Símablaðið - 01.02.1922, Qupperneq 11
SÍMABLAÐIÐ
7
um form. Póstmannafélagsins, hr. póst-
meistara Þorl. Jónssyni, sammála um,
að það væri réttmæt krafa frá póst- og
símamönnum, að iðgjöld til lífeyris-
sjóðsins yrðu endurgreidd peim, sem
fara úr þjónustu landsins, en hins vegar
ef til vill sanngjarnt, að sú endurgreiðsla
miðist við vissan árafjölda í þjónustunni.
Samþykt var að fela fulltrúum félag-
anna að flytja þetta mál á fundi í full-
trúaráðinu og leita aðstoðar þess í því.
Að spara.
Flestum mun víst flnnast það vera
að bera í bakkafullan lækinn, að vera
að fitja upp á sparnaðartali. Og salt er
það að visu, að ekki mun hafa verið
talað um annað meira nú á þessum
síðustu og verstu tímum um allan heim,
en að spara og aftur að spara, og jafn-
framt að auka framleiðsluna.
Þetta ætti að vera auðskilið og sjálf-
sagt, af þeirri einföldu ástæðu, að það
er engin önnur leið til út úr öngþveitinu.
Um þetta eru allir hugsandi menn sam-
mála. Þess vegna er það fullkomlega
rétlmætt, undir núverandi alvarlegu
kringumstæðum, og verður ekki gert
um of, að brýna sparnað fyrir mönnum.
Það þarf helst að hamra það inn í
meðvitund hvers einasta manns.
Ætli það yrðu margir íslendingar,
sem ekki myndu bjóða fram hjálp sína
af fúsum og frjálsum vilja, ef ísland
væri í hættu statt og þyrfti á hjálp
þeirra að halda?
Ekki trúi eg því, að þeir yrðu margir.
En það er einmitt þelta, sem á sér
stað núna: ísland er í hættu statt og
þarf á hjálp allra sinna sona og dætra
að halda. Nú vill einmitt svo vel til,
að allir sem vilja geta bjálpað, því hver
er það, sem ekki getur annað hvort
sparað meira, eða unnið meira eða bet-
ur? Og ef allir gera skyldu sína í þessu
efni, verður áreiðanlega ekki langt að
bíða, að landið komist úr kröggunum.
Annars var það aðaltilgangur minn
með línum þessum, að stinga upp á
því, að símamannastéttin bindist sam-
tökum um, að hver einstaklingur stétt-
arinnar geri sitt ýtrasta til að spara alt
sem hægt er fyrir landssímann og geti
þannig orðið öðrum til eftiibreytni.
Til að fyrirbyggja misskilning, skal eg
strax taka það fram, að það er fjarri
mér að halda, að meira gangi í súginn
hjá landssímanum en öðrum líkum
stofnunum. En það mun víst víðast
vera svo, að eitthvað mun hægt með
góðu móti að spara, ef hver einstakl-
ingur hefir einlægan vilja á því.
Mér finst það vera ekki einungis vel
við eigandi, heldur líka jnfnvel metnað-
armál fyrir okkur símamenn, að ganga
hér á undan öðrum með góðu eftirdæmi.
Það er enginn efi á því, að við getum
sparað landssímanum margan skilding-
inn, ef við leggjumst allir á eitt, að
vera nýtnir og sparsamir: að fara vel
með áhöld og verkfæri, að fara spar-
lega með eyðublöðin og eyðileggja þau
ekki að óþörfu, að nota vel alt efni og
láta ekkert fara í súginn.
Pá lofar því þá í dag, lesari góður,
að leggja þinn skerf til, svo að upp frá
þessum degi má enginn sjá þig fara illa
eða ósparlega með neitt, að minsta kosti
ekki annara eignir. Sparon.