Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 7

Símablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 7
SÍMABLAÐIÐ 3 nafnsins, að blaðið flytti svo vísinda- legar greinar, að einungis fagmenn hefðu gagn af lestri þeirra. Eftir nokkrar umræður bar Snorri Arnar fram svo- bljóðandi tillögu: »Fundurinn ályktar að ákveða ekki nafn blaðsins á þessum fundi.« Var tillaga þessi feld. þar eð mönnum fanst sjálfsagt að fyrsta blaðið á þessu ári bæri hið nýja nafn, en næsti fundur myndi ekki verða haldinn áður en það kæmi út. Var að lokum samþ. svohlj. tiliaga frá G. Schram, með öllum atkv. gegn 1: »Fundurinn samþykkir að breyta nafni á málgagni félagsins úr ,Elektron‘ í ,Símablaðið*.« V. Siyrktarsjódurinn. Samþykt svo- hljóðandi tillaga frá Gunnari Schram: »Fundurinn samþykkir að láta styrktar- sjóð félagsins renna til bókasafns þess, til nauðsynlegra kaupa á bókum og bókaskáp handa safninu.« í sambandi við þetta mál hvatti Andrés G. Þormar félagsmenn til að ganga í Sjúkrasamlag Reykjavíkur — bæði til að tryggja sér styrk og til að efla þennan félagsskap. VI. Lifeyrissjóðurinn. Form. las upp áskorun til aðalfundar frá fjölda félags- manna úti um land, þess efnis, að fél. beitti sér af alefli fyrir því, að fá lögum um lifeyrissjóð embættismanna breytt' þannig, að þeir, sem færu úr þjónustu ríkisins, fengju endurgreidd iðgjöld sín til sjóðsins, þar sem aðeins örfáir menn af símamannastéttinni gætu nokkurn tíma hlotið rélt til styrks. Hvatti hann félagsmenn til að mæta á sameiginlegum fundi póst- og símamanna næstk. föstu- dag, þar sem rætt yrði um þetta mál. VII. Borin upp og samþ. með öllum greiddum atkv. áður framkomin tillaga viðvíkjandi Eggert Stefánssyni. VIII. Embœitaveitingar. Um þær urðu nokkrar umræður, út af greinum þeim er birtst höfðu í Elektron. Álitu fundar- menn það varhugavert, hve mörg dæmi þess væru orðin, að mönnum utan símans væru veittar stöður við hann, þó starfsmenn hans sæktu um þær. Félagið mætti ekki lengur láta slíkt af- skiftalaust. Pað myndi verða orsök þess, að símamenn hættu að hafa áhuga á að menta sig og kynna sér nýjungar á þessu sviði, og síst sæti það á stjórn landssímans, að gefa tilefni til þess. Fleiri verkefni lágu ekki fyrir fund- inum. Mættir um 30 félagar. Fundi slitið. Gunnar Scbram, Andrés G. Pormar, form. ritari. Félag’afréttir Árni Kristjánsson er skipaður II. fl. símritari á ísafirði, frá 1. febr. s. 1. Gunnar Kr. Bachmann, símritari í Reykjavík, fór í marsbyrjun til Vest- mannaeyja og vinnur þar á stöðinni í nokkra mánuði. Dansleik hélt F. í. S. þ. 3. mars í Iðnó. Voru þar flest allir simamenn í Reykjavík og fjöldi gesta þeirra. Skemtu menn sér hið besta, eins og æfinlega á dansleikjum lélagsins.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.