Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Jónína þykir Ijúfur karakter og prýðilegur vinnufélagi. Þá kemur hún sér vel inn íöll mál. Hún veit ekki eins mikið um pólitík og hún heldur. Hún er í Framsókn. „Ég hefeiginlega ekk- ert nema gott um hana að segja. Hún er prýði- tegur vinnufélagi og Ijúfur karakter. Það er auðvitað enginn fullkominn en ég einblíni bara á það jákvæða I fari hennar." Drífa Hjartardóttir, samstarfsmaður og vinkona. „Hún er auðvitað mikill skörungur og afar rök- traust og veit slnu viti í þeim málum sem hún vinnur i. Það er líka kostur við hana að hún kemur úr atvinnulífinu ípólitíkina og sú reynsla nýtist vel. Gallarnir eru kannski hinirsömu. Hún kemur alsköpuð ípólitíkina og hún veit minna um hana en hún heldur. Svo erhún auðvit- að I Framsóknarflokknum sem er mikill galli." Guömundur Ární Stefánsson, sam- starfsmaður í utanríkismálanefnd. „Ég kann ágætlega við Jónínu. Það vita allir að hún kemur sér vel inn I öll mál sem vissulega er mikill kostur. Þá finnst mér líka kostur að hún maldar stundum I móinn þegar hennar líkar ekki hvert flokkur- inn hennar stefnir. Hún er ekki eins og barn I bandi eins og Dagný og Birkir." Sigurjón Þóröarson, samstarfsmaður i allsherjarnefnd. Jónína Bjartmarz er fædd 23. desember árið 1952 í Reykjavík. Hún er lögfræðingur að mennt en hefur setið á þingi frá árinu 2000. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að hún leiði lista Framsóknarflokks- ins í borginni. Níu gistu fangageymslur Níu gistu fangageymsl- ur lögreglunnar í Reykja- vík aðfaranótt sunnudags. Þeirra á meðal voru þrír menn, sem handteknir voru í miðbæ Reykjavíkur þegar þeir reyndu að hindra framgang réttvís- innar og réðust á lögreglu- menn þegar þeir reyndu að handtaka félaga þeirra, tvítugan pilt sem var í slagsmálum. Þeir voru látnir gista fangageymslur ásamt þeim sem ágrein- ingur þeirra stóð um. Fimm aðrir voru látnir gista fangageymslur, nokkrir vegna ölvunarláta í miðbænum og aðrir fyrir að aka undir áhrifum áfengis, en alls voru sjö ökumenn stöðvaðir vegna ölvunaraksturs. Hinn umdeildi bankamaður Kristján B. Snorrason hefur hafið nýtt líf á Sauðár- króki. Kristinn komst í fréttirnar í fyrra þegar hann var á móti því að merki KB væri tekið af Kaupfélagi Borgfirðinga. Málið endaði með brottrekstri Kristjáns. en svo komst hann aftur í fréttirnar þegar hann var sagður hafa lánað fé til manna sem tóku þátt í svikamyllu varaþingmannsins Kristins Gunnarssonar sem sagt var frá fyrir ári í DV. Fréttir DV þar sem sagt var frá brottrekstri Kristjáns frá KB bankan- um í Borgarnesi. Nokkrum mánuðum siðar var sagt að hann hefði lánað fé til svikamyllu. forfeðra „Það stóð aldrei til að gefast upp þó maður hefði lent í þessum vandræðum og nú er maður farinn norður," segir Kristján B. Snorrason sem hefur verið gerður að útib'ússtjóra í Sparisjóði Skagafjarðar. Áður var hann rekinn úr starfi útibússtjóra í KB banka á Borgarnesi. Hann ætlar ekki að slá slöku við fyrir norðan heldur og hefur j hyggju að spila bæði bridds og á bassa, en hann er stofnandi Upplyftingar sem átti smellinn Traustur vinur. Kristján komst í fréttirnar fyrir um ári þegar hann var rekinn frá KB banka, að því er talið var vegna andstöðu hans við að merki KB- banka væri tekið af Kaupfélagi Borgfirðinga. Hann komst svo aft- ur í fréttirnar þegar sagt var að hann hefði lánað stórfé í svikamyllu varaþing- mannsins Kristins Gunnarssonar. Er sagt að hann hafi hætt eftir að upp komst að hann veitti þeim ábyrgðarlaus lán. Þessar sögusagn- ir hafa þó ekki komið í veg fyrir það að hann fái aftur vinnu í banka- kerfinu því á mánudaginn hefur hann störf sem útibússtjóri Sparisjóðs Skaga- fjarðar. Segja sumir að þessi ráðn- ing sé hluti af yfirtöku Fram- sóknar- Upplyfting áfram Sjálfur segist Kristinn vera ánægður með að fara norður en þar er hann fæddur og alinn upp. Hann flytur þangað með fjölskyldu sína en hann á konu og þrjú börn. „Hver veit, kannski verð ég hérna í tuttugu og fimm ár en það fer eftir því hvort fjölskyldunni minni líður vel hérna," segir Kristján sem segist vera búinn að ná átt- um eftir erfitt síðasta ár. „Ég ætíaði ekkert að gefast upp á því að vera bankamaður. Þá væri ég ekki Skagfírðingur," segir Kristján sem er, ásamt vini sínum og fram- sóknarmanninum Magnúsi Stef- ánssyni, meðlimur í hljómsveitinni Upplyftingu sem varð landsfræg með laginu Traustur vinur. Hljóm- sveitin er ekki að hætta þó Kristján sé farinn norður. jonknutur@dv.is Krístján B. Snorrason Ætl- ar að hefja nýtt líf á Sauðárkróki. flokks ms Spari- sjóð- un- um Sigurður Helgason hjá Umferöarráði hræöist ekki sölu á radarvörum Lögreglan er alltaf einu skrefi á undan íslenskir bifreiðaeigendur, sem hafa gaman af því að aka hratt, hafa löngum íjárfest í radarvörum ýmiss konar sem eiga að gera það að verk- um að þeir geti keyrt eins hratt og þeim sýnist án þess að þurfa að hafa áhyggj- ur af hraðamæling- um lögreglunnar. Búðir með rafeinda- búnað auglýsa radar- vara grimmt og höfða til þess að kaup- endur geti sloppið við hraða- Sigurður Helgason hjá Umferðarráði Segir radarvara vera afar lélega fjárfestingu. sektir og punkta hjá lögreglunni. DV hafði samband við Sigurð Helgason hjá Umferðarráði og spurði hann hvort það væri eðlilegt að fyrir- tæki hvettu til lögbrota líkt og þessar búðir gera með auglýsingum sínum á radarvörum. Sigurður sagðist ekki hafa miklar áhyggjur cif því þar sem það hefði sýnt sig að lögreglan væri alltaf skrefi á undan radarvömnum í hraðamælingum sínum. „Þessir radarvarar em ekki nógu góðir og ég ráðlegg fólki alfarið frá því að kaupa þá. Það er ömgglega hægt að finna betri not fyrir peninga," sagði Sigurður, sem sagði það ekki hafa komið til umræða að banna rad- arvara. „Þeir em bannaðir í sumum löndum en ekki hér. Það hefur ekki verið ástæða til þess að banna þetta þvf lögreglan er alltaf á undan," sagði Sigurður. Jónína Jónsdóttir hjá Nesradío sagðist selja grimmt af radarvörum þegar DV hafði samband við hana í gær. „Ég stað- hæfi að radarvarar lækka irmferðar- hraða. Þeir sem hafa radarvara em meðvitaðri um hraðann þegar lög- reglan er að mæla og það skilar sér í lægri umferðarhraða," sagði Jónína. Að sögn Jónínu em radarvarar vinsæl gjöf hjá útíendingum sem sækja ísland heim. Hún sagði að þetta væri sérstaklega vinsæl fimmtugsafinælisgjöf hjá ítöl- um en radarvarar em bannaðir þar í landi. oskar@dv.is að sögn Sigurðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.