Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005 Lífið DV VERÐ KR. 300 FÆST Á ÖLLUM HELSTU BLAÐSÖLUSTÖÐUM LANDSINS SIRIOJS NÝTT TÍHARIT. NÝR TÓNN. Úlfar Linnet fyrrum fyndnasti maður íslands er kominn heim úr mastersnámi frá Danmörku. Núna er hann heimavinnandi húsfaðir og tekur því rólega. Heimavinnandi verkfræöingur „Ég kom bara síðasta sunnudag og er nú alfluttur heim," segir Úlfar Linnet grínisti og verkfræðingur. Hann er nú nýkominn heim úr námi frá Danmörku þar sem hann tók masterspróf í hagnýtri stærðfræði frá Danmarks tekniske universitet. Nú er hann mættur á klakann og kemur sér fýrir hjá tengdaforeldrun- um. Fór út að læra og fjölga mannkyninu Úlfar er með bs-próf úr verkfræði frá Háskóla íslands en fýrir tveimur og hálfu ári hélt hann utan til að taka masterinn. „Ég fór út til að læra og fjölga mannkyninu og hvort tveggja gekk upp," segir Úlfar, en hann og kona hans Ragnheiður eignuðust litla telpu í september á síðasta ári. Hún hlaut nafnið Úlfheiður og því skírð í höfuðið á bæði móður sinni og föður. Það hafa þvf ekki verið miklar deilur um valið á nafninu en oft er það meinið þegar foreldrar velja nöfn á afkvæmi sín. „Þetta var allt gert í mikilli gleði. Það var meira sungið og faðmast frekar en rifist um nafnið," segir Úlfar. Atvinnulaus hjá tengdó Úlfar kom til landsins á sunnu- daginn var og hefur sem fyrr segir komið sér fyrir hjá tengdaforeldrun- um með konu sinni og barni. Nú er næst á dagskrá hjá honum að leita sér að vinnu en á meðan er hann heimavinnandi húsfaðir. „Ég er bara atvinnulaus aumingi sem býr hjá tengdó," segir Úlfar. Hann hafði jafhvel hugsað sér að kaupa íbúð hér á landi þegar hann kom heim. „Við ætluðum að kaupa þangað til við kynntumst húsnæðisverðinu," segir Úlfar og hlær. „Nú er bara að fara að safna." íslendingar klikkaðir Úlfar segir viðbrigðin að koma heim ekki svo mikil enda kannski lít- ið breyst á þessum tveimur árum. Hann kynntist því þó fyrst hvað ís- lendingar Ufa hratt þegar hann kom heim frá Danmörku þegar hann var 19 ára eftir að hafa starfað þar sum- arlangt. „Þannig er mál með vexti að ég var einn færasti kjúklingakokkur landsins þegar ég vann á Kentucky hér á árum áður. Svo fór ég út til Danmerkur og vann á Kentucky þar. Ég er einmitt eini kjúklingakokkur- inn sem hefur starfað á meginland- inu. En þar var mönnum sama þó kjúklingabitarnir þeirra kæmu klukkutíma of seint. Svo þegar ég kom heim var allt vitlaust ef það gerðist, þannig að ég varð að hætta að steikja kjúkling," segir Úlfar raunamæddur. „ísland er alltaf jafn klikkað. Menn segja að Bandarflcja- menn séu svo heimskir og klikkaðir en þeir eru svo margir og blanda af allskonar fólki. íslendingar eru hins- vegar aUir klikkaðir og manni leiðist ekki innan um þannig fólk." „Ég fór út til að læra og fjölga mannkyninu og hvort tveggja gekk upp," Á leið í grínið aftur Úlfar Linnet var eitt sinn kjörinn fyndnasti maður íslands og vel að þeim titíi kominn. Á ekkert að vera með uppistand á næstunni? „Það þarf að hita sig upp og fara á fidlt, eins fuUt og hægt er að fara hér á landi," segir Úlfar og vill ekki meina að hann hafi misst húmorinn í Danaveldi. „Nei en þeir eru með al- veg rosalega senu þarna úti. Þeir eru í búningum með gervitennur. Eitt- hvað sem var fyndið fyrir fimmtán árum. Þetta eru svona lélegir Ladd- ar, og þá er ég ekki að meina að Laddi sé lélegur. En það er ótrúlega mikið af víðum frökkum og gervi- tönnum í umferð," segir Úlfar. Þú hefur ekki kippt með þér einu setti affrakka og tönnum? „Nei ég sleppti því." Hnakkar úr Mekka hnakkanna opna heimasíöu Team-Hnakkz er ekki fyrir alla Ungir drengir frá Selfossi og Hveragerði hafa opnað heimasíðu undir naihinu Team-hnakkz.com. Þykja þetta vera mikii tímamót því löngum hefur verið litið á Selfoss sem Mekka hnakkanna. Enginn úr bæjarfélaginu hefur þó stigið fram áður og játað að vera hnakki. Lengi var taiið að allir hlustendur útvarpsstöðvarinnar Fm 957 væru búsettir á Selfossi en nú seinni ár hefur komið í ljós að sá hlustenda- hópur er eilítið dreifðari um land- ið. Drengir þessir taka sig alvar- lega sem hnakkar og boða fagnað- arerindið sitt víða um land. „Jæja gott fólk vel heppnuð hátíð hjá TEAM HNAKKZ. Allir voru vel beyglaðir og útúr hnakkaðir undir regnfötunum og auðvitað voru fyrstu líkamsárásirnar nálægt okk- ur. Fólk verður alveg crazy þegar við mætum og hnökkum upp allar mannverur mannskepnur, segir einn hnökkunum í helgarpistli sínum á heimasíðunni. Hnakkarnir eru miklir bflaá- hugamenn og aka um á vel útbún- um tryllitækjum, þá sérstaklega hvað hljómflutn- ingstæki varðar. Það er þó ekki nóg að vera Sel- fyssingur eða Hvergerðingur til að komast í téð- an hóp. „Aðganga í Team-Hnakkz er ekki opin fyrir alla, þetta er mjög lokaður hópur vissra ein- staklinga sem hafa mikinn áhuga á bflum og skemmta sér saman," segir á síðunni. Eflaust sitja margir hnakkar heima með sárt ennið og óska þess að fá inngöngu. soli@dv.is Loksins Seifoss- hnakkar búnir að opinbera tilvistsína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.