Freyr - 15.05.1951, Qupperneq 18
174
FREYR
2. Vel ræstur mýrarjarðvegur er yfirleitt
í minnstri þörf fyrir N-áburð, sendinn eða
grunnur jarðvegur að öðru jöfnu í mestri
N-þörf.
3. P-áburð skal bera á allt ræktað land,
sem ekki fær búfjáráburð, a. m. k. við og
við, en sízt er hans að öðru jöfnu þörf á
gömlum túnum. Sandar og melar virðast
oft fátækir af nýtanlegri fosforsýru.
4. Kalí verður að bera á með N-áburði til
þess að tryggja uppskeru. Helzt má vænta
kalískorts á framræstum mýrum, en sízt í
steinefnaríkum jarðvegi.
5. Þar sem þvagáburður er eingöngu not-
aður, er rétt að bera á fullan skammt af
P-áburði (135 kg þrífosfat eða 30 kg súper-
fosfat á ha).
6. Með fiskimjöli og hvers konar fiskiúr-
gangi þarf að bera á kalí (160 kg klórs. kalí
á ha).
7. Ljúka skal dreifingu tilbúins áburðar í
byrjun gróanda. Óhætt er að blanda sam-
an áburðartegundum, sé blöndunni dreift
samdægurs.
Kartöflur og aörar matjurtir:
N-áburður: ammonsúlfatsaltpétur mun
hæfilegastur fyrir kartöflur, en kalkamm-
onsaltpétur fyrir aðrar matjurtir. Brenni-
steinssúrt kalí skal nota sem kalíáburð til
hvers konar matjurtaræktar.
Áburður á 100 fermetra:
• S 5*
$
•iO
K
3
-O •§ ^ 2
kg kg kg
1. Ammonsúlfat-saltp. 6 2.5
eða kalkammonsaltp. 7.5 3.0
2. Þrífosfat 4.5 2.5 2
eða superfosfat 10 5.5 4.5
3. Brennisteinssúrt kalí 4.5 2 1.5
Fyrir sandjörð eða ófrjóa móajörð mun
rétt að auka nokkuð við ofangreindan á-
burðarskammt, en draga úr N.skammtin-
um á vel ræstum mýrarjarðvegi, eða á landi,
sem orðið er mjög frjótt vegna ríkulegrar
lífrænnar áburðargjafar síðustu árin. Þar
sem eyða á arfa með tröllamjöli skal
skammturinn af ammonsúlfatsaltpétri
minnkaður um 1 y2—2 kg. — Ráðlegt er að
bera um 15 kg af bóraxi á ha gulrófna-
lands (150 g á 100 m2), og má t. d. blanda
bóraxinu saman við kalíáburðinn. — Gefið
arfanum aldrei tóm til að spretta. Eyði-
leggið hin nýspíruðu fræ með því að raka
yfir eða herfa garðinn áður en arfaplönt-
urnar koma upp.
Sé tröllamjöl notað gegn arfa má bera
2.5—3.5 kg á 100 m2, en mjög skal varast að
nota óhóflega mikið af þessu efni.
Áburðarsala rílcisins 1951.
JÓNAS PÉTURSSON:
Hvað skal gera,
er kýrnar bera ?
í maíhefti Freys, 10. tbl. 1950, er stutt
greinarkorn með yfirskriftinni: „Brodd-
mjólk handa ungviðum,“ og undirskriftin
er: Sveitakona. Þar segir sv.o: „Oft virðist
knýjandi þörf að mjólka þær — (þ. e. kýrn-
ar) sökum þess að júgrin verða hörð af
mjólk og stálmabólgu, og líka af ótta við
júgurbólgu, sem getur orðið magnaðri, ef
mjólkin stendur í júgrinu fyrir burð.“ Þessi
setning vakti þegar athygli mína er ég las,
og hefir dregist lengur en ég ætlaði, að gera
við hana athugasemd, enda þótt ritstjóri
Freys léti þá þegar fylgja allnákvæma
greinargerð um eðli og hlutverk brodd-
mjólkur.
Ég tel hugsun þá, sem fram kemur í þess-
ari tilfærðu setningu, byggða á allútbreidd-
um og mjög háskalegum misskilningi. Er
ég var við eftirlitsstörf nautgriparæktarfé-
laganna í Eyjafirði, skömmu fyrir 1940,
barst mér til eérna, frá þýzkum manni,
dýralæknisfróðum, að þýzkar rannsóknir
hefðu sýnt, að forðast skyldi að mjólka kýr