Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Page 4
4 MÁNUDAGUR 29.ÁGÚST2005 Fréttir DV Fleiri veiði- menn en gæsir Gæsaveiðitímabilið er hafið veiðimönnum til mikillar ánægju. Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður segir vertíðina byrja rólega líkt og oft áður. „Sumir eru að fá en aðrir ekki," sagði Jóhann, en bætti við að aðsóknin í gæsina væri mjög mikil. „Það er rosalega mikil að- sólcn. Eg var að koma úr Gnúpveijahreppi og man ekki eftir að hafa séð jafn lítið af fugli. Hins vegar var þar afar margt um mann- inn." Jóhann segir tímabil- ið hins vegar svo nýbyrjað að ekki sé hægt að segja til um framhaldið. Verða kærð- irfyrirbrot á fánalögum Bóndi greinir frá ógnunum lögreglunnar Lögreglumenn á merkt- um og ómerktum bílum létu á stundum ófriðlega og sýndu erlendum mót- mælendum, sem á Austur- landi voru til að andmæla virkjanaframkvæmdum, óþarfa aðgangshörku. Það segir Guðmundur Ár- mannsson, bóndi á Vaði í Skriðdal. „Þetta fólst í lát- lausri vöktun, bæði að nóttu og degi," segir hann í samtali við DV, en hann leyfði mótmælendum að tjalda á lóðinni hjá sér eftir að þeir voru reknir frá Kárahnjúkum. Tveir menn um tví- tugt sem klipptu niður íslenska fánann á stjórnarráðinu á föstu- dag verða kærðir fyrir brot á fánalögum og eignaspjöll en greint er frá því á Rúv.is. Fáninn hafði verið dreginn í hálfa stöng í virðingar- skyni við látinn fyrrver- andi starfsmann sem borinn var til grafar á laugardag. Þegar verið var að draga fánann aft- ur að húni, fóru menn- irnir upp á þak og skáru á fánalínu. Drógu þeir þá upp borða með áletr- un gegn stóriðju. Menn- irnir tveir voru teknir höndum og sleppt eftir yfirheyrslur. Mikiö hvassviðri gekk yfir Laugarvatn í vikunni sem leið. Talsverðar skemmdir urðu á hjólhýsahverfinu þar, enda brast stormurinn skyndilega og óvænt á. Viðvörun var send út til eigenda hjólhýsanna og brugðust margir við. Talið er að skjót viðbrögð hafi komið í veg fyrir stórfellt tjón. Stormur reið yfir hjólhýsahverfið við Laugarvatn í lok síðustu viku. Skemmdir urðu á hjólhýsum, en með snarræði tókst að íbúum og eigendum að bjarga því sem bjargað varð. „Hvassviðrið skall akkúrat á Laugarvatni og hef ég heyrt að fólk í næsta nágrenni hafi ekki orðið vart við storminn," segir Valdimar Gísla- son, en hann rekur hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. „Það var sem betur fer hægt að koma í veg fyrir miklar skemmdir á hjólhýsasvæðinu með því að taka niður fortjöld og búa svo um að vindurinn gæti ekki feykt til lausum hlutum. Stormurinn jókst mjög hratt og sendi ég viðvörun til fjöl- miðla um leið og ég varð hans var, en honum var ekki spáð fyrirfram. Eftir tilkynninguna gerðu allnokkrir sér ferð hingað eftir að hafa heyrt fréttirnar og gátu komið í veg fyrir frekari skemmdir. Ég fór svo sjálfur á kreik og festi niður fortjöld hjól- „Efþað fer vindur inn í þetta þá bara splundrast allt." hýsanna en mestu skemmdirnar urðu á þeim." Að sögn Valdimars rifnuðu tæp- lega tuttugu fortjöld eftir að vindur- inn feykti þeim til en hjólhýsin sjálf högguðust ekki. „Ég er búinn að starfa hér á Laugarvatni í átta ár og hef ég aldrei lent í öðru eins. Yfirleitt er ekkert nema blíðan hérna og kom þetta því dálítið á óvart. Það er þó allt komið á rétt ról núna og fólki er því óhætt að reisa fortjöldin á ný eða setja blómapottana á sólpallana," segir Valdimar. Sorglegt að koma að skemmd- unum „Það var mjög sorglegt að aka upp að svæðinu og sjá allar skemmdim- ar," segirÁmýJónsdóttirhjólhýsaeig- andi. Hún og vinkona hennar, María Kristjánsdóttir, eiga báðar hjólhýsi á Laugarvatni og brunuðu því á svæðið eftir að hafa fengið símtal frá kunn- ingjum sem sögðu frá ofsaveðrinu sem reið yfir svæðið. „Ég slapp frekar vel og var bæði hjólhýsið mitt og for- tjaldið í heilu lagi. Það var þó önnur sjón að sjá þegar við komum að hjól- hýsinu hennar Maríu. Fortjaldið var rifið í tætlur. Hitaofninn, ferðaklósett- ið og garðstólamir sem undir því vom höfðu dottið um koll og máttum við ekki seinni vera til að hindra frekari skemmdir." Að sögn Ámýjar skall óveðrið á mjög snögglega og var því h'tið annað að gera en að bjarga því sem bjargað varð. „Það setti strik í reikninginn að óveðrið gerði ekki boð á undan sér því það var ekki hægt að gera neinar var- úðarráðstafanir," útskýrirÁmý. Slapp með skrekkinn Einar Pétursson er einn af þeim sem á hjólhýsi við Ástarbraut. Hans hjólhýsi slapp blessunarlega við óveðrið. „Ég var ekki með neitt for- tjald þannig að það slapp," segir Ein- ar. „Hjólhýsin sjálf sleppa en það em fortjöldin sem eyðileggjast. Ef það fer vindur inn í þetta þá bara splundrast allt." Einar segir að ástæðan fyrir þvi að hann sé ekki með fortjaid sé sú að hann vilji ekki taka áhættuna á að það fjúki í óveðri. „Ég er aldrei með for- tjald. Þeir hafa misst þetta margir hveijir, kannski misst tvö til þrjú for- tjöld ffá því að þeir byrjuðu að vera með hjólhýsi. Þau kosta 150-200 þús- und þannig að það er aðallega útaf því sem ég er ekki með það. Þetta er allt of dýrt að lenda í þessu." iris@dv.is, soli@dv.is osaveðr leí t Fortjöld margra hjól- hýsa fóru illa þegar stormurinn skall á. Valdimar Gíslason segist ekki hafalentíöðru ein s óveðri í átta ár. Árstíðin sem drepur Líklega hafa allir fslendingar fundið haustið nísta inn að beini síðustu daga. Margir hafa orðið til að dásama haustið og meinta fegurð þess en Svarthöfði getur ekki logið. Haustið er illur fyrirboði. Það endar alltaf með vetri. Svarthöfði þakkar fyrir að hafa fæðst á tímum vitsmuna. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir fmmmenn- ina að vita ekki hvað var að gerast þegar degi tók að halla til langs tíma. Hvað myndi maður gera? Dagarnir verða styttri, kuldinn eykst og svo breytist vatn í ís. Þetta er eins og heimsendir. Á hverju ári. - Svarthöfði Veturinn ber öll einkenni dauð- ans. Ekkert getur vaxið á venjuleg- um vetri. Hann er ekki gerður fyrir líf. Nú skal enginn segja að veturinn sé bara hluti af ósköp eðliiegri hringrás lífsins, því sums staðar kemur enginn vetur. Múmínálfarnir kunnu þetta. Þeg- ar haustið kom fóm þeir að sofa og vöknuðu ekki aftur fyrr en á vorin. Helst vildi Svarthöfði haga þessu þannig. Vaka allt sumarið og sofa Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara mjöggott,“segirÓlöfMariaJónsdóttirgolfari.„Ég erí Finnlandiog fersvo til Danmerkur á morgun svo það eru tvö mót eftir í sumar. Mér gekk ekki nógu vel hér i Finnlandi, missti„köttiö“með einu höggi og er því ekki nógu ánægð, enda var égað vonast eftir að kom- ast ígegn. Ég er hins vegar bjartsýn varðandi mótið í Danmörku. Ég er búin að æfa í Ameríku siðustu tvær vikurnar og ég vona að ég nái mérástrik og að þetta smelli allt saman núna." allan veturinn. Þetta hlýtur að vera hægt. En ekki ennþá. Líklega ættum við bara að þakka fyrir að veturinn drepur okkur ekki, eins og var hér áður fyrr. Og þakka fyrir allt sem hægt er að gera, annað en hlusta á upplestra í baðstofum og endalaust olsen olsen eins og í denn. Svarthöfði ætlar að eyða vetrin- um á netinu. Á köldum vetrarkvöld- um mun hann sitja upplýstur af skjánum og skrifa blogg. Þar getur hann misst sig algerlega og kallað nafngreint fólk skítapakk, eins og svæðisstjóri Rásar 2 á Suðurlandi. Eða rætt í ítarlegu máli um öran vöxt tánagla sinna og möguleg úrræði við honum. Einhvern veginn verður að drepa tímann. Svarthöfði hverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.