fylgjast
með því sem maður er að gera og
kynna sér það vel.
Þetta verður nú ekki til þess að ég
líti stærra á sjálfan mig, en ég hef oft
hugsað um það að maður mætti nú
kannski gera það, en það er bara ekki í
eðli mínu.
Ég er þakklátur öllum þeim sem
búa hér á landi og hafa áhuga á að
hlusta á og fylgjast með því sem ég er
að gera, því án þeirra væri maður ekki
neitt."
zsmmmmsk
jónas Árnasynir fengu verðlaunin fyrir tíu arum. __
1