Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 40
fJ f’ LÍ t £ £j í Við tökum við fréttaskotum allart sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^rtafnleyndar er gætt. -T*0 _«-* fj^) (J SKAFTAHÚÐ24,105REYKJAVÍK [ STOFAMÐ J970] SÍMISSOSOOO 5 69071011! 111171 • Ami Johnsen 1 * virðist hafa náð sér eftir ijölmiðlafárið í kringum kjafts- höggið sem hann gaf Hreimi, söngv- ara í Landi og son- um, á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hann var mættur í brekkusöng á Töðu- gjöldum á Hellu um helgina og stóð sig með mikilli prýði. Börn- in voru sér í lagi hrifin af Árna sem sýndi þeim meiri þolin- mæði en Hreimi þegar hann leyfði þeim að koma upp á svið og syngja sjálf fyrir mann- mergðina í brekkunni. Það var mál manna á Hellu að Árni væri kominn niður á jörðina, enn og aftur... Mér heyrðist þeir kvaka „Dúddi'" Rokkgoðið Alice Cooper Fór Grafarholtið á fimmyfirpari en fáir mættu á tónieikana. 1500 manns mættu á fllice Cooper Langt undir væntingum Einars „Þetta voru skemmtilegir tónleikar, en aðsóknin var langt undir vænting- um,“ segir Einar Bárðarson, tónleika- haldari og poppkóngur um tónleika Alice Cooper í Kaplakrika á laugar- dagskvöldið. Það var fyrirtæki Einars, Concert sem stóð fyrir tónleikunum. Einar segir að um 1500-1600 manns hafi mætt á tónleikana og að það sé langt undir hans væntingum, „ég er nú ekki vanur að fara út í svona nema að það seljist upp," segir Einar. „Það er of mikið framboð á rokktónleikum í sumar sem orsakaði slaka mætingu á Cooper,“ segir Einar, en tilkynnt var um tónleikana snemma í vor. Á þessu mikla tónleikasumri hafa rokksveitir þurft bæði að sitja hjá eins og Velvet Revolver og færa tónleika sína á minni stað eins og Megadeth, en tónleikar þeirra voru færðir frá Kaplakrika niður á Nasa við Austurvöll vegna dræmrar miðasölu. Öðrum hljómsveitum eins og Iron Maiden og Foo Fighters hefur famast vel á klakanum í sumar og spilað fyrir fullu húsi í tónleikahöllum landsins. „íslendingar eru líka farnir að taka svona tónleikum sem alltof sjálfsögðum hlut,“ segir Einar súr í bragði. Þrátt fyrir dræma aðsókn þóttu tónleikarnir mjög skemmtilegir og setti Alice karlinn upp mikla sýn- ingu eins og honum einum er lagið, en hann var til dæmis með risavaxna fallöxi á sviðinu. „Maður sá nú í gegn- um reykinn að enginn var hálshöggv- inn,“ segir Einar örlítið hressari. Alice fór svo í golf í gær með hljómsveitinni og kláraði hann Grafarholtsvöllinn á aðeins fimm yfir pari sem þykir mjög góður árangur. „Hann var fínn gaur, mjög almennilegur," segir Einar um hinn gráa og leðurklædda Alice. Næst á dagskrá hjá Einari em tón- leikar Joe Cocker þann fyrsta sept- ember og svo tónleikar gospelkórs j Reykjavíkur þann þriðja. Fjöl- margir aðrir tónleikar em á dag- skrá Concert með haustinu en eins og hann sagði sjálfur þá þarf „vinna þetta tap upp.“ halldorh@dv.is Einar Bárð- arson tón- leikahaidari Þarfað vinna upp fapið Gísli Marteinn segist aðdáandi Davíðs Gísli Marteinn Baldursson fór mikinn í viðtali hjá Valdísi Gunnars- dóttur á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann meðal annars væntanlegt framboð sitt en vildi þó ekki taka ali- an vafa af því hvort hann stefndi á efsta sætið. Hann sagði við Valdísi að hann hefði aldrei farið leynt með álit sitt á Davíð Oddssyni utanríkis- ráðherra. Hélt hann því fram að Davíð væri einhver besti stjómmála- maður íslandssögunnar og benti á, máli sínu til stuðnings, að Davíð hefði alltaf verið heiðar- legur við íslensku þjóðina. Hún hefði alltaf vitað hvar hún hefði kauða. Þótt hann væri stundum frekur. Þess má geta að Gísli verð ur brátt 34 | Gísli Marteinn Mik■ ill aðdáandi Davíðs. ára, en Davíð Oddsson var einmitt 34 ára þegar hann settist fyrst í borg- arstjórastól. Gísli tcdaði einnig um slæma um- gengni á leikvöllum borgarinnar og lélegt viðhald á þeim. Tók hann sem dæmi að rólur leikvallanna héngu á annarri keðjunni, markstangir væm brotnar og vellirnir óþrifalegir eftir rall helgarinnar. Hann sagðist vera nýkominn frá Kaupmannahöfn þar sem leikveilir væm til sóma og hefði myndir því til stuðnings. Gísli Marteinn er bú- inn að spenna bogann _ hátt fyrir komandi átök og lítur allt út fyr- ir blóðugar borgar- stj ómarkosningar næsta vor. Fyrirmyndin? Davið alltafverið heið- ariegur að mati Gísla. Fjör í fimmtugsafmæli Diddúar á föstudaginn var Margt var um manninn í Hlé- garði í Mosfellsbæ á föstudaginn var. Þar var haldið upp á fimmtugs- afmæli ópemsöngkonunnar Sigrún- ar Hjálmtýsdóttur með viðeigandi glamúr og glæsibrag. Margt var um manninn og var mikið skálað og dansað. Margir komu og sungu fyrir Sigrúnu og meðal annars hin unga og upprenn- andi Hamra- hlíðarhljóm- sveit Hjaltalín. Fyrrverandi Stuðmaðurinn Valgeir Guðjóns- son var mjög sáttur við strákana úr Hjaltalín og klappaði manna mest enda gamall MH-ingur sjálfur. Sveinn Einarsson, fyrrver- andi þjóðleikhússtjóri flutti fagra ræðu til heiðurs Sigrúnu og sagði hann meðal annars að fugl- arnir í Mosfellsdalnum kvökuðu nafn hennar „diddú," í sífellu. Sig- rún er nú farin í frí til Ítalíu, en á Ítalíu líður henni ávallt vel. Lengdu sumarið - Njóttu sólar í haust! gal PVHHHÍ Mallorca EYH 9. ágúst. 17., 24. og 31. ágúst. ?. og 26. sept. AUMMflH 7. og 14. sept. Kfi á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Brisa Sol Í7 nætur 29. ágúst. á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Club Royal Beach Í7 nætur24. ágúst. Costa del Sol 25. ágúst. 1., 8., 15. og 22. sept. Verð frá: á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Helios Í7 nætur 22. ágúst. á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Aguamarina Í7 nætur 25. ágúst. Finndu verd á þinni ferd á www.urvalutsyn.is •Innifalid: Flug, flugvallarskattar, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. VR orlofsávísu MiistcrCard 2 fyrir 1 áClub Royal Beach 24. ágúst. á Helios 15. og 22. ágúst. á Aguamarina 25. ágúst. www.urvalutsyn.is *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.