Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 10
70 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005 Fréttir DV Helbar firn Kostir & Gallar Heiðar Örn er hæfileikarikur og skapandi tónlistarmaður. Hann er hress drengur sem skiptir sjaldan skapi. Hann er mjög samviskusamur og er góður við sína nánustu. Heiðar hefur ekki marga galla. Helst þá það að hann er vingull sem kann ekki að segja nei. Hann þykir passa óhóflega vel upp á hlutina sína. Menn vita ekki alltaf hvað hann er að hugsa. “Hann ergriðariega hæfileika- rlkur tónlistarmaður. Heiðar er með ótrúiegt jafnaðar- geð og skiptir mjög sjaldan skapi. Það er alveg yndislegt að vinna með honum, hann er svo mikill dipl- ómat. Hann kann hins vegar ekki að segja nei, það er svona líklegast hans helsti ókostur." Haraldur Freyr Gíslason, trommari Botnleðju og vlnur. “Kostirnir hans Heiðars eru þeir að hann er alveg ofsalega góð- ur og samviskusamur maöur. Hann er rosalega skémmtilegur og skapandi strákur. Gall- arnir hans eru nú ekki margir. Hann villgera allt fyrir alla sem er eiginlega bæði kostur og galli. Það sama má segja um að hann er voðalega passasamur upp á hlutina sína." Linda Sigurjónsdóttir, barnsmóðir og unnusta Heiöars. “Kostir hans eru þeir aðhann er rosalega hress og klár frá nátt- úrunnar hendi. Hann er mjög traustur og góður vinur. Hann erhlédrægur, mikið fyrir sig og sína. Hvað varðar ókosti þá er hann svolít- ill vingull. Hann er frek- ar óljós maður, það er samt ekki þannig að hann sé að svindla á manni. Maður veit bara ekki alltafhvað hann er að hugsa." Kristinn Gunnar Blöndal, hljómborðs- leikari Ensími og vinur. Heiðar örn Kristjánsson er fæddur 7 sept- ember árið 1974. Hann er söngvari og git- arleikari hljómsveitarinnar Botnleðju ásamtþví að vera með einmennings verk- efnið„Viking Giant Show“. Botnleðja hefur starfað i um ellefu ár, eða frá árinu 1994. Viking Giant Show hefur verið að gera góða hluti upp á síðkastið með laginu„Par- ty at the white house“sem hefur verið i spil- un hjá útvarpsstöðvum undanfarið. Hagnaður SPH minnkar Hagnaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar á fyrstu sex mánuðum ársins dróst saman um 33,7 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. f tilkynningu SPH kemur fram að rekstur sjóðsins hafi gengið vel eft- ir atvikum. Lausafjárstaða sjóðsins er sterk og eigin- fjárhlutfallið hefur styrkst á undanförnum misserum. Mikil átök hafa verið f kringum sjóðinn eftir að Páll Pálsson leiddi hallar- byltingu í stjórn sjóðsins fyrr á þessu ári. í kjölfarið hefur stofnfjáraðilum fjölg- að og er Sigurður G. Guð- jónsson stjómarformaður Blaðsins einn þeirra. Ólöfu Björgvinsdóttur er meinað að snúa heim frá Noregi til íslands með dóttur sína. Ólöf dvelur í Noregi með tvö börn sín sem bæði eru íslenskir ríkisborgarar. Norskur dómstóll dæmdi Ólöfu og norskan barnsföður hennar með sameiginlegt forræði yfir dótturinni og því má Ólöf ekki yfirgefa Noreg nema með hans leyfi. Fallegur bær með skuggahliðar Þessi nyrsti bær Noregs hefur fallegt sólarlag og hefur l?r'9UrP verið kallaðvr bær miðnætursólarinnar. Olöfvillþó engu aðsíðurkoma heim með börnin enda fengið nóg af útlegðinni frá Islandi Islenskri konu haldio nauDugri í Nuregi „Ég vil einfaldlega fá að fara heim enda verð ég að hugsa um bæði börnin mín," segir Ólöf Björgvinsdóttir, íslensk kona bú- sett í Tromsö í Noregi, sem samkvæmt úrskurði norskra dóms- valda má ekki yfirgefa landið nema með leyfi barnsföður síns. Ólöf og tvö böm hennar em ís- lenskir ríkisborgarar. Hún og norsk- ur sambýlismaður hennar til nokk- urra ára skildu nýverið eh með hon- um á hún fjögurra ára dóttur. Þrett- án ára sonur hennar á íslenskan föð- ur, en drengurinn vill ekki yfirgefa Noreg án móður sinnar og systur. „Ég hef ekkert á móti því að hann hafl forræðið með mér og að barnið fái að umgangast föður sinn en ég vil komast heim," segir Ólöf og bætir við að hún hafi gert fyrmm sambýl- ismanni sínum ýmis tilboð sem hann hafi neitað. „Ég bauðst til dæmis til að koma hingað reglulega svo hann gæti hitt dótturina en hann neitar því. Hann sagðist kannski myndu íhuga það eftir tvö til þrjú ár ef samskipti okkar væm góð sem þýðir einfaldlega ef ég muni hlýða." Hefði getað farið heim Samkvæmt dómnum sem féll í síðasta mánuði em Ólöf og barns- faðir hennar með sameiginlegt for- Ég vil að börnin mín hafiréttáað hitta báða foreldra sína en ekki á þessum for- , sendum. ræði yflr dótturinni. Hún má því flytja hvert sem er innan Noregs en verður að fá leyfl hans til að flytja með dótturina til íslands. Ólöf leit- aði á náðir íslenska sendiráðsins í Noregi í von um hjálp en varð fyrir miklum vonbrigðum. „Ég fékk enga hjálp. Eina sem mér var sagt var að passa að gefa ekki frá mér forræðið og svo var mér bent á íslenskan lög- fræðing i Ósló. Ég hafði aldrei upp á honum þar sem hann var hættur að starfa á lögfræðiskrifstofunni sem þeir neflidu. Síðar fékk ég að vita að ef ég hefði yflrgefið landið strax og skilnaðurinn kom upp þá hefði mál- ið verið tekið fyrir á íslandi," segir Ólöf og bætir við að ef hún myndi flýja land i dag gæti hún átt von á að missa bamið til frambúðar. „Ég vildi ekki rífa strákinn úr skólanum á miðri önn en ef ég hefði vitað að þá yrði málið tekið fyrir heima þá hefði ég að sjálfsögðu valið það," segir Ólöf, sem hefur einnig haft samband við utanríkisráðuneyt- ið hér á landi. „Það eina sem þeir gátu var að biðjast fyrir- Ólöf Björgvinsdóttir Ólöf segist aldrei hefðu trú- að þvl að lenda / þvllíku á Norðurlöndunum. „Ég hefekkert á móti því að hann hafi for- ræðið með mér og að barnið fái að um- gangast föður sinn en ég vil komast heim." gefningar fyrir hönd sendiráðsins á að hafa ekki látið mig vita að ég hefði getað farið strax heim. Ég þarf ekkert á fyrirgefningu að halda, ég þarf hjálp. Ráðuneytistjórinn lofaði að hringja í mig fyrir tveimur vikum en ég hef ekkert heyrt og er því mjög ósátt. Það eru mannréttindi að fá að snúa aftur heim og það var sárt að fylgjast með þegar skákmanninum var hjálpað til íslands á meðan eng- inn gerir neitt fyrir okkur sem erum íslenskir ríkisborgarar." Vill bjóða börnunum öruggt líf Faðir sonar Ólafar bar vitni í rétt- inum þar sem hann sýndi fram á að samskipti þeirra hefðu alltaf verið eðlileg og að Ólöf hefði aldrei sýnt eigingirni varðandi bam þeirra. Fað- ir stúlkunnar vill fá að hitta hana aðra hvora helgi en Ólöf segir að lengri dvöl í einu sé ekki verri fyrir bamið. „Ég er sjálf skilnaðar- barn og fannst ekkert gaman að vera hringlað fram og til baka. Ég vil að börnin mín hafi rétt á að hitta báða foreldra sína en ekki á þessum forsendum. Hann hefur ekki áhuga á að hafa hana hjá sér í lengri tíma en ef ég er dæmd sem aðalumsjónarmaður bamsins þá vil ég geta boðið því sem eðlilegast og ömggast líf. Ef ég þarf að vera hér áfram þá þurfum við að flytja í leit að atvinnu og það er ekk- ert líf í að leigja, elta uppi vinnur eða lifa á atvinnuleysisbótum. Hann vill bara hafa þetta eftir sinni eigin hentisemi. Daginn eftir að dómur- inn féll átti hann sækja hana á leik- skólann og vera með hana en sendi mér þá sms og sagðist vera farinn í frí. Eg svaraði honum ekki og því hefði hann alveg eins getað haldið að enginn hefði sótt hana en hann spáði ekkert í því.“ Áfrýjar dómnum í dómum segir að ef litið sé fram hjá ágreiningnum um flutning Ólafar til íslands þá sé engin ástæða til annars en að foreldrar stúlkunnar hafi sameiginlegt forræði. „Ástæða réttarhaldsins var hins vegar sú að ég vildi flytja til íslands," segir Ólöf sem hefur nú áffýjað málinu í von um að norsk dómsvöld sjái að sér og leyfi henni og baminu að halda heim á leið. „öll fjölskyldan mín er á íslandi og við eigum engan að hér. Við búum í háskólabæ og aflir þeir vinir og kunningar sem við höfum kynnst munu á endanum flytja í burtu auk þess sem fjölskylda hans býr ekki einu sinni hér. Hér er fast- eignaverð mun hærra en heima og ég er aðeins með tímabundna at- vinnu svo við værum mun betur komin heima á íslandi." indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.