Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 Bílar DV Di stendur fyrir „Direct Injection" - þ.e. bein innsprautun með spíss í brunahólf (en ekki í forhólf eða sog- grein). Bein innsprautun í brunahólf skapar betri bruna sem eykur spar- neytni og minnkar mengun. Ástæða þess að þessi tækni var ekki notuð fyrr þótt hún hefði verið þekkt er að eldri tækni í innsprautukerfum gerði vélina háværari með beinni inn- sprautim. Sá ókostur er úr sögunni með fullkomnari tölvustýringu inn- sprautunar og rafknúnum spíssum. Algeng orsök þess að glamur heyr- ist í ventlum véla með ofanáliggjandi kambás er sú að öndun vélarinnar (tengist ventlaloki) hefur teppst (oft vegna þess að smurolía er ekki end- umýjuð á 10 þús. km. fresti). Raki mettast innan í ventlalokinu og myndar skúm sem smám saman teppir smurning til undirlyfta. Á vendalokinu - á slöngu á milli þess og soggreinarinnar er einstefnuloki (kúluloki sem nefnist PCV = Positive Crancase Valve). Heyrist kúlan ekki hringla í lokanum er hann stíflaður og óvirkur - eins getur lögnin verið teppt. Blástu í gegnum þetta og gakktu úr skugga um að öndunin virki. Stundum getur þurft að taka ventlalokið af og þrífa það að inn- verðu. Á smurstöðvum á að kanna ástand þessa öndunarkerfis þegar komið er með bíl í smurningu en gæði þjónustunnar em einfaldlega misjöfn og því fer sem fer. Til að losna við ventlaglamrið get- ur þurft að endumýja undirlyftumar en það em litlir hólkar sem ganga upp í vippurnar (rokker-armana). Það er til í dæminu að undirlyfturnar fáist ekki keyptar stakar heldur verði að endurnýja vippurnar um leið. En forvömin - þegar þessar Mitsubishi- vélar eiga í hlut - er regluleg endur- nýjun smurolíu og að passa að önd- unin á ventlalokinu teppist ekki. Spurning Spuming Ég á í vandræðum með dísilbílinn minn, Pajero 2,5 túrbódísil-týpa 4D56. Ég var að skipta um hedd- pakknigu eftir að sauð heiftarlega á vélinni. Þá bregður svo við að þessi vél sem var í toppstandi áður en ég endumýjaði heddpakkninguna, gengur illa lausagang og reykir mikl- um hvítum reyk. Ég setti á notað hedd af vél sem var í lagi. Hvað getur valdið þessu? Svar Hvíti reykurinn stafar af röngum tíma á olíuverkinu (of fljótur). Spíss- amir geta verið lélegir (baklekir) sem þýðir að tíminn sem var á olíuverk- inu með öðm heddi/spíssum verður rangur. Ráðleg þér að láta stilla réttan tíma á verkstæði sem hefúr tæki til að stilla inn tímann eða kann að „dropa-tíma" olíuverk. Spurning eru Ég er með Pajero 2.5 dísel ‘98 ár- gerð. Knastáshjólið framan á vélinni losnaði (boltinn slitnaði) og kunningi minn, bifvélavirki, er að hjálpa mér við þetta. Vandinn er sá að það þurfti að ijarlægja tímareimina og þó svo að merkin séu nokkuð greinileg, liði okk- ur betur að hafa teikningu. Þeir hjá umboðinu, Heklu hf., eru tilbúnir að selja mér ljósrit af tímamerkjunum á kr. 3.800 ég sem var að Ég á Cherokee með 4 sfl. 2,5 lítra vél (121 ha) 1995 árgerð, 5 gíra. Er hægt að tjúna hana eitthvað upp, eða væri kannski betra að setja sex- sílindra í staðinn? Hefurðu reynslu af að lækka drifin í t.d. 1:4,88, drifin Dana 30 að aftan og 35 að framan? Svar Vandinn er sá að þessi vél hentar illa íjórhjóladrifi til átaka - of h'tið tog. Sá sem færi að þróa endurbótabúnað fyrir þessa vél yrði tæplega feitur af því - hún hefur komið best út í þess- um bílum með tveggja hjóla drifi eins og er algengt í Ameriku. Það er bæði kostnaður og fyrirhöfn við að skipta yfir í 4 htra 6 sflindra vél - áreiðanlega hagkvæmara að skipta þessum bfl fyrir annan með þannig vél - því eft- irspum eftir Cherokee með 2,5 bens- ín (eyðsla 12-13 í lagi) hefur aukist að undanfömu. reikna með að mis- munandi drifhlutföll séu fáanleg í Dana; og 35 - myndi benda þér á að kanna það hjá Stáh og stöns- 30 Bílasérfræðinqur DV ur af tveimur búnaðarstigum, LX og EX, er byggður á stigagrind með sjálfstæða gormafjöðrun að framan en stífa hásingu með gormum að aftan. Lagið á Sorento er nýtískulegt. Það leynir stærðinni og því gerir maður sér ekki ftflla grein fyrir því hve stór hann er fyrr en við saman- burð á Mercedes-Benz ML og Lexus RX300 - en Sorento er stór jeppi og reyndar meiri jeppi en þær tvær fyr- irmyndir. Ef til vfll hljómar það ótnilega en margir þekkja ekki sundur Kia Sorento, Mercedes- Benz ML og Lexus RX300 sem telst meðmæli með útlitshönnuninni þótt þetta séu ólíkir bflar að öðm leyti. Sem samanburð má hafa að flatarmál botnskugga Sorento, Benz ML og Lexus RX er 8,51,9,13 og 8,78 mz. Hafi maður talið sig þekkja ein- hver sameiginleg einkenni hjá bfl- um frá Suður-Kóreu get ég ekki merkt þau í þessum Kia Sorento. ÁferðarfaUeg smíði og vandaður frágangur er hins vegar áberandi að mínu mati. Nýtískulegur jeppi Kia Sorento er útlitshannaður sem evrópskur bfll. Þetta er fyrsti nýi bfllinn sem hannaður er hjá Kia eftir að Hyundai eignaðist fyrirtæk- ið. Lag bflsins er nýstískulegt en hentar ekki jafn vel byggingu hans og hjá áðumefndum tveimur fyrir- myndum. Sem dæmi má taka sam- spil dyra og sæta. Grind bflsins tak- markar höfuðrýmið. Sætin em með fremur lágum, þunnum og stuttum setum sem gera þau óþægUegri, sérstaklega í lengri akstri og vegna grindarinnar em framdyr bflsins víðar en fremur lágar. Af þessu leið- ir málamiðlun í samspUi dyra og sæta sem er ekki nægflega hag- kvæm og ein afleiðing er sú að manni hættir tU að reka höfuðið upp í karm framdyra þegar sest er inn í bílinn. Afturhlerinn er tvískiptur og opnast báðir hlutar hans upp. Hag- ræði er að því að opna má efri hlut- ann, þ.e. rúðuna, einan sér. Eins og fuUgildum jeppa sæmir er veghæð rífleg eða 203 mm þar sem hún er minnst (undir hásingu) á 16 tomma felgum með 245 mm breið dekk með 70% próffl. Vaðdýpt bílsins er 450 mm. Sorento snýr innan í hring með 11 m þvermáli og er því ágæt- lega lipur í borgarakstri með álags- næmu vökvastýri (tannstangarstýr- isvél/veltistýri). Burðarþol þaksins er 75 kg. Grindarbíll Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað fengið sé með grind í bfl af þessari gerð og stífri afturhásingu því hvort tveggja hefur ákveðna ókosti. Kia Sorento er einn ódýrasti fuUvaxni jeppinn á markaðnum og sá best búni miðað við verð. Hluti af skýr- ingunni liggur í byggingu bílsins en stífa afturhásingin er ódýrasti aftur- hjólabúnaður sem völ er á í jeppa. Helstu kostir hennar eru mikið burðarþol auk þess sem hún gefur bfl þekkta og trausta aksturseigin- leika. Ókostimir em höst fjöðrun og takmarkaðri torfæmgeta sem þó má fuUyrða að mjög sjaldan komi að sök. I Sorento er stigagrind (með þverbitum eins og stigi). Grindin gefur jeppa mikinn snerilstyrk bæði í lóðréttu plani (uppásnúningur) og í láréttu plani (tíglun). Með grind hefur jeppi, að öðm jöfnu, meiri dráttargetu en grindarlaus. Sú dráttargeta er ódýrari á hvert tonn en dráttargeta í grindarlausum jeppa. Þar að auki hentar grindar- bfll mun betur tU dráttar, þolir meiri högg, kippi og hliðarálag án þess að hætta sé á skemmdum. Ákveðin regla er höfð tU viðmið- unar við útreikning á dráttargetu jeppa. Hún er sú að jeppinn geti dregið vagn, sem ekki er búinn eig- in bremsubúnaði, sem vegur 85% af skráðri eigin þyngd bflsins. Kia Sor- ento vegur með ökumanni og fuU- um eldsneytisgeymi um 2100 kg. Samkvæmt því ætti að vera óhætt að draga 1785 kg þungan bremsu- lausan vagn (uppgefið 750 kg). Uppgefin dráttargeta er 2800 kg sé um að ræða vagn með bremsum. Ásetufarg (lóðrétt) á dráttarkúlu má vera 112 kg. Dráttargeta Kia Sorento er meiri en hjá mörgum öðrum jeppum og sennflega meiri en fæst Leó M. Jónsson svarar fyrirspurnum á leoemm.com og eru þær birtar á bílasíðum DV Kia Motors er elsti bflaframleið- andinn í Suður-Kóreu, fyrirtækið var stofnað 1944 og er nú í eigu Hyundai-samsteypunnar. Á heima- veUi er Kia þekktast fyrir framleiðslu á Utlum, ódýrum fólksbflum auk þess sem það hefur framleitt herjeppa áratugum saman en einn slíkra fyrir almennan markað var Kia Sportage - fidlvaxinn jeppi með grind og hátt og lágt drif fram að árgerð 2002 þegar Sportage breyttist í grindarlausan aldrifsbíl með jeppaútlit. Sókn og vöxtur Mikil sókn og vöxtur Kia í Bandaríkjunum hefur vakið athygli, ekki síst vegna þess hve bflar frá Kia (og Hyundai) hafa komið vel út úr gæðaprófunum á sama tíma og aðr- ar bflaframleiðendur í Suður-Kóreu hafa þurft að innkaUa fjölda bfla vegna bUana/galla (chosun.com). Á meðal ástæðna sem nefhdar hafa verið er sú staðreynd að eft- irspurn eftir nýjum, kóreskum bíl- um er margfalt meiri á heimamark- aði en sem nemur framboði en framleiðendum er gert, samkvæmt lögum, að selja ákveðinn hluta framleiddra bfla til útflutnings; kröfur kaupenda heima fyrir um gæði eru því mun minni en eUa. Talsvert hefur verið selt af Kia hérlendis enda hafa þeir verið með ódýrustu bflum á markaðnum. Um- boðið hefur skipt nokkrum sinnum um eigendur/stjórendur sem varla hefur orðið til að bæta þjónustuna en á undanförnum árum hefur töluvert verið kvartað undan tíðum bilunum í Kia Sportage og Sorento frá 2003. Samkvæmt upplýsingum frá Kia Motors hafa gæði bflanna batnað og bilanatíðni lækkað. Fréttir af bandaríska markaðnum virðast staðfesta það (m.a. gæða- prófanir á jdpower.com). Því til við- bótar má gera ráð fyrir að Kia-um- boðið sé nú komið á lygnari sjó sem dótturfyrirtæki Heklu (Kia ísland). Stærðin dulin Nýr fullvaxinn jeppi frá Kia í stað eldri gerðar af Sportage kom 2003 en það er Sorento; 4 dyra jeppi með sæti fyrir 5. Sorento, sem er fáanleg- Spurning Ég var að kaupa ‘98 árgerð af Mitsubishi Carisma með 1800 GDI vél og er að velta því fyr- ir mér hvað þetta GDi þýði og hvemig það virkar. En svo er mik- ið undirlyftuglamur í vélinni og ég er búinn að setja á bflinn bætiefni sem virðist ekki æfia að gera gagn. Er eitt- hvað sem þú gætir ráðlagt mér að gera án mikfls kostnaðar til að losna við þessa algengu MMC-veUd? Svar kaupa af þeim hjóflð og kfl fyr- ir 25.000. Veistu hvort maður finnur svona teikningu á netinu eða ein- hvers staðar? Svar TeUcning af þessum tímamerkjum á Pajero er frini á Vefsíðu Leós (tmdir TÆKNIMÁL). Varla þarf að taka það fram að þjónusta Vefsíðu Leós er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.