Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005 Fréttir DV Hvað liggur á? „Næst á dagskrá hjá mér er að fara aftur ískólann en hann fer að byrja nú á næstunni. Ég er á viðskiptabraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ætla mér að klára um jólin," segir Ólafur Geir Jónsson, sjónvarpsstjóri netstöðvarinnar Splash, nemi og körfuknattleiksmaður.„Einnig er ég að fara á fullt með körfuboltanum. Ég leik með liði Keflavíkur og er bæði í unglingaflokki og meistaraflokki. Svo er ég alltafað vinna á fullu i þáttunum á Splash. Við náum vonandi að stækka stöðina sem fyrst. Við ætlum að bæta viö fleiri þáttum og fá fleiri styrktaraðila. “ Einn kýldur í Keflavík Eitt líkamsárásarmál kom upp í Keflavík aðfara- nótt sunnudags. Ráðist var á mann í Hafnargötu og hann kýldur nokkrum sinn- um í andlitið. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja til nánari skoðunar. Sömu nótt slösuðust tveir á skemmtistöðum í Keflavík. Annað slysið æxlaðist þannig að kona datt af stól og rak höfuðið í en í hinu slysinu meiddist maður á öxl. Hvorugt tilfellið var þó alvarlegt. Háskóla- rektor á móti hjólabretta- aðstöðu Á fundi umhverfisráðs Akureyrarbæjar var tekið fyrir bréf frá Þorsteini Gunnarssyni, rektor Há- skólans á Ak- ureyri þar sem hann mótmælir því að ekkert samráð hafi verið haft við háskólann um staðsetningu hjólabretta- og línuskautaaðstöðu. Að- staðan er sunnan Borga sem er rannsóknahús há- skólans. Umhverfisráð áréttaði á fundinum að að- staðan væri í ásættanlegri fjarlægð frá húsnæði há- skólans samkvæmt upplýs- ingum um hljóðmengun og ætti því ekki að hafa bein áhrif á starfsemi skólans. Freygarður Jóhannsson, athafnamaður í Kópavogi, varð fyrir heldur óskemmti- legri lífsreynslu á föstudaginn þegar tveir menn réðust inn í fyrirtæki hans í Hamraborg 7 og gengu í skrokk á honum. Árásarmennirnir ganga lausir og óttast Freygarður um líf sitt. Barinn ítrekað í höfuöiö Ólafur Magnússon, segir að frjálslyndir hagnist á því að R - listinn haldi. Telur líklegt að frjálslyndir verði í oddastöðu Ólafur F. Magnússon, oddviti frjálslyndra í Reykjavík, hefur ásamt félögum sínum í Fijálslynda flokkn- um fylgst grannt með störfum við- ræðunefndar R-lista flokkanna að undanfömu. Hann veit sem er að framtíð hans í næstu kosningum ræðst að miklu leyti af því hvemig nefndin starfar, hverju hún skilar og hver svo endanlega niðurstaðan verður. Samningaviðræðurnar um framtíð R-listans segir Ólafur hafa verið langdregnar og vandræða- legar. „Það sem er pínlegast við þessar viðræður er að það er ekki verið að ræða pólitík, heldur skipt- ingu embætta og bitlinga," segir hann. „Við í F-listanum bíðum róleg og sjáum hvað kemur út úr þessu,“ seg- ir Ólafur. Spurður hvort frjálslynd- um hugnist ekki betur að R - lista- samstarfið haldi en að eiga við alla flokkana í hvern í sínu lagi segir hann: „Það kemur okkur best að vera þriðja aflið í borginni." Draumastaða Ólafs og félaga hans í F - listanum er sú að komast í oddastöðu eftir kosningar. Ólafur telur að það verði ekki ólíkleg nið- urstaða. í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup mældist Sjálfstæðisflokkur- inn með rúmlega 48% fylgi, R-list- inn með 47% og Frjálslyndi flokk- urinn tæplega 5%. Ölafur bendir á að frjálslyndir hafa, í fyrri kosning- um, fengið ávallt töluvert fleiri at- kvæði upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir gáfu til kynna. Frjálslyndir þurfa því ekki að bæta við sig miklu fýlgi til að niðurstað- an verði þannig að Sjálfstæðis- flokkurinn fái sjö fulltrúa R - list- inn sjö og frjálslyndir eiiin. Væri Frjálslyndi flokkurinn þá ekki búinn að leysa borgarstjóra- krísu R-listans? Ólafur svarar hlæj- andi: „Ég geng ekki með borgar- stjóra í maganum." andri@dv.is Freygarður Jóhannsson, fimmtugur athaftiamaður úr Kdpavogi, segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi eftir að tveir menn réðust á hann á föstudagsmorgun. Þeir lömdu hann ítrekað með felgu- lykli í höfuðið og tókst Freygarði að komast burt frá mönnunum á ótrúlegan hátt og gera grönnum sínum í Hamborg 7 viðvart. Lögreglan í Kópavogi hefur tekið skýrslu af öðrum árásarmann- inum og segir málið vera í rannsókn. „Ég hélt að þetta væri mitt síð- asta," sagði Freygarður í samtali við DV { gær. Hann er enn með höfuð- verk eftir árásina, skelkaður og hefúr lagt fram kæru á árásarmennina tvo og þá sem hann telur að hafi ráðið þá til þessa. Tveir menn með felgulykil Freygarður segir tvo menn hafa komið inn í fyrirtæki sitt á föstu- dagsmorguninn. Þeir hafl kynnt sig sem verkfræðinga á vegum Kópa- vogsbæjar en þegar á reyndi hefðu þeir ráðist aftan að sér með felgu- lykli og ítrekað barið sig í höfuðið. „Ég skildi ekkert í þessu en þeir sögðu við mig að ég vissi af hverju þeir væru komnir. Þeir börðu mig síðan eins og harðfisk með felgu- lykli," sagði Freygarður, sem komst við illan leik út úr fyrirtækinu. Hann segir nágranna sína í húsinu hafa verið afar hjálplega enda sé hvergi betra að vinna en í Hamraborginni. Freygarður sagði við blaðamann í gær að hann væri mjög þakklátur grönnum sínum sem hlúðu að honum eftir árásina. greinilegt að það eru enn smá tögg- ur í manni," sagði Freygarður sem er sannfærður um að hann væri ekki til frásagnar um atburðinn ef hann hefði ekki komist burtu alblóðug- ur. „Þetta var ekk- ert annað en til- raun til manndráps. Það lemur Ósáttur við lögregluna Freygarður sagðist ekki vera sátt- ur við vinnubrögð lögreglunnar í þessu máli. „Ég skil ekki seinagang- inn í þessum mönnum. Þeir hafa all- ar upplýsingar í höndunum til að klára þetta en það eina sem þeir hafa gert er að taka skýrslu af einum manni. Ég fór á lögreglustöðina og benti þar á tvo menn. Annar þeirra átti síma sem hringt var úr í mig áður en mennirnir tveir komu og hinn átti bílinn sem sást aka burtu frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. Þeir ganga báðir lausir og ég spyr hvort ég geti verið ör- uggur með þessa menn lausa á göt- unni." oskar@dv.is Með hausverk og skurði Freygarður segist enn vera með höfuðverk en sé ann- ars ótrúlega hress miðað við aðstæður. Óhuggugleg sjón Freygarður sést hér alblóðugur eftir árásina á föstu- dagsmorguninn. Fékk aukakraft Freygarður náði að yfirbuga árás- armennina tvo, komast út úr fyrir- tækinu og niður á jarðhæð hússins þar sem hann lét nágrannana vita. „Ég skil ekki hvernig ég hafði kraft til að yfirbuga mennina en það er enginn fólk í höfuðið með felgulykli til þess eins að hræða það. með felgulykli „Ég skildi ekkert í þessu en þeir sögðu við mig að ég vissi afhverju þeir væru komnir. Þeir börðu mig síðan eins og harðfisk með felgulykli Nafn á gamla Lækjarskóla Fræðsluráð Hafnarfjarð- ar fór á fundi sínum þann 10. ágúst yfir tillögur sem bárust um nafn á Lækjar- skólann gamla. Alls bárust 75 tillögur og valdi fræðslu- ráð fjórar þeirra til að setja í kosningu á heimasíðu Hafnarfjarðar. Nöfnin sem urðu fyrir valinu eru: Gamli barnaskólinn, Lækjarsetrið, Menntasetrið við Lækinn og Skólagerðið. Ákveðið hefur verið að starfsemi í húsinu verði tengd mennt- un og menningu.Kosning er nú þegar hafin á vef bæj- arins og mun hún standa til 22. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.