Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst
MÁNUDAGUR 15.ÁGÚST2005 39
Sigurjón Kjartansson
gerir kröfur um
sömu lífsgæði og fólk sem býr í milljóna-
samfélögum. Það gera líka aðrir íslend-
mgar. Hættum að væla yfir hvað við
erum fámenn! Það er aumingjaskapur.
Of lítið land? Við mynd-
um rúmast öll fyrir i einni
götu i New York. En erum
I viö qata i New York?
Hversu oft heyrir maður ekki
þennan söng um að þetta eða hitt
geti ekki gengið upp vegna þess að
„við erum bara circa 300.000 sem
búum hér á þessari eyju.“ „Frétta-
stöð fyrir 300.000 hræður?
Fussumsvei." „Öll þessi dagblöð fyr-
ir 300 þúsund manns? Það getur ekki
gengið. Fuss!" „Margir háskólar og
við svona fá? Nei, nei, nei!“ „Það seg-
ir sig sjálft að svona getur þetta ekki
gengið í fámennu samfélagi," osfrv.
Fólk sem talar svona hefði senni-
lega ekki fengið pláss í áhöfn Ingólfs
Amarsonar á sínum tíma. Væl af
þessu tagi er óþolandi. Svona tuð
gerir ekkert annað en að grafa undan
sjálfstæði þjóðarinnar og ásókn okk-
ar í sigra heiminn. Ef leikmenn í fót-
boltaliði hafa ekki trú á að þeir vinni
leikinn, þá vinnur liðið ekki. Ekki
frekar en aumingjamir í íslenska fót-
boltalandsliðinu sem ekkert geta
vegna þess að þeir vilja það ekki.
„Við emm svo fámenn þjóð, þess
vegna er allt í lagi að vera lélegur!
Uhuhuhuhu." Hugleysingjar, segi
Sigurjón
Kjartansson
skrifar ÍDV mánudaga,
þriðjudaga,
miðvikudaga og
fimmtudaga.
Samanburðarfræðin sem hug-
leysingjamir nota byggir á því að við
séum svo fá að við myndum rúmast í
einni götu í New York, við séum eins
og smábær í Bandaríkjunum, þar
sem er bara eitt bíó o.s.frv. En stað-
reyndin er sú að við emm ekki gata í
New York eða smábær í Bandaríkj-
unum. Við emm þjóð og búum á
stórri eyju. VÍð gemm sömu kröfur
um lífsgæði og fólk sem býr í milij-
ónasamfélögum. Og það er ekkert
athugavert við það? Hverjum er ekki
sama um hvað við emm mörg? Fá-
mennt en góðmennt skal það vera.
Ég vil biðja fólk um að hætta
þessu væli. Þetta er þreytt klisja sem
elur á aumingjaskap. Reynið frekar
að gera gagn.
Oflítið land? „Öll
þessi dagblöð fyrir
300.000 manns.“
Of lítið land? „Það segir sig
sjálft að svona getur þetta ekki
gengið f fámennu samfélagi. *
raun
Það verður klassiskt íslenskt
veður í dag, hitinn svona la
la og aldrei að vita nema
það komi sól og rigning á
sömu mínútunni. Það
verður sfðan mun meira rok
á morgun og flestum til
skemmtunar mun fylgja
rigning með. Á
miðvikudaginn verður
áfram rigning en rokið
verður á bak og burt
eða það segja f það
minnsta spámennirnir.
París
Beríín
Frankfurt
Madrid
Barcelona
Kqupmannahöfn
Stokkhólmur
Helsinki
London
Alicante
Milano
New York
San Francisco
Orlando/Florida
‘--■rtrvtr :
• Margtvarum
manninn í miðbæ
Reykjavíkur um
helgina. Sáust þá
fjölmargir nafntog-
aðir íslendingar
bregða undir sig
betri fætinum. Á
tröppunum fyrir utan veitingastað-
inn La primavera sást Logi Berg-
mann Eiðsson fréttahaukur hvfla
lúin bein. Ekki er vitað hvað hefur
gert Loga eins þreyttan og raun bar
vitni. Annaðhvort hefur hann verið
lurkum laminn eftir erfiða vinnu-
viku, nú eða þá að hann hafi látið
full vasklega til sín taka á dansgólf-
inu...
• Það rennur fólki
seint úr minnum
þegar Hrafn Jökuls-
son fletti ofan af
málum Franklíns
Steiner í Mannlífi
um miðan tíunda
áratug síðustu aldar.
Var því þar haldið ffam að Franklín
væri umsvifamikill eiturlyfjasali.
Hann hélt þó ávallt fram fullu sak-
leysi fyrir dómi og
sagðist hafa auðgast
á spilakössum.
Fastagestum á Café
Aroma í Hafnarfirði
þykir það ekki vera
fjarri sannleikanum
því þar elur Franklín
manninn hvert kvöld og freistar
gæfunnar í fimm línu leik...
• íþróttamenn
sáust einnig úti á líf-
inu um helgina. Þeir
félagar Salih Heimir
Porca og Izudin
Daði Dervic voru
glæsilegir á velli þar
sem þeir mættu fyrir
utan skemmtistaðinn Rex í stíf-
pressuðum jakkafötum. Áttu þeir
ekki í minnstu erfið-
leikum með að
lauma sér í gegnum
svokallaða VlP-röð
inn á staðinn. Enda
frægar íþróttahetjur.
Þeir félagar voru
glaðir í bragði og
heilsuðu nærstöddum dömunum
með virktum. Hæ sæta...
• Geir Ólafs hélt
upp á afmælið sitt í
garðinum hjá for-
eldrum sínum um
helgina, eins og
greint er frá í blað-
inu í dag. Strákarnir
frá netsjónvarps-
stöðinni Splash fengu að vera við-
staddir afinælið og
spjalla við goðið.
„Ég er allavega að
fara í kvöld í afmæli
hjá engum öðrum
en Geir Ólafs hehe
geggjað,“ segir Ólaf-
urGeir Jónsson,
sjónvarpsstjóri stöðvarinnar á
heimasíðu sinni. „Þeir fengu að
koma og taka smá spjall við mig og
tóku myndir af partíinu," segir Geir.
„Hann er að saftia efrú í þáttinn
sinn greyið."...
4