Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDACUR 29. ÁGÚST2005 Bílar TfV Leó M. Jónsson svarar fyrirspurnum á leoemm.com og eru þær birtar á bílasíðum DV Spunt og svarað Bréffrá lesanda: Ég las greinarþínar um jeppabreytingar á vefsíöu Leós. Ég er áhugamaður um jeppa og hefgam- an afþví að aka breyttum jeppum við erfíð skilyrði. Hins vegarhefég gefist upp á því að reka breyttan jeppa, bæði vegna kostnaðar og þess hve þeir eru erfiðir í notkun. Ég hefþví að undan- förnu notast við óbreytta jeppa með upprunaiegri hjólastærð frá framleið- anda. Þannig jeppi kemst nánast allt ogdugarbetur.(9SSMC _' I snjó en marg-' ur hyggur. Þá má nefna að maður þreytist minna við að aka óbreyttum jeppa og slit á tegum, stýris- búnaði, drifbúnaði og öðru er minna, að ekki sé minnst á miklu minni elds- neytiseyðslu. Ég gagnrýni ekki þá sem vilja eiga og aka breyttum jeppum. Ég skil einnig velþá sem hafa áhuga á þessu - en ég held samt að flestirþeirra aki fyrst og fremst á þjóðvegum eða innanbæjar og breytingin sé bara eltingaleikur við tisku eða tildur. Ég hefhins vegar oft gagnrýnt þessa sömu menn fyrir akst- urslag þeirra, t.d. þegar þeir aka þess- um bílum ískafrenningi og slæmu skyggni á þjóðvegunum og þá oft mun hraðar en aðrir - þrátt fyrir að vera á bilum með ótraustari akst- urseiginleika, að mínu mati. Þeir á breyttu jeppunum hegða sér eins og þeir haldi að þeir þurfi ekki að sjá fram fyrir bílinn líkt og aðrir vegfarendur. Svar: Mér finnst ástæða til að nefna eftirfar- andi i sambandi við þetta bréf. Sjálfur á ég mikið breyttan AMC C5-jeppa á 38" dekkjum og vek athygli á að marg- ir hafa gaman afbreyttum jeppum - þetta er einfaldlega tómstundagaman margra - þar á meðal mín sem ekki nota slíkan jeppa dags daglega, - bara að eiga, aka og stússast í kringum breyttan jeppa er hvlld. Margir eru á sömu skoðun og bréfritari um að flestum jeppum sé breytt ein- ungis til að sýnast. Engu að síður er það staðreynd að með ákveðnum breytingum er hægt að auka notagildi jeppa til ákveðinna ferðalaga í óbyggðum þar sem sérstakar aðstæð- ur eru ráðandi, ekki síst að vetri til. Og ekki ersama hvernig að breytingum er staðið (en um það fjölluðu skrifmín fyrst og fremst auk þess sem ég gagn- rýndi að reglum um ástand breyttra bíla og endurbyggðra (t.d. tjónabíla) sé ekki fylgt eftir við árlega skoðun á bíl- um - sem sést m.a. á þvf að skoöunar- fyrirtækin hafa ekki einu sinni nauð- synlegan tækjabúnað til þess. Lætin sem urðu út afþessari gagnrýni minni komu mér ekki á óvart - jeppa- breytingar er talsverður iðnaður sem veltirstórum fjárhæðum - breyting á nýjum jeppa kostar t.d. um og yfir eina milljón króna án þess að teljast meiri- háttar. Við jeppabreytingar fást, sem betur fer, vandvirkir fagmenn þótt inn- an um séu fúskararsem bregðast snakillir við hvers konar gagnrýni, sem þeir vita að getur ógnað peningaleg- um hagsmunum þeirra. Ég erþeirrar skoðunar að auka megi öryggi i um- ferðinni með því einu að þeim reglum, sem gilda um breytta bíla, sé framfylgt afskoðunarfyrirtækjum og veittsé eðlilegt aðhald með umferðareftirliti lögreglu. Jeppar eru vinsælir. Mig grunar að það hafi minna með jeppaeiginleika að gera en látið er í veðri vaka og á þá við jeppa sem margir nota til daglegs brúks ístað fólksbíls. Ég erþeirrar skoðunar að margir, sem gera sér grein fyrirþvíhve umferðin er orðin hættu- leg vegna skorts á löghlýðni, vegna kæruleysis, ruddaskapar og frekju telji öryggi sínu best borgið á sem stærst- um og þyngstum bíl og velji þvíjeppa. Cetur ekki verið að i augum margra sé stór, upphækkaður 3ja tonna jeppi á risahjólum einhvers konarsálræn trygging fyrirþvi að verða ekki slas- aður, limlestur eða drepinn vegna framferðis ökuníðinga í umferðinni? Spurt um relmar: Ég var að hafa áhyggjur afalternator-reiminni i bíln- um mínum. Hvað gerðist efhún færi nú allt í einu og ég væri út á landi? Vökvastýrið fer út og altenatorinn hættir að snúast. Kæliviftan er líklega rafmagnsknúin en hvað með vatns- dæluna er hún tengd tímareiminni eða erhúná sömu reiminni og alternator- inn? Ég gæti væntanlega ekið án vökvastýris en efvatnsdælan fer útþá er ég í vondum málum eða hvað? Fyrir nokkrum árum sá ég neyðarreim, einhvers konar teygju sem smella átti upp á trissurnar og mátti notast við i neyð. Ég spurði um slíka reim í Stillingu en hún var ekki til - en þeim leist vel á hugmyndina. I Bílanausti kannaðist enginn við neyðarreim. Er eitthvað til sem hægt er að nota sem neyðarreim? Svar: Isumum vélum knýr tímareimin vatns- dæluna, m.a. í einhverjum gerðum af Renault og því ekki hætta á að vél of- hitni þótt alternatorreim slitni. Teygjureimar voru til fyrir nokkrum árum en eftir að flatar fjölspora-reimar komu ístað kílreima, sem nú eru nán- ast reglan, hurfu þær afmarkaðnum. Það vill til að flötu fjölspora-reimarnar sem knýja alternator, vökvastýri og jafnvel kæliviftu (og loftpressu) endast miklu betur en kílreimar auk þess sem á þeim eru sjálfvirkir strekkjarar sem ekki var auðvelt að hafa á kílreimum vegna þess að strekkisvið þeirra er miklu meira. Ending flötu reimanna er jafnvel meiri en tímareimar og reglan sú að skipta um báðar samtímis. Reimavandamál eru því áreiðanlega ekki eins atgeng nú og þau voru t.d. fyrir áratug. Nota þetta tilfelli til að benda á að lengd kilreima er mæld á ytri hringferlinum - þar sem reimin er breiðust. Spurt um oliumiðstöðvar: Veistu hvar maður getur nálgast olfumiðstöð fyrir diseljeppa, upplýsingar um slik tæki og jafnvel hvar maður getur feng- ið olíumiðstöð keypta? Hverjirsjá um að setja svona tæki ibílinn? Svar: Seljendur nýrra olfumiðstöðva eru Bílanaust (Eberspacher) og Bílasmið- urinn (Wabasco). Steinmar Gunnars- son plastsmiður hefur sett olíumið- stöðvar í fjölda báta og bíla - hann veit allt um þessi tæki og er I simaskránni. Netfangið hans varsiðast þegar ég vissi steinmarg @hotmaií.com Bílasérfræðin Smábílar í sókn Smábflar frá Suður-Kóreu hafa sterka stöðu á markaðnum. Hyundai hefur lagt mflda áherslu á að auka gæði sinna bfla og hefur fengið árangurinn staðfestan, meðal annars í gæðamælingum J.D. Power í Bandarflgunum (www.jd- power.com). Til að lífga upp á sölu smábflanna hefur Hyundai m.a. beitt tíðari útlitsbreytingum. Einn vinsælla smábfla er Hyundai Matrix sem nú hefur fengið andlits- og bak hlutalyftingu, en Matrix er að því leyti öðru vísi en flestir smábflar að hann ei boðinn með 3 vélum sem aliar eru yfir hö. Ein þeirra er ný 1,5 lítra dísilvél sem er 102 hö og með hámarkstog 234 Nm við 2000 sm. Matrix dísfl- bfllinn mun vera með sprækustu smábflum. Eyðslan er 5,4 lítrar í blönduðum akstri. ■ Pfírsí lu' líynnir nýjnstn hörniuii 'hnrulraU a 5,4 sekiuiíhim. % , Jf i • * •» ■ WrrSe- 8 « * "»•« *. Aukin áhersla á aldrif í október mun Porsche hefja sér- staka kynningu á nýrri kynslóð 911 sportbflsins með fjórhjóladrifi. Um er að ræða seríu nýrra gerðar. Porsche Carrera 4 Cabriolet er með 3.6 lítra flötu vatnskældu 6 sflindra vélina í 325 ha útfærslu. Þessi opni sportbfll er 5,3 sekúndur að ná 100 km hraða frá kyrrstöðu og há- markshraðinn er 280 km/klst. Þegar Porsche gefur upp hámarkshraða er það ekki sá hraði sem bíllinn nær, heldur sá sem halda má klukku- stundum saman á þýskum átóban - hafi bflstjórinn nægilegt úthald. Carrera 4S er öflugra afbrigði með 3,8 lítra vélina, 355 ha og er sá sneggri - nær 100 km hraða á 4,9 sek. Carrera 4-bílarnir eru búnir sjálfvirkri aflmiðlun frá miðdrifi um tölvustýrða seigjukúplingu; drifafl framhjólanna er breytilegt eftir þörf fyrir veggrip, frá 5 og upp í 40%. í fljótu bragði er ekki sjáanlegur mik- ill munur á útliti nýja opna 911- bílsins eftir því hvort hann er með afturhjóladrif eða aldrif. Við nánari samanburð sést að aldrifsbfllinn er nokkru breiðari - undirvagninn, þ.e. hjólbotninn, er 44 mm breiðari. Sérfræðingar sem hafa átt þess kost að taka þennan nýja opna 911 Car- rera til kostanna eru á einu máli um að Porsche hafi tekist betur en flest- um öðrum framleiðendum sport- bíla að gefa opna bílnum viðunandi botn- og snerilstyrk - en það hefur löngum þótt ókostur opinna sport- bíla hve þeir vilja „liðast". Þá þykir frágangur Porsche á þakhlífinni úr mjúku plastefni vel heppnaður, en rafbúnaður setur hana upp og tekur niður á 20 sek- úndum og virkar upp að 50 km/klst. Þakhlífin með búnaði vegur 42 kg sem er nærri helmingur þyngdar hlífa úr málmi eins og hafa verið á eldri opnum Porsche 911. Þá hefur Porsche þróað frekar veltiboga og aukið öryggið með hraðvirkari sjálf- virkni. Bogamir em úr sérhertu þol- stáli, annars vegar innbyggðir í framrammann en hins vegar em tveir sjálfvirkir bogar sem skjótast upp aftan við aftursætið í neyðartil- fellum. Auk þess þykir Porsche hafa tek- ist vel upp með öryggismálin að öðm leyti en þau em, eins og við er að búast, sérstakur kapítuli í opn- um bfl. Öryggispúðar em inn- byggðir ofarlega í hurðunum en þeir vernda höfuð gegn hliðar- höggi. Þá em Thorax-öryggispúðar innbyggðir í hliðar framstólanna og aðalpúðar hvor sínu megin fyrir framan bílstjóra og farþega í fram- sæti. Til að tryggja sem mest öryggi í akstri er PSM-kerfið (Porsche Stability Management). PSM er eins konar akstursgát sem er óáþreifan- leg þar til tölvukerfið „skynjar" ákveðna hættu. Sú hætta er skil- greind sem ástand þar sem stöðug- leiki er farinn að nálgast ystu mörk, en þá tekur kerfið í taumana. PSM- kerfið heldur utan um önnur kerfi svo sem ABS-læsivörn, spólvörn og drifmiðlun og getur þannig numið þá krafta sem verka á bílinn og valda t.d. undir- eða yfirstýringu (hliðarskriði). í nýrri útfærslu hefur nýjum þætti verið bætt við PSM- kerfið, en það er styrkstýring sem eykur bremsuafl eftir ákveðnum álagsbreytum t.d. í neyðartilvikum. Nýi 911 er fáanlegur með keramísk- um bremsudiskum (PCCB) eins og eldri gerðir. Þegar hætta er á að bfllinn missi jafnvægi, veggrip eða rásfestu tekur PSM-kerfið fram fyrir hendur bfl- stjóra og beitir stýringu í gegnum hinn ýmsa búnað bflsins þannig að veggrip og jaftivægi haldist. Prófan- ir hafa sýnt að PSM-kerfið eykur ör- yggi umtalsvert, sérstaklega þegar í hlut eiga ökumenn sem ekki eru þaulvanir svo öflugum sportbflum sem 911 er. Stöðugleiki þessara mögnuðu sportbfla er aukinn með tölvu- stýrðu kerfi sem nefnist „Porsche Active Suspension Management" eða PASM-kerfið. Það gegnir því hlutverki að draga úr lóðréttum hreyfmgum og halla bflsins í akstri við mismunandi álag og aðstæður. Kerfið stýrir m.a. þrýstingi í dempara hvers hjóls og getur þannig gegnt fleiri en einu hlut- verki; með því getur ökumaður val- ið stinnari eða mýkri fjöðrun eftir því hvað hentar aksturslagi; það tryggir hámarksveggrip og jafn- framt stöðugleika: Bfllinn verður öruggari, skemmtilegri og þægi- legri. PASM-kerfið er staðalbúnað- ur í 911 Carrera 4S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.