Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Page 32
32 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST2005 Menning 1>V Ólöf Ingólfsdóttir, Harpa Arnardótt- ir, Ástrós Gunnarsdóttir og Nadine Banine Þær Ólöfog Nadine eiga báöar verk á hátiöinni sem veröa fiutt um næstu heigi DV-mynd Stefán DANSHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR var startað á laugardag með kynningu og forsýningu á nýja sviði Borgarleikhússins. Þar var komið saman margt manna úr dansgeiranum sem skemmti sér við spjall, myndbandssýn- ingar af dansverkum og flutn- ing á samstarfsverkefni dansara og leikara af þremur þjóðern- um. Enginn opinberra fulltrúa ríkis og bæjar var á opnuninni. ALÞJÓÐLEGT yfirbragð er á hátíðinni sem nú verður haldin í fjórða sinn. Listamenn frá sex þjóðlöndum koma að verkun- um og verða átta sviðsverk á fjölunum frá fimmtudegi í næstu viku. Þá verður dans- myndum gert sérstaklega hátt undir höfði á hátíðinni, en myndbandið er f vaxandi mæli notað sem birt- ingarform fyrir dansverk, nú nærri hálfri öld eftir að frum- kvöðlar nútímadansins reyndu að slá saman mynd og dans- hreyfmgu vestur í Bandaríkjun- um. Flugur SYND að aðeins verður ein sýning á hverju þeirra verka sem í boði er. Frá fimmtudegi fram á sunnudag eru kvöldsýn- ingar, en á laugardegi verða myndbandsverk sýnd í Regn- boganum. Þá verður sérstök sýning fyrir börn á sunnudags- eftirmiðdag. DANSHÁTÍÐIN er sprottin úr grasrótinni og er einstakt tækifæri fyrir almenning að setja sig inn í þá strauma sem leika um dansgólfið. Mörg þeirra verka sem hér eru á ferð- inni eru á leið út í heim á smærri og stærri danshátíðir. Listdansinn er það form ís- lenskra sviðslista sem víðast fer og gætir mikillar grósku í dans- inum sem vonandi stendur af sér það hausthret sem nú næðir um ungviði danslífsins og blæs um byggðina úr Skuggahverf- inu. UM HELGINA lauk sýning- um á vegum fsbrjótsins, sam- norræns verkefnis til að brjóta niður veggi milli sjónlista og sviðslista. Þær sýningar sem voru um helgina verða ekki endurteknar. Fram undan er Bókmenntahátíð með alþjóð- legu sniði og verða menn að hafa sig alla við til að fylgjast með öllu því sem er á boðstól- um þessa dagana. Rúmenar vinna í Höfn Það var Faröu og liföu, kvik- mynd unnin í samvinnu ísraela og Frakka sem var valin besta mynd- in á Kvikmyndahátíðinni í Kaup- mannahöfn á laugardagskvöld. Leikstjórinn er rúmenslcur, Radu Mihaileanu. VerÖlaunaafhending- in fór fram í Cirkus-byggingunni í miðborg Kaupmannahafnar, en Baltasar Kormákur sat í dóm- nefndinni ásamt Nick Roeg, Susönnu Bier, og leilcurunum Asinee Khanjium og Ude Kier. Sérstök verðlaun nefiidarinnar, Grand Prix, féllu í hendur öðrum Rúmena, Cristi Puiu fyrir myndina Dauöi hi. Lasarus. Norski leik- stjórinn Bent Hamer var valinn besti leikstjórinn fyrir Factotum sem er norsk-amerísk samfram- leiðsla. Þessar tvær uppskáru Gyllta svaninn fyrir besta karl og lcvenhlutverkið sem þau Ioan Fiscuteaunu og Lili Taylor hirtu. Tíu myndir kepptu í aðalkeppn- inni. Faröu og liföu hlaut bestu handritsverðlaunixm en í mynd- inni segir frá dreng sem þykist vera gyðingur til að Ufa af. Þá voru veitt verðlaun fyrir kvikmynda- töku, besta kvenleikstjórann, Costa Gavras og Nic Roeg fengu ferilsverðlaun og þeir Nils Malm- ros og Emir Kusturica heið- ursverðlaun. Seta Baltasars í valnefndinni er til marks um vaxandi veg hans á alþjóðlegum vettvangi og eykur hróður hans sem bíður nú nýrrar prufu þegar Lítil ferö til himna verður frumsýnd. Baltasar Kormákur Vegur hans vex á aölþjóöavettvangi. DV-myndTeitur Boðuð lokun á Listdansskóla íslands hefur vakið mikla athygli en menntamálaráð- herra hefur ákveðið að loka skólanum að loknu þessu starfsári. Skólinn er eini list- dansskólinn sem hefur mátt til að að kenna listdans svo dugi nemendum til starfsþjálf- unar, þeirrar stopulu vinnu sem fæst listdansi hér á landi og frama erlendis. Skólinn stendur á gömlum merg og er kjölfestan í listdanslífi í landinu. Menntamálaráðherra hyggst koma dansmenntun fyrir í framhaldsskólakerfinu og telur væntanlegt leikfimi- hús Menntaskólans við Hamrahlíð duga sem ræktunarstöð listdans í framtíðinni. Leitað var til nokkurra einstaklinga sem hafa tengst listdansi, höfunda, dansara og kennara úr dansgeiranum og óskað eftir áliti á þeim fregnum sem borist hafa úr menntamálaráðuneyt- inu. Eftir könnun DV síðustu daga er ljóst að sú gagngera breyt- ing sem ráðuneytið hyggst gera á stöðu listdansins í menntakerf- inu er án nokkurs samráðs við greinina: Dansráð, Félag íslenskra listdansara, forstöðumenn einkaskóla, sem eru sjö starfandi í greininni, forstöðumenn leikhúsa, Bandalag sjálfstæðra leik- hópa, en innan þeirra er að finna fjölmarga smærri dansflokka, Listaháskóli íslands sem hefur nýlega stofnað framhaldsbraut fyrir dansara; ekki hefur verið leitað til eins eða neins um þær óljósu hugmyndir sem ráðuneytið virðist hafa um málið. Einn viðmælanda blaðsins orðaði það á þann veg að skrifstofumenn í ráðuneytinu vissi einfaldlega ekkert hvað þeir væru að gera. Bára Magnúsdóttir dans- ari og framkvæmdatjóri Oansræktar JSB DV-mynd Heiða Bára Magnúsdóttir dansari og skólastjóri „Maður er að velta þessu fyrir sér og reyna að halda ró sinni. Það er fyrst að spyija hvað komi í staðinn ef Iistdanskóli íslands verður lagður nið- ur. Ef ekki verður fundin lausn á framtíðarmennt- un dansara er það skelfilegt til að hugsa. Að fram- haldsskólar taki við þessu verkefni er skrýtin lausn. Kennsla í dansi heimtar sérhannað hús- næði sem þeir ráða ekki yfir. Þetta nám er gerólflct námi tónlist sem oft er tekið til samanburðar. Sú lausn sýnir vanþekkingu á eðli námsins." Geta einkaskólamir tekiö viö þessum þætti menntunar? Það yrði þá að vera gerður um það samningur og leggja tfl þess fé. Það er ekki hægt að dreifa kennslu í dansi í marga skóla á Reykj avflcursvæð - inu. Það eru ekki margir sem fara á bekk afreks- manna í dansi. Þeir þurfa þjálfun daglega fimm daga vikurmar, tvo og hálfan tlma dag hvem. Þekking er til að annast þessa þjálfun. Það er ekki málið. En menntun sem þessi kostar meira en fjölskyldur geta borið eða einstaklingar. Hún kostar peninga. Þetta er því mikil afturför ef af verður." Irma Gunnarsdóttir danshöfundur og kenn- ari, formaður Félags fslenskra listdansara. DV-myndHeiöa Irma Gunnarsdóttir danshöfundur og formaður Félags íslenskra listdansara „Þetta ber brátt að, undirbúningur málsins er skrýtinn. Ekki er haft samráð við neina fag- aðila heldur bara tilkynnt að það eigi að loka skólanum. Breytinga kann að vera þörf í mál- efnum Iástdansskólans og þær geta verið til batnaðar, en svona ákvörðun er ekki hægt að taka nema að vel athuguðu máli. Sú stefna sem ráðherra hefur boðað er óskýr. Stjóm Félags listdansara mun funda með ráðherra og við höfum leitað eftir stuðningi Bandalags ís- lenskra listamanna. Við höfum ekki efni á svona stóra skrefi afturábak. Það er búið að leggja gríðarlegan kraft í að koma dansinum á þann stað sem við erum nú stödd. Þessi ákvörðun ber vott um mikið skilningsleysi hjá stjómvöldum á stöðu dansins og eðli listgrein- arinnar." Ástrós Gunnarsdóttir dansari, dans- höfundur og framkvæmdastjóra Reykjavik Dance Festival „Þetta er bara skandall. Ráðuneytið getur engu svarað. Með þessu óljósa fyrirkomulagi verður listrænt uppeldi fyrir borð borið. Hver á að vera samræmingaraðili fyrir dansmenntun í landinu? Það er til námsskrá í Iástdansskólan- um sem samin var fyrir fimm árum og er fyrir- liggjandi á heimasíðu skólans. Þar er stefna skólans sem ráðuneytið hefur samþykkt fyrir- liggjandi. Það er ekki hægt að opna framhalds- deild í Listaháskólanum á sama tíma og lokað er grann- og framhaldskennslunni í kerfinu. List- dansskólinn hefúr búið við slæm rekstrarskil- yrði og verið rekinn með bullandi tapi í langan tíma. I tíð fyrrverandi ráðherra var lofað ijár- veitingum til framhaldsdeildar sem ekki var staðið við. Þetta er avanhugsað sem mest getur verið." Ástrós Gunnarsdóttir dansari, höfundur og kennari. DV-mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.