Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 27
DfV Bílar
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005 27
Jeppi án málamiðlana KiaSor
ento er ekki sportjeppi þrátt fyrir
átiitiö heldur jeppi án málamiöl-
ana, m.a. meö meiri dráttargetu
en flestir, ef ekki allir, keppinautar.
Vandaður bíll Vönduð smiöi, góður
frágangur og smekklegt útlit er áber-
andi i innréttingunni en Sorento er
betur búinn og með meiri þæginda-
búnaöi en aörirjeppar á sambærilegu
verði - sem þýðir aö maður fær mikið
fyrir peningana (frá 2,69 mkr).
Lif
/ v«l«
129uZrT,°ur ‘ b°ði með Þrenns konar v^lum
12,5 utra disilvélin er með mnsprautun frá forðagrein
I (Common rail), hámarkstogið er yfir300 Nm sem kem-
J urþessum tveggja tonnajeppa á 14 sek. úrOilOOkm
1 - an þess aö eyðslan séyfir lOlítrum á hundraðið
hjá nokkrum öðrum 4 dyra jeppa
með hátt/lágt drif og sem kostar
innan við 2,7 mkr. Þetta ættu
hrossaeigendur að hafa í huga því ég
fæ ekki betur séð en að Kia Sorento
sé kjörinn fyrir þann flutning sem
flestum þeirra fylgir. Og þá er ekki
verra að flutningsrýmið (1,4 metrar
á breidd) er 1960 lítrar með sætin
felld en 900 lítrar fyrir aftan aftur-
sæti og burðarþolið um 500 kg.
Ekki sportjeppi
Þrátt fyrir sportlegt útlitið er Kia
Sorento fýrst og fremst jeppi og þol-
ir að vera notaður sem slíkur, t.d. til
dráttar. Eins og við er að búast er
fjöðrunin með þessu hjólastelli í
hastara lagi án þess að geta kailast
óþægileg. Sjálfstæða fjöðrunin að
framan er með gormatum og kiafa
að neðanverðu sem eykur rásfestu
merkjaniega. Sorento er ágætur
ferðabíll á möl sem malbiki og hefur
flesta þá eiginleika sem fullvaxinn
jeppi á að hafa. Hann er með diska-
bremsum á öllum hjólum sem em
nægilega öflugar til að stöðva þenn-
an tveggja tonna bíl á 100 km hraða
á 43 metrum. Á lengri leiðum mun
mörgum þykja aftursætíð óþægilegt,
sérstaklega fólki sem er yfir meðal-
stærð því fótarýmið er af skomum
skammti.
Kia Sorento er ekki sportjeppi og
það er h'tíð um sportíega takta í akst-
urseiginleikum hans - t.d. er varla
hægt að ímynda sér ólíkari bíla í
akstri en Sorento og BMW X5. En
skyldu allir gera sér grein fýrir því
hve svokallaðir sportíegir eiginleikar
rýra aðra mikilvæga eiginleika bfls,
ekki síst notagildið? Ekki fæ ég séð
að þetta rýri gildi Sorento - a.m.k.
sakna ég ekki sportíegra eiginleika
og mér finnst athyglisvert að það er
ekkert verið að reyna að leyna því að
Sorento er fremur jeppi með kostí
vinnuþjarksins fremur en sportbíls-
ins - þetta er „no nonsense" farar-
tæki eins og Ameríkaninn segir.
Fremur ber að líta á það sem kost
og kaupbæti að margir, sem ekki aka
Sorento, finnst hann jafn flottur til-
sýndar og sportjeppamir frá Lexus
og Benz. Það mun hins vegar koma
fleirum á óvart en mér hve Kia Sor-
Stærri en hann s;
[ ist Kia Sorento er tc
\vert stærri en hann
virðist vera á mynd■
um.Þettaerfullvaxi
tveggja tonna jeppi
með hátt og lágt dri
semeyðireinsogSO
kg léttari jepplingur.
ento er skemmtilegur jeppi og
einnig að hann er ekki síður glæsi-
legur að innanverðu.
Vélbúnaður
Bensínvélamar í Sorento em frá
Hyundai og em þær sömu og í Santa
Fe og fleiri bílum frá Hyundai. Báðar
em með hedd úr áli, 4 ventía á
hveiju bmnahólfi og þjöppunar-
hlutfail 10:1.
Annars vegar er 2,4 lítra 4 sflindra
vél með tveimur ofanáliggjandi
kambásum (tímareim). Hámarksafl
4 sflindra bensínvélarinnar er 139 hö
við 5500 sm. Hámarkstog er 196 Nm
við 2500 sm. Þótt aflið sé ekki mikið
nægir það í öllum venjulegum akstri
með beinskiptum kassa sé gímnum
beitt. Með þessari vél er bfllinn
ódýrastur og sparneytnin með því
besta sem gerist hjá jeppa með lágu
drifi. (LX beinskiptur á kr. 2.69 mkr.
er mun betur búinn en verðið gefur
tilefni til að ætia eins og sjá má á
kia.is). Ódýr gerð af bfl er, að öðm
jöfnu, hagkvæmust í rekstri og verð-
rýmunin við notkun hlutfallslega
minni en hjá dýrari og betur búinni
gerð sömu tegundar.
3,5 lítra V6-vélin með 4 ofaná-
Uggjandi kambása (tímareim). Há-
marksaflið er 195 hö við 5500 sm og
hámarkstog 300 Nm við 3000 sm.
Viðbragð 0-100 km/klst með 195 ha
vélinni og sjálfskiptingu er 10,2 sek.
Reikna má með eyðslu allt að 14 h'tr-
um í borgarakstri.
Sorento er með túrbódísilvél sem
hönnuð er hjá Kia upp úr 2000 og er
að ýmsu leyti athyglisverð. Vélin er
2,5 lítra 4 sflindra með tveggja
kambása álheddi og 16 ventía. Inn-
sprautukerfið er með rafstýrðum
spíssum sem ýra beint inn í bruna-
hólf frá forðagrein (common rail).
Með hefðbundinni pústþjöppu og
framhjáhlaupsgátt er hámarksafl
vélarinnar 140 hö við 3800 sm. Há-
markstogið er 343 Nm við 2000 sm.
Snerpan með nýju túrbódísilvélinni
er um 14 sek 0-100 km/klst sem telst
athyglisvert þegar haft er f huga að
slagrýmið er 2,5 lítrar og bfllinn rúm
2 tonn á þyngd. Athygli vekur að við-
bragð dísilbflsins er ívið betra með 4
gíra sjálfskiptingunni en með 5 gíra
beinskiptingu (14,3 og 14,6 sek).
Annað sem vekur athygh manns er
áberandi góð liljóðeinangrun - en
inni í bflnum í akstri heyrist jafnvel
minna í dísilvélinni en í 4 sflindra
bensínvélinni. Sorento með 2,5 lítra
túrbódísilvélinni eyðir 8,5-9,0 lítr-
um á hundraðið en það vil ég meina
að sé merkileg sparneytni hjá
tveggja tonna alvöru-jeppa - reynd-
ar er það minni eyðsla en hjá sum-
um talsvert léttari aldrifsbflum sem
líta út eins og jeppi án þess að vera
það.
Endurbætt gerð af þessari nýju
vél er komin á markaðinn erlendis
en hún er búin pústþjöppukerfi frá
BorgWamer (BV43) með tölvu-
stýrðri álagsbeitingu (VGT) í stað
framhjáhlaupsgáttar, m.a. með
breytilegum inntaksleiðurum sem
beina pústinu inn á hverfilinn eftir
því hvemig vélinni/inngjöfinni
(barkalaus) er beitt. Þessi nýja tækni
eykur hámarksafl vélarinnar úr 140 í
174 hö við 3800 sm og spameytnina
um 11%.
Drifbúnaður
Með 2,4 lftra besínvélinni er ein-
ungis boðin 5 gíra beinskipting með
handskiptum millikassa, sjálfvirkum
driflokum á framhjólum og tregðu-
læsing í afturdrifi. 4 gíra sjálfskipting
er fáanleg með V6-bensínvélinni og
dísilvélinni. í þeim dýrari gerðum er
millikassinn rafstýrður og með sjálf-
virka aflmiðlun á milli ffarn- og aft-
urdrifs (TOD = Torque On Demand
sem ég hef þýtt sem „Grip við gjöf')■
Þessi drifstýribúnaður, sem erhann-
aður af BorgWamer og framleiddur í
Suður-Kóreu, er tæknilega flókinn
og byggir á tölvustýringu. Hann er
einnig að finna í bflum frá Hyundai
og SsangYong og hefur reynst mis-
jafnlega.
Vel búinn + öryggi
Það er talsverð fýrirhöfn að bera
saman búnaðarstig bfla, ekki síst
vegna þess að búnaðarlistar em
ólíkt uppsettir og bflasalar nota ekki
sömu heiti í öllum tilfellum. Ódýr-
asti Kia Sorento kostar innan við 2,7
mkr. Það út af fyrir sig er hagstætt
verð fyrir stóran jeppa með fullvax-
inn drifbúnað. Á þessu verði á mað-
ur varla von á öðm en að ýmsan
þægindabúnað vanti - maður gerir
t.d. ekki ráð fyrir að upphitun sé í
framsætum. En að þessu leyti kemur
Kia Sorento verulega á óvart því
ódýrasti bflhnn er miklu betur búinn
en maður á að venjast í þessum
flokki bfla. Á vefsíðu umboðsins
(kia.is) er að finna upplýsingar um
verð og innifalinn búnað. Ég hef það
á tilfinningunni að þær upplýsingar
muni koma mörgum á óvart.
Og að endingu má nefiia að varð-
andi öryggisbúnað þolir Sorento
samanburð við miklu dýrari bfla en
hann er ríflega 4-stjömu-bfll sam-
kvæmt bandarískum NCAP-árekstr-
arprófunum.
www.leoemm.com/bilaprofanir.htm
5 gíra beinskiptur eða 4 glra sjálfskiptur* 2/4 bensln 3,5 bensín 2,5 dlsill
Vélargerð 4 sll, álhedd V6 álhedd 4 sfl. álhedd
Kambásar/drifb. 2/reim 4/ reim 2/ reim
Eldsneytiskerfi Bein innspr. Bein innspr. Forðagrein icri
Millikassi: Hátt/lágt, hlutfalkl 1.00/2.48 1.00/2.48 2.00/2.48
Bremsur 4 diskar/ABS 4 diskar/ABS 4 diskar/ABS
Vélarafl, hámark, Nm/sm 139/5500 195/5500 140/3800
Vélartog, hámark, Nm/sm 196/2500 300/3000 343/2000
Eyðsla, 1/100 km, bl. akstur 10,9 11,9 8,6
Eldsneytisgeymir, 1 80 80 80
Mesta leyfilega dráttarþyngd, kg 2300 2800 2800
Burðarþol, kg 500 500 500
Eigin þyngd, kg 1940 2020 2100
Lengd, mm 4567 4567 4567
Breidd, mm 1863 1863 1863
Hæð, mm 1730 1730 1730
Hjólhaf, mm 2710 2710 2710
Lengd x breidd x hæð fl„ rýmis, mm — 745 x 1403 x 919 = 900 litrar
Flutningsrými með aftursæti fellt — 1520 x 1403 x 919= 1960 lltrar
Snerpa, 0-100 km/klst, sek. - 10,2 14,2
Hámarkshraði, km/ klst 167 192 170
Rafgeymir/alternator Ah/A 56/95 70/120 100/110
Listaverð (ágúst 2005, þús. kr. 2.690 3.175-3.640 3.175-4.090
Á meðal keppinauta: Jeep Cherokee, Hyundai Terracan, MMC Pajero Classic
*2,4 lítra einungis beinskiptur.