Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Blaðsíða 39
DV Síöast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ2005 39
KomrnarMágu að
mér eins og ég væri
fífí en konur gera þaö
off, þær fíissa mikið
og Mæja að öllum
sköpuðum Mutum,
sérstaklega mönnum
eins og mér.
Þorsteinn
Guðmundsson
er með samviskubit útaf
stöðu kvenna I samfé-
laginu.
Ég er einn af fáum íslenskum karl-
mönnum sem hefur tekið þátt í
kvennahlaupinu. Ekki vegna þess að
ég sé kona eða vegna þess að ég sé svo
feitur að ég sé kominn með brjóst og
ekki vegna þess að ég haldi að ég sé
kona. Ég smyglaði mér bara inn. Kon-
umar hlógu að mér eins og ég væri fífl
en konur gera það oft, þær flissa mikið
og hlæja að öllum sköpuðum hlutum,
sérstaklega mönnum eins og mér. Hí,
hí er til dæmis alveg sérkvenlegur hlát-
ur, það hlær enginn maður hí, hí nema
hann sé klikkaður og thí, hí er enn
kyenlegri hiátur. Ha, ha er hlátur
frökku konunnar, konunnar sem
stundar Sirkus-barinn og veltur
drukkin um bæinn og þekkir alla með-
limi Gus Gus, he, he er hlátur karl-
manna sem halda að þeir séu prakkar-
ar en eru í raun húmorslausir (George
Bush hlær he he), og hó, hó er alveg
dottið út. Jafnvel jólasveinninn hlær
ekki hó, hó, það hfær enginn þannig
en það segja margir hó, hó, hins vegar,
til dæmis rapparar. Allt eru þetta þó
beittir hlátrar sem særa viðkvæmar
sálir, naga sig inn í sálina á kjökrandi
sakleysingjum eins og mér.
Ég er hlaupari
Ég hleyp hraðar en flestar konur og
ég er ekki trúðslega vaxinn þó að ég sé
þéttur, ég er svona meðalmaður á
meðalskala mannkynsins, í feitara lagi
en ekki beinlínis frík. Hvaða rétt hafa
þá konur til þess að beina hlátri sínum
að mér, hummm. Þeim er nákvæm-
lega sama, þær hlæja að hverju sem er
og hugsa ekkert út í það. Þær eru reið-
ar og ofsalega ósáttar og þannig hafa
þær verið frá því að ég man eftir mér.
„Er sanngjamt að ég fái minna kaup
en mennimir sem ég vinn með!?,‘‘ gæti
móðir mín hafa sagt við mig og sett
upp strangan svip, sem fær mann til
þess að vilja láta sig hverfa, annað
hvort yfir í annan heim eða á vit
brennivíns og eiturlyfja, tja, dálítið
dramatískt en samt poríku satt. Maður
kinkar kolli og segir nei, „Nei, mamma
þú átt skilið að fá mikið kaup... þú ert
miklu betri en þessir menn, þeir vita
ekkert í sinn haus!“ „Það er rétt!“, svar-
ar hún án þess að missa stranga svip-
inn af andlitinu.
Ég hljóp sem barn
Og frá því að ég var fokking dvergur
að vöxt, hef ég þurft að burðast með
hlemmistóra sektarkennd í hjartanu...
af því að ég er fokking karlmaður. Og
allt sem ég hef gert í lífinu og margt af
því er rangt og viðbjóðslegt hefúr hiað-
ist utan á sektarkenndina sem er nú,
þegar ég er að nálgast fertugt, á stærð
við kálf. Konur eiga betra skilið, „Fem-
ínistar eiga betra skilið", segir Egill
Helgason og það er alveg rétt, mér
liggur við að fara upp í Hailgríms-
kirkju, stilla mér upp við gluggann og
öskra: Það er fokking alveg rétt!!! Og ég
myndi gera það ef ég gæti losnað við
káifinn úr hjartanu í mér og ef ég gæti
horft á karlmenn úti á götu án þess að
hugsa, helvítis karlmenn fá allt upp í
hendumar og ég tala nú ekki um ef ég
gæti horft á konu og hugsað: Þama er
kona sem maður þarf að passa sig á að
koma alveg skítavel fram við. Ég væri
til í að gera svo margt, margt ef það
yrði til þess að losna við kálfinn.
Ég hleyp á typpinu
Ég horfi oft á Opruh Winfrey þætt-
ina með svörtu konunni. Þar koma
konur saman til þess að gefa mönnum
kálfa í hjartað, en líka til þess að læra
að verða betri manneskjur og ég horfði
með athygli á þátt sem fjallaði um
samband mæðgna. Ein konan sem sat
í sófanum átti gullkom þegar hún
sagði: „Skömm gerir engan að betri
manneskju," og undirtektimar vom
þvílíkar að það var klappað og öskrað í
háum tónum eins og klarinettukór
Langholtskirkju. Og ég spratt upp úr
sófanum, allsber í hlýrabol, kraup fyrir
framan sjónvarið og öskraði á klar-
inettumar: „Ég er með fokking kálf í
hjartanu út af ykkur!!!! Þetta er ykkar
heimspeki!!!" og svo jafnaði ég mig,
klæddi mig, fékk mér epli og það rann
upp fyrir mér að karlmenn ættu að
taka yfir Kvennahlaupið og hlaupa
eins hratt og þeir geta bara ... vegna
þess að þeir geta það.
morgun
Nokkur vindur
Strekkingur
Nokkur vindur
Tiltölulega bjart eryfir
landinu, enda hafa skærar
stjörnur ákveðið að koma (
heimsókn. Gott veöur fyrir
jöklaferðir. Þær eru að
koðna örlítið niður
funhitaspárnarfyrir
helgina sem glöddu okkur
fyrr (vikunni.
Athygli er vakin ájL
á því að
jafnhlýtterí ’
Reykjavík og
Stokkhólmi.
,Nokkur vindur
qmn
Nokkur vlndur
13 París
14 Berlin
10 Frankfurt
12 Madríd
18 Barcelona
• Hluthafar íslands-
banka keppast nú
við að reyna að
lægja öldumar eftir
hlutabréfaviðskiptin
síðustu daga. Innan-
hússarkitektinn
Steinunn Jónsdóttir
hagnaðist um þrjá til fjóra milljarða
á viðskiptum sínum með bréf í fs-
landsbanka. Það sem margir velta
fyrir sér er hvar BjamiÁrmannsson
bankastjóri fékk lánaða 1,3 millj-
arða króna til að kaupa sér bréf í
bankanum...
• Steinunn er dóttir Jóns Helga
Guðmundssonar
sem oft er kenndur
við Byko. Jón Helgi
hefur þótt afar
slyngur í viðskiptum
og hefur sá hæfileiki
greinilega gengið í
erfðir. Steinunn var
gift Haimesi Smárasyni, sem nú er
stjórnarformaður og stærsti eigandi
FL Group, en lagðist sjálf í fjárfest-
ingar eftir skilnaðinn við hann. Hún
var fyrsta konan sem settist í stjórn
íslandsbanka, en er nú á útleið og
skilur allt eftir í óvissu um fram-
haldið...
• Einn af lykil-
mönnunum í fjár-
festahópi íslands-
banka er Karl Wem-
ersson. Hann hefur
ávallt lýst því yfir að
hann hafi keypt
hlutabréf í íslands-
banka sem fjárfestingakost en ekki
til að taka þátt í valdpólitík. Hann
hefur nú fært út kvíarnar og keypti
nýlega ráðandi hlut í auglýsinga-
stofunni Góðu fólki.
I Hlutinn keypti hann
I afÞorsteiniVil-
I helmssyni. Karl er
I þegar kominn með
Lfv. /1 puttana í reksturinn
1 og ætlar að skipa
___i. ..J nýjan Qármála-
stjóra...
■#-
• íslenskum fjöl-
miðlum fjölgar dag
frá degi. í gær birtist
nýtt samstarfsverk-
efni Morgunblaðs-
ins, Skjás eins og
Símans, ungmenna-
tímaritið Málið f ritstjóm Elínrósar
Líndal og Sigurðar Pálma Sigur-
bjömssonar. Margir sjá blaðið sem
upphafið að aukinni samvinnu
þessara fyrirtækja, sem stefrit sé til
höfuðs 365 fjölmiölum. Það sem
þykir nokkuð skondið, þegar litið er
á fjölmiðlablokkimar, er að Sigurð-
ur Pálmi er sonur Ingibjargar
Pálmadóttur, sem er hluthafi og
stjómarmaður í Baugi og kærasta
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar for-
stjóra Baugs en Baugur er stærsti
hluthafinn í OgVodafone sem aftur
á365...
I Þegar fréttist af
:omu Davids Beck-
íam til íslands í
;ær, varð uppi fótur
>g fit í miðbænum.
-ólk hópaðist að 101
íótel þar sem Beck-
íam-hjónin halda til. Á Vegamót-
rm sagði veitingamaðurinn að
íeckham hefði komið inn og fengið
;ér tvöfaldan espresso og fundist
caffið svo gott að hann ætlaði að
coma aftur. Þarna spilaði veitinga-
naðurinn á gesti því enginn annar
íafði séð Beckham á Vegamótum...
I