Símablaðið - 01.02.1922, Qupperneq 10
6
SÍMABLAÐIÐ
hver sem í hlut á hinsvegar. Og eg vil
endurtaka það, að úrslit þessa máls
ráða því.
Aðalkjarni málsins er ekki lengur sá,
hvort starfsfólk símans þarf að vinna
nokkrum stundum lengur á mánuði en
verið hefir. Ekki sá, að laun símameyj-
anna hafa skerst eða að símastjórnin
getur, hvenær sem hún vill, hælt að
gera mun á dag- og næturvinnu. Hitt
er aðalkjarninn, hvort félagið knékiýpur
nú svo djúpt, hvort það ber nú þann
hlut frá borði, að það verði aldrei
skoðað sem samningsaðili í slíkum
málum.
Það er komið á kné, en það verður
að reisa sig á fætur attur. Og þá kemur
það aldrei oftar fyrir, að breytingum,
slíkum og þeim á siðastliðnu surnri,
verði dembt á starfsfólk símans, án
þess félagið geti þar nokkru um ráðið.
En til þess að slíkt geti orðið, verður
félagið að halda fast saman.
Þær virðast ekki vera neilt ósann-
gjarnar, eftir það sem á undan er
gengið, tillögurnar sem við sendum
stjórnarráðinu í haust, en þó hefir hið
háa stjórnarráð enn sem komið er ekki
getað samþykt þær. í Elektron hefir þó
verið sýnt fram á það með rökum, að
hin munnlega skýring landssímastjórn-
arinnar á »nýju stundatöflunni«, við-
víkjandi því atriði, að með henni sé
viðurkendur munur á dag- og nætur-
vinnu, er ekki nægileg. Að þess vegna
geti hún óhindrað haldið áfram á þess-
ari frjálslyndisbraut.
Það liggur því ekkert beinna fyrir en
að ætla, að félagið fái þessum tillögum
ekki framgengt nema með harðri bar-
áttu. Og við henni má það ekki veigra
sér, jafnvel þó að til alþingis yrði að
sækja, ef það viil ekki verða eins og
eitt stórt 0 í viðskiftum sinum við
símastjórnina framvegis. Það er auðvitað
illa faiið, þegar misklíðarmál milli
starfsfólks og yfiiboðara þess geta ekki
orðið leidd til lykta svo báðir máls-
partar geti við unað, án þess að aðstoðar
væðri valda sé leitað. En einörð fram-
koma fél. í þessu máli verður því aldrei
til annars en sóma. Að öðrum kosti er
er í það óefni komið, sem ekki getur
góðri lukku stýrt.
Sírnamenn um alt land verða því að
standa saman sem einn maður og
krefjast þess, að tillögur F. í. S. um
fastan og ákveðinn starfstíma verði
teknar til greina, og sömuleiðis, að fé-
lagið verði af símastjórninni viðurkent
sem samningsaðili í slíkum málum.
Til þess vildi eg hvetja ykkur, félagar,
með þessum línum, og minna ykkur á
það, að stjórnin megnar ekkert í þessu
máli, nema þið standið sem einn mað-
ur með henni. (Frh.)
Andrés G. Pormar.
Póst- og símamanna-
fundur.
Föstud. 10. febr. 1922 héldu síma-
og póstmannafélögin sameiginlegan fund
á Hótel Skjaldbreið, til að ræða um
lífeyrissjóðinn. Höfðu stjórnir félaganna
að tilblutun F. í. S., haldið fund saman
til að ræða um hvaða afstöðu félögin
gætu tekið til þessa máls, og hvort þau
gætu ekki unnið saman að breytingum
á líteyrissjóðslögunum, þar sem þau
kæmu harðast við þessar tvær stéttir.
Á fundinum voru allir, að undanskild-
.