Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 22
I
22 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005
Sport DV
Kínverski risinn
og litlii Islendingarnii’
Dagana 18-20. ágúst mun íslenska landsliðið spila tvo æfingaleiki við Kínverja þar í landi, en
leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir leikina gegn Dönum og Rúmenum í
Evrópukeppni landsliða. Með kínverska liðinu leikur einn besti miðherji heimsins í dag, ris-
inn Yao Ming, sem leikur með Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta. DV Sport náði
tali af Friðrik Stefánssyni, miðherja íslenska fiðsins og spurði hann hvernig honum litist á að
mæta kínverska tröllinu.
Davfð og Golfat Hinn 204 cm hái Fnðnk
Xefánsson ætlar að taka hresslle?a á “nhá
verska tröllinu Yao Ming, sem er 226 cmhár.
„Það er fyrst og fremst gaman að fá æf-
ingaleiki við svona sterk lið. Ef við ætlum
að bæta okkur, verðum við að spila við
almennileg lið og þessir leikir eru því
kjörið tækifæri fyrir okkur. Við bæt-
um okkur b'tið ef við spilum aldrei
við sterkari lið en Möltu," sagði
Friðrik Stefánsson, sem staddur
var í Hollandi, þar sem íslenska lið-
ið mun spila tvo æfingaleiki við
heimamenn. „Þetta eru A-þjóðir í
körfubolta og þvi er valinn maður
í hverju rúmi, svo að þetta er ekki
bara spuming um einhvern hæð-
armun eins og oft er rætt um,“
sagði Friðrik þegar hann var
spurður út í styrk mótherjanna.
Yao Ming handfylli
Þekktasti leikmaður kín-
verska liðsins er án efa hinn
risavaxni Yao Ming, sem
leikur með Houston
Rockets í NBA-deildinni
og er almennt talinn
besti miðherji deildar-
innar á eftir Shaquille
O’Neal. Ming er 226 cm
á hæð og vegur rúm
134 kíló, svo ljóst er að
Friðrik og félagar í
miðjunni hjá íslenska
liðinu eiga bókstaf-
lega eftir að eiga fullt í
fangi með að halda
aftur af honum. Ming
hefur vakið óskipta
athygli síðan hann
kom irm í NBA-deildina fyrir nokkrum árum
og er ekki síst í guðatölu í heimalandi sínu,
þar sem milljónir aðdáenda hans gerðu það
að verkum að hann fékk flest atkvæði allra
leikmanna í stjörnuleik NBA á síðasta ári. Þó
Ming hafi sannað sig sem frábær körfubolta-
maður, hefur hann verið gagnrýndur nokkuð
fyrir að vera gjam á að koma sér í villuvand-
ræði og fyrir að vera ekki nógu harður af sér.
En hvernig skyldi það leggjast í Friðrik og fé-
laga að leika gegn tröllinu?
Tökum vel á þeim
„Við fömm nú bara í þennan leik með það
fyrir augum að spila liðsbolta og prófa þessa
hluti sem við höfum verið að vinna í undan-
farið. Þetta er nú bara æfingaleikur og við
emm kannski fremur með hugann við leikina
gegn Dönum og Rúmenum í september,"
sagði Friðrik, en var þó fljótur að benda á að
hann og hans menn ætluðu þó ekki að taka
Yao Ming og félaga neinum vettlingatökum.
„Við ædum ekkert að koma á neinum
plakötum, ef það er það sem þú átt við," sagði
Friðrik ákveðinn og átti við að þeir vildu ekki
láta troða neitt yfir sig eða verða að athlægi á
vellinum. „Við tökum bara vel á þessum
mönnum eins og við gemm alltaf, sumir vilja
meira að segja meina að við séum dálítið
grófir," sagði Friðrik hlæjandi. „Annars em
Kínverjar víst með framherja sem er sagður
ansi harður í horn að taka, þannig að þetta
jafnast nú kannski út. Ég er ekkert búinn að
hugsa neitt sérstaklega um það að ég sé að
fara að spila á móti einum besta miðherja í
heimi, en ég er alveg viss um að maður fær
fiðring í magann þegar líður að leikjunum,"
sagði Friðrik. baldur@dv.is
Við tökum bara vel á þessum mönnum eins
og við gerum ailtaf, sumir vilja meira að
segja meina að við séum dálítið grófir "
ísland mætir Hollandi í dag:
Verðum að fá alvöru
leiki til að bæta okkur
íslenska landsliðið í
körfuknattleik er statt í
Hollandi um þessar mund-
ir, þar sem það leikur tvo
æfingaleiki við heima-
menn í Groningen. Sá
fyrri er í dag, en sá síðari
strax á morgun. Eftir æf-
ingaleikina við Holland
liggur leiðin svo alla leið
til Kína.
Leikir þessir em lið-
ur í undirbúningi liðs-
ins fyrir Evrópuleikina
gegn Dönum og Rúm-
enum, sem fram fara í
september. íslenska
liðið hefur ekki riðið
feitum hesti ífá
viðureignum sín-
um við hollenska
liðið í gegn um
tíðina og hefur
hollenska liðið
sigrað í fimmtán
af sautján viður-
eignum liðanna.
fsland og Kína hafa þrisvar mæst
á körfuboltavellinum, en fslend-
ingar náðu að vinna einn leikinn.
Þjálfari kínverska liðsins er Lit-
hái og það var í gegn um kunn-
ingsskap við hann sem leikjunum
var komið á. Sigurður Ingimund-
arson, þjálfari íslenska liðsins er
mjög ánægður með að fá æfinga-
leiki við jafn sterk lið í undirbún-
ingnum og Friðrik Stefánsson,
leikmaður liðsins, tekur í sama
streng. „Ef við ætlum okkur að
verða betri, verðum við að spila á
móti alvöru þjóðum og þessir
leikir upfylla þau skilyrði svo
sannarlega. Þarna eru klassa leik-
menn í hverri stöðu og við erum
mjög spenntir að fá þetta tækifæri
í undirbúningnum," sagði Friðrik,
en Hollendingar eiga tvo leik-
menn sem spila í NBA deildinni
og talið er að annar þeirra verði
með í leiknum í dag. Það er mið-
herjinn Francisco Elson, sem er
213 cm á hæð og leikur með Den-
ver NuggetS. baidur@dv.is