Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST2005 Fréttir OV Keyrðu út af og földu sig Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning á sunnu- dagsmorgun um bif- reið sem farið hafði út af veginum við M- t Ólafsfjarðarveg. Þeg- ar lögreglan kom á vett- vang var enginn sjáanlegur í bifreiðinni en farþegi og ökumaður fundust í fjalls- hlíðinni eftir fimm klukku- tíma leit. Samkvæmt upp- lýsingum frá Lögreglunni á Akureyri voru mennirnir blautir og kaldir enda kalt í veðri. Ástæðan fyrir flóttan- um taldi lögreglan vera þá að mennirnir hefðu verið ringlaðir eftir óhappið og ekki vitað hvernig þeir áttu að bregðast við, en þeir voru á lánsbíl. Málið telst upplýst. Fjöldi fíkla þrefaldast í ársriti SÁÁ kemur fram að fjöldi fíkla hefur þrefaldast á und- anförnum tíu árum og að fíkni- efnavandinn hafi aldrei verið meiri hér á landi en einmitt nú. í árs- ritinu kemur fram að Reykjavík líkist í meira mæli stórborg með tilheyr- andi fíkniefnaneyslu, vímu- efnin séu orðin sterkari og að sprautufíklar hafa aldrei verið eins margir. Vinsæl- ustu lyfin nú eru rítalín og vantalgin-töflur og kanna- bisneysla eykst jafnt og þétt í öllum aldurshópum. Aron Pálma heim? Böfivar Þ. Eggertsson, hárgreiðslumaöur. „Það er kominn timi til að fá hann Aron heim. Fyrst að þaö var hægt að gera svona mikið fyrir skákmeistarann er lágmark að hjálpa stráknum. Dómskerf- ið er allt öðruvisi í Bandarikjun- um en við eigum að venjast hér. Mér fínnst óliklegt aö viö hér heima hefðum dæmthann jafn harkalega. Enda varhann bara stráklingurþegaratvikið um- rædda átti sér stað. “ Hann segir / Hún segir „Það er gott að Aron fái að koma heim og lifa eðlilegu lifí. Það er bara vonandi að blessuðum drengum líði vel í framtíðinni. Þessi refsing hefði hvergi verið með þessum hætti nema íTexas. Hann þarfaö fá að vera frjáls og jafna sig því þetta hefur eflaust verið mikil þrekraun. Fjölmiðlar verða lika að gefa honum friö því það er áreiðanlega erfítt að fá svona mikla athygli út afviðkvæmu máli sem þessu." Sigríður Arnardóttir, sjónvarpskona. Allt stefnir í að prófmál verði úr máli heilsunuddarans Katrínar Erlu Kjartansdótt- ur gegn Ingu Rós Vilhjálmsdóttur, meðlimi pýramídafyrirtækisins Aquanet World. Skrifstofur Aquanets Pýramídinn hefur fíutt höfuð- stöðvar sinar tll islands ikjölfar lögreglurannsóknar á Kýpur. „Þetta fjölþrepa sölukerfi er nýlunda fyrir mér. Getur þú útskýrt þetta aðeins nánar," sagði Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari á föstudaginn en pýramídafyritækið Aquanet World kom mikið við sögu í réttarsal hans. Sigurður átti í mestu erfiðleikum með að skilja hinn flókna heim pýramídaviðskipta. Aðalmeðferð var í máli Katrínar Erlu Kjartansdóttur gegn Ingu Rós Vilhjálmsdóttur í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Katrín og Inga voru báðar ofarlega í pýramídakerfi Aquanet World stuttu eftir að fýrirtækið var sett á laggimar á íslandi fýrir ári. Katrín dró sig hins vegar út úr fýrirtækinu eftir að hafa lesið fréttir DV um Aquanet og krafð- ist þess að henni yrðu greiddir aftur þeir fjármunir sem hún lagði í pýramídann. Við því var ekki orðið og ákvað Katrín því að stefna Ingu Rós. Stærstur hluti peninganna sem Katrín setti í fýrirtækið var lagður inn á bankareikning Ingu Rósar en Aqu- anet átti engan bankareikning til að taka við peningunum. Katrín lagði alls um 236 þúsund krónur inn í Aqu- anet. Sló til eftir kynningarfund Stofnendur Aquanet World og frumkvöðlar koma flestir úr Sprinkle Network pýramídafýrirtækinu sem hafði milljónir af íslendingum. For- sprakki Sprinkle, Mark Ashley Wells, er höfuðpaurinn í Aquanet ásamt konu sinni Berglindi Baldursdóttur. „Þeir pressuðu mig mikið i að leggja pen- inginn strax inn i gegnum heimabanka og hlustuðu ekki þeg- ar ég sagðist vilja hugsa mig um." Fyrirtækið er rekið eftir kerfi sem nefnt er af forsprökkum fýrirtækisins fjölþrepa sölukerfi, en það er í raun aðeins fínt orð yfir pýramídakerfi. Aquanet lofar væntanlegum meðlim- um sínum að þeir fái afsláttarkort gegn vissum greiðslum sem þeir geti notað hjá fýrirtækjum sem ganga í netkerfið. Aldrei hefur orðið úr því. Kynningarfundir á vegum fýrir- tækisins voru haldnir í fýrra af Mark Wells, Berglindi konu hans og Kýp- verja nefndum Kojak. Það var eftir einn slíkan fund sem Katrín sló til og keypti sig inn í fýrirtækið. Aquanet heldur enn slíka kynningarfundi í von um að fólk borgi peninga til fyrirtæk- Mark Welsh Höfuðpaurinn / Aquanetá islenska konu. isins. Inga Rós Vil- hjálmsdóttir sagði á föstudag að um fjörutíu manns væru búnir að kaupa sig inn. Pressuð í að leggja strax inn „Þau sáu mikla bisness-mami- eskju í mér og gerðu mér tilboð sem stóð bara í einn dag," sagði Katrín þegar hún lýsti því hvemig hún var lokkuð til að leggja fé í Aquanet. „Allt fór fram á ensku og ég skildi ekki alveg allt sem fór fram. Þeir pressuðu mig mikið í að leggja peninginn strax inn í gegnum heimabanka og hlustuðu ekki þegar ég sagðist vilja hugsa mig um." Óljós ábyrgð Málið sem nú er rekið fyrir héraðs- dómi er afar sérstakt. Ekki vegna þess að um miklar upphæðir sé að tefla heldur vegna hins flókna og næstum óskiljanlega eðlis pýramídafýrirtækja. Erfitt er að greina hver skuli bera ábyrgð á starfsmönnum Aquanet ef skortur er á efrídum. Hugtök eins og sponsor, investor, creator, net developer og owner em notuð yfir einstaklinga í fýrirtækinu án þess að auðvelt sé að sjá hver munurinn sé á öllu saman. í aðalmeðferðinni á föstudag stoppaði dómarinn vitnin hvað eftir annað til að fá skýringar á því hvað þau vom að tala um. Líklega verður erfitt fýrir hann að komast að því hvort einhver sé sekur í málinu, það er að segja um eitthvað annað en trúgimi og von um skjótfenginn gróða. Árstöf Forsvarsmenn Aquanet reyna enn að telja viðskiptavinum sínum trú um að kortakerfi netsins muni komast í gagnið 21. október. Því var einnig haldið fram í fyrra, að kerfið myndi opna 21. október það ár, en ekki varð úr því. „Þetta er prófmál og mér finnst mikilvægt að ég vinni þetta mál. Því ef ég vinn ekki er dómskerfið að leggja blessun sína á starfsemi slíkra fyrir- tækja," segir Katrín Erla í samtali við DV. andri@dv.is T- Fyrrverandi tæknimaður í mál við Útvarp Sögu Eingöngu stjörnurnar fá útborgað Halldór Ingi tækni- maður Fær ekki launin sln hjá Útvarpi Sögu. Halldór Ingi Kárason tæknimað- ur á inni 350 þúsund krónur hjá Út- varpi Sögu. Hann hefur árangurs- laust reynt að fá Arnþrúði Karlsdótt- ir, útvarpsstjóra, til að borga sér en hefur gefist upp og fengið sér lög- fræðing. Hann segir að tæknimenn- imir séu neðstir í goggunnarröðinni þegar kemur að því að fá útborgað. „Ég vann aldrei minna en 200 tíma á mánuði á meðan ég var í fullri vinnu á stöðinni og samt fæ ég ekki launin m£n,“ segir hann, en Halldór vann á Útvarpi Sögu frá júlí í fyrra og til mars á þessu ári. „Ég er í skóla og það er nauðsynlegt fyrir mig að fá þennan pening," segir Halldór, sem segist hafa haldið þessari stöð í loft- inu á meðan hann vann þarna. Hann segist ekki hafa viljað blanda lögfræðingum í málið fyrr en núna: „Ég vil þessari stöð vel og ég kunni vel við að vinna með Arn- þrúði." segir hann. „Ég tel mig hafa unnið þarna samviskusamlega allan tímann sem ég var þarna og ég er enn að hjálpa tæknimanninum sem vinnur þama núna. Ég skrifaði Arn- þrúði nokkur bréf þar sem ég bauð henni að borga mér þetta í nokkmm skömmtum. Hún svaraði mér og sagði að þetta myndi allt reddast," segir Halldór, en hlutirnir redduðust ekki. Halldór er ekki eini tæknimaður- inn sem ekki hefur fengið launin sín hjá Útvarpi Sögu. DV sagði á sínum tíma frá Guðmundi Kristjánssyni sem vann á stöðinni um árabÚ og fékk ekki launin sín nokkra mánuði. Hann þurfti fyrir bragðið að leita sér aðstoð- ar hjá Fjölskylduhjálpinni en Am- þrúður sagði við DV þá að Guðmund- ur væri kominn þangað sem hann var sóttur í upphafi. Ástandið er ekki eins slæmt hjá Halldóri sem stundar núna nám í stærðfræði. „Ég kemst alveg af, en skólagjöldin vom 250 þúsund krónur þannig að mér veitir ekkert af þessum peningum." Halldór segist vita af fleirum sem eigi inni laun hjá Amþrúði en meðal þeirra em engar útvarpsstjömur. Eingöngu tækni- menn. jonknutur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.