Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Side 8
8 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST2005 Fréttir DV Læti í Sandgerði Lögreglan í Keflavík fór í tvö útköll aðfaranótt laug- ardags vegna til- kynninga úr Sandgerði. Um eittleytið um nóttina tilkynnti húsráðandi í bænum um hóp manna sem reynt hafði að ryðjast inn í hús hans. Komið hafði til átaka milli húsráðenda og mannanna sem enduðu með því að maður var handtekinn og færður á lögreglustöð. Síðar um nóttina, um fjögurleyt- ið, fékk lögreglan svo aðra tilkynningu úr Sandgerði um að brotin hefði verið rúða í húsi i bænum. Grjóti hafði verið hent í hana og brotnaði hún við það. Ekki er vitað hveijir voru að verki. Hvorugt málið teng- ist indversku söngkonunni Leoncie. Fyrstu réttir haustsins í Mývatnssveit Mikið var um að vera hjá Mývetningum í gær þegar þeir drógu hátt á fjórða þúsund fjár af fjalli og í dilka. Segja menn að féð komi vænt af fjalli þótt veðurguðirnir hafi ekki verið gangnamönn- um hliðhollir. Um 3.000 flár voru dregin í dilka í Hlíðarrétt en það er svip- aður fjöldi og undanfarin ár. Á árum áður var þó mun fleira fé í réttum en margir bændur hafa brugðið búi seinni ár eða tekið upp annars konar búskap. Sauðfjárréttir verða á 58 stöðum á landinu í haust. Beltanotkun góð á Reykja- nesbraut Hinn margdæmdi kynferðisbrotamaður Steingrímur Njálsson hefur sést í KR- hverfinu að undanförnu og er hann sagður fluttur tímabundið inn til vinar síns í blokkaríbúð við Skeljagranda. Foreldrar barna í hverfinu hafa verið varaðir við. Steingrímur Njálsson lluttur í Vesturbæinn Foreldrum barna í KR-hverfinu hefur verið tilkynnt að kynferð- isbrotamaðurinn Steingrímur Njálsson sé fluttur í hverfið og búi í fbúð hjá félaga sínum í Skeljagrandablokkunum. Nokkrir for- eldrar höfðu samband við DV og lýstu áhyggjum sínum af því að þessi margdæmdi kynferðisbrotamaður væri kominn í hverfið, sem annars er mjög barnvænt en þar eru leikskólar, grunnskólar og aðsetur KR. Steingrímur Njálsson er þó enn skráður í þjóðskrá til heimilis að Skúlagötu 70. DV ræddi við ná- granna hans á Skúlagötunni og kom það þeim ekki á óvart að frést hefði af honum í öðrum hverfum. Hann hefði lítið sést í steingrímur Njálsson Hefur hlotið fjölda dóma fyrir kynferðisbrot gegn ungum drengjum. Foreldrar f KR-h verfinu hafa verið varaðir við honum. blokkinni að undan- förnu og ætti það til að leita í húsaskjól til vina sinna tímabundið, þar sem áreiti á Skúlagötu væri mjög mikið. Frí- stundaheim- ili Granda- skóla og starfsmönn- „Einn nágranna hans sagðiþó aðStein- grímur ætti það til að flytja inn á vini sína og kunningja tíma- bundið." um KR-heimilisins var tilkynnt að Steingrímur væri fluttur í KR- hverfið. Fengu tilkynningu seint á föstudag Forsvarsmenn frístundaheimil- isins Undralands, sem staðsett er í Grandaskóla voru seint á föstudag látnir vita að Steingrímur hefði sest að í hverfinu og hefði sést til hans í grennd við skólann. f fram- haldinu voru foreldrar þeirra barna sem í vistun eru á frístunda- heimilinu látnir vita. „Ég get staðfest að við fengum tilkynningu um þetta frá foreldr- um í hverfinu seint á föstudaginn. í framhaldinu létu við þá foreldra sem við hittum vita af þessu," seg- ir Halla ösp Hallsdóttir, forstöðu- maður Undralands. Hún segir einnig að tilkynningin hafi komið það seint að ekki hefði verið hægt að ná í forsvarsmenn Grandaskóla, sem voru farnir heim úr vinnu. Einnig barst tilkynning um Steingrím til starfs- manna í KR-heimil- Á það til að flytja tímabundið íbúar á Skúlagötu 70 hafa þó ekki orðið varir við að Steingrímur flytti endanlega búferlum. Einn nágranna hans sagði þó að Stein- grímur ætti það til að flytja inn á vini sína og kunningja tímabundið og væri því sjaldséður í stigagang- inum. Væri hann heima færi hann yfirleitt ekki út á daginn heldur laumaði sér út í skjóli nætur vegna áreitis frá almenningi. Hefur komið víða við DV flutti í mars á þessu ári frétt- ir af því að Steingrímur héldi til í blokk við Ástún í Kópavogi. Einnig var Steingrímur talinn hafa verið á vappi við Vesturbæjarskóla á síð- asta ári. Síðast voru fréttir af Stein- grími í DV í byrjun júlímánaðar, þegar ungir drengir sögðust hafa gengið í skrokk á honum fyrir utan skemmtistaðinn Rauða ljónið við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Stein- grímur hefur hlotið fjölda refsi- dóma vegna kynferðisofbeldis gegn ungum drengjum auk dóma vegna umferðarlagabrota. Hann var dæmdur til greiðslu sektar árið 2000 fyrir að hafa í fórum sínum barnaklám. gudmun dur@dv. is ívan Ólafsson veiðimaður Fékkháfá veiðistöng við Geldinganesið. MikiII fengur viö Geldinganes Fékk háfvið „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar eitthvert kvikindi bóks- talega reif út línuna. Ég vissi strax að þetta var ekki ýsutittur eða eitthvað af því taginu. Þetta var eitthvað miidu stærra og sterkara," segir ívan Ólafsson, veiðimaður í Mosfellsbæ, en það hljóp heldur betur á snærið hjá honum á laugardagskvöldið. Hann veiddi rúmlega eins metra langan háf við bryggjuna rétt hjá gömlu malarnámunni úti í Geld- inganesi en það ku vera afar óvenju- bryggjuna legt að veiða háf upp við bryggju. „Eg var bara með litla stöng og var hálftíma að draga hann inn,“ segir ívan sem leist ekki á blikuna þegar hann sá fenginn. „Já, ég get ekki neitað því. Maður var soldið stress- aður enda ekki vanur því að veiða svona stóran fisk," segir hann. ívan segir að eitthvert annað öflugt kvik- indi hafi bitið á hálftíma síðar en því hafi tekist að sleppa. Annars ætlar hann að stoppa háfinn upp og hafa hann til sýnis á heimili sínu. liggur á hjá mér að klára próftörnina sem ég er I núna,"segir Sigrún Bender, fegurð- ardrottning og fiugnemi.„Ég er eiginlega bara að kenna sjálfri mér að læra og verð að því fram til prófloka i desember. Svo taka verklegu prófin við og eftir þau get ég farið að ein- beita mér að því að klára flugtímana sem ég á eftir. Mig vantar ekki nema 400 flugtíma og þá get ég farið að sækja um vinnu." 80% ökumanna í Reykjanesbæ nota öryggis- belti að jafnaði. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum könnunar sem lögreglan gerði um helgina, en greint er frá á vef Víkurfrétta. Þessar tölur er ekki ósvip- aðar þeim sem komu út í könnuninni í fyrra þar sem 86% notuðu bflbelti. Ástandið virðist öllu betra á Reykjanesbrautinni þar sem 94% spenntu beltin í könnuninni sem gerð var úr 100 bfla úrtaki. Betur má þó ef duga skal enda skylda að vera í bflbelti. Keyrt inn í Snælandsvideó í Mosfellsbæ Bílapartí endar með árekstri Bfll keyrði inn í Snælandsvídeó í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöldið. Að sögn vitna sem DV talaði við voru margir viðskiptavinir staddir á leig- unni og þykir mikil mildi að enginn slasaðist. Afgreiðslustúlka sem DV talaði við segir að viðskiptavinir hafi fyllst skelfingu og hlaupið út en ver- ið fljótir að róast. í bflnum voru tveir ungir karlmenn og tvær stúlkur sem slösuðust ekki og segir vitnið að þeirra helsta áhyggjuefni eftir hasar- inn hafi verið hve löggan var lengi á leiðinni. DV talaði við ökumanninn og segist hann ekki kunna neina skýringu aðra en að hann hafi ekið Snælandsvideó f Mosfellsbæ Stella Hallsdóttir varð vitni að þvi þegar ungir öku- menn óku inn I leiguna á fimmtudagskvöld. of hratt „og gleymt að bremsa". Hann sagðist ekki hafa verið drukk- inn sjálfur en það var „partí í bfln- um“ sem hugsanlega varð til þess að hann var ekki með hugann við akst- urinn. jonknutur@dv.is Hvað liggur á?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.