Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Söfnin verði auglýst Hilmar Malmquist, for- stöðumaður Náttúrufræði- stofu Kópavogs, hefur lagt til við bæjaryflrvöld að átak verði gert í að kynna nátt- úrufræðistofuna og bóka- safn bæjarins. Lista- og menningarráð bæjarins hefur rætt tillögu Hilmars um að kaupa 24 birtingar á skjáauglýsingum í Ríkis- sjónvarpinu fyrir 240 þús- und krónur. Einnig eru menn í ráðinu að velta því fyrir sér að útbúa kynning- arbækling sem dreift yrði í öll hús í bænum. Peningur fyrir titil Hestamaðurinn Sig- urður Straumijörð Páls- sonfær 100 þúsund króna styrk úr bæjarsjóði Mosfellsbæjar sam- kvæmt ákvörðun bæjar- ráðs í gær. Er styrkurinn veittur „vegna heims- meistaratitils í 100 metra skeiði er hann vann til á heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins í Sviþjóð í ágúst." Tónlistarhúsið ? Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður. „Þetta er stórglæsileg hug- mynd og mikið fagnaðarefni fyrir tónlistarunnendur og iðkendur tónlistar á Islandi. Það að fá ÓlafEliasson sem ráðunaut hefurskilað mjög skemmtilegri og óvenjulegri hugmynd og þannig gæti hús- ið komist í hóp glæstustu tón- tistarhúsa heims. Ég hefsvo enga ástæðu til að ætla ann- að en að færustu menn sjái til þess að hljómburður, lýsing og aðstaða öll verði með besta móti. Ég vil óska þeim til ham- ingju sem hafa látið þennan áratugalanga draum verða að veruleika." Hann segir / Hún segir „Ég er rosalega glöð og spennt yfirþessu og mér finnst þetta líta mjög glæsilega út. Glæsi- leiki hússins gæti líka leitt af sér að ungu fólki finnist gam- an að sækja tónleika þar og það eitt og sér gæti orðið mikil lyftistöng fyrir íslenskt tónlist- arlíf. Það er samt vottur af smástressi þegar ég hugsa um hljómburðinn í húsinu en ég vona að hljómburðurinn verði góður og það nýtist vel til tón- leikahalds." Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Listahjónin Baltasar og Kristjana Samper eru komin í mál við Söfnunarsjóð lífeyr- isréttinda. Þau sætta sig ekki við að þurfa að greiða í lífeyrissjóð samkvæmt nýjum lögum sem færir þeim ekki nema 2.500 krónur á mánuði í ellinni. Baltasarhiónin í mál Listahjónin góðkunnu, Baltasar Samper og Kristjana Samper, hafa hvort í sínu lagi höfðað mál gegn Söfnunarsjóði lífeyrisrétt- inda. Sætta þau hjón sig ekki við að vera skylduð til að greiða í lífeyrissjóð samkvæmt nýjum lögum þar sem ljóst sé að þau fái aldrei neitt út úr sjóðnum. Eðli málsins samkvæmt hafa Baltasar og Kristjana lengst af unn- ið á eigin vegum og sjálf séð um að tryggja sig fjárhagslega í ellinni þegar hún kemur. Með lagabreyt- ingum sem gerðar voru hér á landi fyrir nokkrum árum voru allir landsmenn skyldaðir til að greiða í lífeyrissjóð, burtséð frá því hvert starfið væri eða afkoman yfirleitt. Tvær grímur Baltasar og Kristjana byrjuðu að borga í lífeyrissjóð þegar þeim barst tilkynning þar um en þegar yfirlit fóru að berast um réttindi þeirra runnu á þau tvær grímur. í ellinni átti aðeins að skammta þeim smá- aura og það ekki í neinu samræmi við framlag þeirra úr eigin vasa. Skýringin einföld: Þeir sem byrja að borga seint í lífeyrissjóð fá lítið sem ekkert til baka. 2.500 á mánuði Baltasar Samper er 67 ára gamall og Kristjana kona hans að verða 61 árs. í yfirliti sem Baltasar barst frá lífeyrissjóðnum sá hann að við 82 ára aldur myndi hann fá 2.500 „íyfirliti sem Baltasar barst frá lífeyrissjóðnum sá hann að við 82 ára aldur myndi hann fá 2.500 krónur á mánuði til æviloka. Þá var honum nóg boðið." Baltasar Samper Heldur seint að byrja að greiða i lífeyrissjóð 67 ára gamall. Kristjana Samper Vill sjálfráða sínu ævi kvöldi i friði fyrir kerf- inu líkt og bóndi hennar. krónur á mánuði til æviloka. Þá var honum nóg boðið. Lögmaður þeirra hjóna í málinu gegn lífeyriskerfinu er Steingrímur Þormóðsson og er málið nokkurs konar prófmál fyrir þau öll þar sem lögmaðurinn sjálfur hefur lengst af unnið sjálfstætt og lenti því í sömu hringavitleys- unni og skjól- stæðingar hans þegar gert var að skyldu að vera í líf- eyrissjóði. Málið var tekið fyrir Héraðs- dómi Reykja- ness í fyrra- dag. Vopnað rán framið í Laugarnesapóteki í gær Lögreglan yfirbugar lyfjaræningja Vopnað rán var framið í Laugar- nesapóteki á þriðja tfmanum í gær. Tveir grímuklæddir menn vopnað- ir hnífum réðust inn í apótekið og kröfðu starfsfólk um lyf og peninga. „Þeir komu hérna inn öskrandi og létu okkur opna skúffur með lyfjum og peningum. Það voru fjórir starfsmenn í apótekinu en þrír starfsmenn komust út bakdyra- megin og hringdu á lögregluna," segir starfsstúlka í apótekinu og bætir við að lögreglan hafi verið fljót á staðinn. Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að lög- reglan hafi komið á staðinn þegar mennirnir tveir voru við það að setjast upp í bíl í nágrenni apóteks- ins þar sem þriðji maðurinn beið. „Við náðum þeim á flótta og hand- tókum alla þrjá,“ segir Sigursteinn Steinþórsson hjá lögreglunni. svavar@dv.is Brottnámið í rannsókn „Við erum enn að rannsaka málið en höfum ekki fundið neitt úr eftirlits- myndavél- um, hvorki ff á Laugar- dalslaug né Hagkaup- um," segir Bjamþór Aðalsteins- son, hjá rannsóknardeild lögregl- unnar um mál stúlkunnar sem tjáði lögreglu að hún hafi verið numin á brott við Laugardalslaug í fyrradag. Stúlkan heldur því fram að maður hafi þröngvað sér upp í bíl og keyrt í Hagkaup í Skeifunni, þar sem henni hafi ver- ið gert að máta föt meðan maður- inn tók myndir, hann hafi síðan borgað henni nokkur htmdruð krónur fyrir og keyrt hana í skóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.