Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1951, Qupperneq 14

Freyr - 15.05.1951, Qupperneq 14
170 PRE YR sveitcibœja frá alda öðli. Þá eru Egilsstaðir á Völlum í S.-Múl., hið mikla hús og reisu- lega frá þessari öld, með stórvöxnum trjá- gróðri frrir framan, og gripahúsum til beggja hliða. Er svipur nútíðarinnar yfir þeim stað. Þriðja myndin er af Svínafelli í Örœfum, A.-Sk., höfuðbóli að fornu og nýju. Er þar íbúðarhús í miðju eins og þau tíðkuðust fyrir 20—50 árum, en bustar- byggingar til beggja hliða, sambland af gömlu og nýju. Bakvið bœina eru fjöll, en milli bœjanna eru skorin höfuð af hrúti, hesti og nauti. Fundarhamarinn er 28 cm. langur og er hamarshausinn úr fílabeini og á hann skornar myndir af þremur alkunnum fjöllum úr fjórðungnum. Eru það Dyrfjöll í N.-Múl., Búlandstindur í S.-Múl. og Vestra-Horn í A.-Sk. Hamarsskaftið er úr hreindýrshorni og á að tákna Lagarfljóts- orminn sem bugðast áfram með gapandi gini, en beggja megin á orminn er letrað: Búnaðarsamband Austurlands hyllir Bún- aðarþing 60 ára. Hefir listamaðurinn lagt mikla hugsun og mikið verk í að gera gripina sem bezta og fegursta og verður ekki annað sagt en að það hafi tekizt ágætlega, sé táknrænt fyrir þann landsfjórðung, sem þá gaf og sýna hlýjan hug íbúanna þar til Búnað- arþings og Búnaðarfélags íslands. R. Ásg. ISvað kostar jas'ðviisíislan? Mcr datt í hug að segja hér eitt dæmi um jarð- vinnslu. Jarðvinnslan var framkvæmd vorið 1950 í svonefndum Skriðuhaga í Fljótsdal. Unnið var með V 4 dráttarvél, sjálfstýrandi plóg, tilsvarandi vélinni, og 20 diska herfi. Ég mældi út ’3 ha og var spildan 300 m löng og 100 m breið. Landið var smáþýft, eða næstum slétt víða og algróið. Harðvellisjurtir í öðr- um jaðri og breyttist smám saman á þessari 100 m breidd í sambiand hálfdeigju- og harðvellisgróður. En jarðvegur er þarna mjög blandaður sandfoki frá Jökulsá, og þess vegna auðunninn, einkum þurrari hlutinn. í plæginguna fóru 23 stundir. Plægt var langs eftir og skipt í 2 umferðir. Stykkið var lítið eitt breiðara í annan endann og tafði það nokkuð fyrir. Strax á eftir var herfað, og eftir að sáð hafði verið í það grænfóðri, var það, ásamt áburði, herfað niður með sömu vél. Herfingin tók alls 25 stundir. Með 30 kr. verði á vinnustund gerir þetta 1440 kr. eða 480 kr. á ha. Réttara til samanburðar er þó að miða við tímann, því að mismunandi verð er á vinnunni. Jónas Péturssoon, Skriðuklaustri.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.