Freyr - 15.05.1951, Síða 22
Metkýr.
Freyr hefir sagt frá kúnni Ljóraalind Jóns G. Guð-
manns á Akureyri og það álit, að hún mundi vera
metkýr þessa lands að fornu og nýju. Nú lítur út
fyrir, að nvtt ársmet hafi verið sett af Gráskinnu á
Galtalæk við Akureyri. Metár Ljómalindar var smjör-
fita hennar 268,25 kg smjörfita en smjörfitumagn
Gráskinnu var 277,87 kg árið sem leið. Gráskinna
fæddist árið 1945. Á síðasta reikningsári var nyt henn-
ar 4841 kg og fitumagnið 5,74%. Hún komst í 28
kg á dag og mjólkaði yfir 20 kg á dag í 10 vikur.
Fitumagnið 5,74%. Takið eftir því bændur! Svona
eiga kýr að vera!
Mjólkurmagn 1950.
Á árinu 1950 var mjólk innvegin á hinum ýmsu
mjólkursamlögum, sem hér segir:
Fitu-
Mjólk magn
kg %
Mjólkurstöðin Reykjavík ........ 4.382.533 ?
Mjólkurbú Flóamanna .............. 14.970.389 3,62
Mjólkursamlag Borgfirðinga ..... 4.579.253 3,62
Mjólkurstöð Kf. ísfirðinga ....... 445.036 ?
Mjólkursamlag Húnvetninga ...... 1.712.712 3,35
Mjólkursamlag Skagfirðinga ..... 2.341.708 3,57
Mjólkursamlag KEA .............. 7.893.435 3,59
Mjólkursamlag K. Þ.............. 1.441.294 3,64
Mjólkurinnlegg bænda hafði vaxið á árinu á öllum
stöðum nema í Húnavatnssýslu, miðað við árið á
undan. Lang mest var aukningin, hlutfallslega, í
'Skagafirði.
Fóðurflutningar loftleiðis.
Um unddanfarin ár hefir sá háttur verið á hafður
um flutninga í Öræfi, að meginmagn þeirra hefir
fram farið loftleiðis. í harðindunum í vor hefir ver-
ið tekin upp sú aðferð nokkrum sinnum, að flytja
kraftfóður og hey með flugvélum á þá staði, sem
þessum nauðsynjum varð ekki á komið á annan hátt.
Var fóðrinu fleygt út úr vélunum. Flutningar þessir
eru mjög dýrir þar eð vélarnar verða að fljúga tóm-
ar heirn aftur, en hjálp er það í þeim vanda, sem
að höndum hefir borið að undanförnu, þegar á eng-
an hátt varð um landið komizt á vissum svæðum.
Mjölkpropogandan
heitir sænskt tímarit. í nr. 4 af timariti þessu í ár
er frá því sagt hvernig Finnar byggi votheysturna sxna
r hinum nyrstu byggðum landsins, þar sem frostin eru
einatt um og yfir 40 stig tímum saman að vetrinum.
Þeir byggja sívalninginn úr steini og svo hólk þar
utan yfir úr timbri en 15 cm bil á milli steinveggja
og tréklæðningar fylla þeir með sagi. Á yfirborði fóð-
ursins í turninum hafa þeir um 50 cm þykkt lag af
hálmi úti við veggina, en þynnra í miðju. Á þennan
hátt verja þeir fóðrið gegn frosti í þeim feikna kuld-
um, er þar rikja á vetri hverjum.
Vinna við nautgripahirðingu.
I Minnesota og Visconsin í U.S.A. er vinnan við
venjuleg fjósstörf talin 150 tímar á kú og 30 tímar á
ungdýr um árið. Að svipaðri niðurstöðu hafa Svíar
komizt við rannsóknir um þessi efni. Norð-
menn hafa nú framkvæmt hliðstæðar rannsóknir í 8
fjósum. Var vinnuþörfin mjög misjöfn 1 hinum ým-
issu fjósum en 136 stundir á reiknaðan stórgrip að
meðaltali á móti 125 stundum á reiknaðan stórgrip
í hinum nefndu löndum. Fjöldi gripa í fjósum þeirra
búa, sem rannsökuð voru, var 13 fæstir en 62 flestir.
Þess er getið, að á minni búum muni útkoman nokkru
lakari.
Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar
Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gisli Kristjánsson. —
Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 1957.
BÚNAÐARBLAÐ Prentsmiðjan Edda h.f.
V.