Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Scott Ramsey og sam- [ býliskonan Birgitta ganga inn t Héraðsdóm Eiga langveikt barn og glíma saman við sorgina. Leikskólar og frí- I stundaheimili Ekki spurning með þaö segja félagarnir i minnihluta, Viijáimur Steinunn Myndi meðal annars eyða íuppbyggingu hafnarbakkans. Guðný ánægð „Ef ekki kæmi til rekstur félagslegu íbúðanna væri góður hagnaður af rekstri sveitarfélagsins. En þetta er allt á rétti leið," segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Raufarhafnar- hrepps. Rekstur hreppsins snerist við á árunum 2003 og 2004 miðað við tvö ár þar á undan. Hagnaður af- sveitarsjóði var 3,2 millj- ónir 2004 en 305 þúsund krónur 2003. Vegna yfir- töku sveitarfélagsins á íbúðum í félagslega kerfinu var tap á heildar- samstæðunni aftur á móti um 3,7 milljónir. Ósáttirvið sorphauga Eigendur og ábúend- ur jarðanna Grænhóls, Strýtu og Auðholtshjá- leigu mótmæia nýrri deil- skipulagstillögu fýrir Sorpstöð Suðurlands við Kirkjufeijuhjáleigu í Ölf- usi. Benda þeir meðal annars á að skammt frá urðunarsvæðinu séu upptök þekktra lax- veiðáa. Sóðaskapur og mengun fylgi starfsem- inni og að fjailasýn þeirra muni versna. Er þess krafist að breytingamar fari í umhverfismat.Telja landeigendumir sveitarfélagið skaða- bótaskylt sem þeir muni sækja með dómsmáli ef þörf krefji. Sveitarfélagið segir unnið að því að finna nýjan urðunarstað. Trassar sektaðir Tæplega sextugur mað- ur sem trassað hefur að ganga frá lóð og einbýlis- húsi sínu við Fjallalind í Kópavogi á von á dagsekt- um frá og með næsta mið- vikudegi. Bæjaryfirvöld hafa misst þolinmæði gagnvart húseigandandum og ætla að sekta hann um þrjú þúsund krónur fyrir hvern dag sem líður þar til gengið hefur verið að fullu frá lóðinni í samræmi lóða- leigusamninginn sem mað- urinn gerði við Kópavog. Manninum hafði áður ver- ið gefinn lokafrestur tii 1. september. Dramatík í réttarsal. Sambýliskona Scott Ramseys sagði kvöldið, sem Scott varð dönskum hermanni að bana, það fyrsta sem þau hafi farið út á lífið eftir að þau eignuðust alvarlega veikt barn sjö mánuðum áður. Niðurbrotinn útskýrði Scott sýna hlið: Afbrýðisemi, óhófleg drykkja varð að eitruðum kokteil sem endaði með hörmulegu morði. „She told me to kick that boy's ass Stóri salurinn í Héraðsdómi Reykjaness var þétt setinn þegar aðalmeðferð í máli fótboltakappans Scott Ramseys hófst klukkan níu í gærmorgun. Vinir, fjölskylda og velunnarar Scott sátu út réttarhöldin auk fulltrúa frá danska hemum. Scott Rámsey var fyrsti maðurinn til að bera vitni. Svitaperlurnar á enni og hikstandi rödd bám vanlíðan hans glöggt vitni. Scott Ramsey sagði: „Ég var í verið. Birgitta sagði að þetta væri teiti með fótboltaliðinu mínu. Við vorum að horfa á sjónvarp og drekka. Síðan fórum við á Kaffi Duus. Við sátum á einu borði. Konurnar okkar á öðru. Skömmu síðar sá ég að Flemming er kom- inn að Birgittu. Fannst þetta ekk- ert mál. Fyrst. Síðan tek ég eftir að hann hallar sér þétt upp að henni. Eftir smá stund gekk ég að Birgittu og spurði hvort hún vildi koma á Traffic. Hún sagði já og við fórum." Scott Ramsey var snyrtilega klæddur í svörtum jakkafötum. Hann upplýsti að hann hefði lagt fótboltabúninginn á hilluna. Hon- um þætti það bera vott um virðing- arleysi ef hann héldi áff am að spila undir þessum kringumstæðum. Banvænt hnefahögg Það var á Traffic sem Scott Ramsey veitti Flemming Tolstrup, dönskum hermanni í æfingaferð um ísland, banvænt hnefahögg. Þóra Steffensen, réttarmeinafræð- ingur, sagði fýrir dómnum í gær höggið hafa komið efsti við hægra kjálkabeinið og valdið blæðingu í mjúkveijum og vöðvum sem festast við eyrað. Það hafi komið rifa í hálsslagæð, fylgt hafi mikil blæðing. Flemming Tolstrup hafi látist nær samstundis. Scott hélt áfram: „Á leiðinni á Traffic spurði ég hver þetta hefði danskur hermaður. Ég spurði hvort hann hefði verið að reyna við hana. Hún svaraði já en hann hefði vitað að hún væri með kærasta því hún talaði með skoskum hreim. Á Traffic kom Birgitta aftur upp að mér og sagði að Flemming væri að reyna við sig.“ Örlagaríkt samtal Sjálf lýsti Birgitta Hrund Káradóttir, sem var í fallegri svartri drakt, atburðarrásinni á þann veg að hún hefði verið að dansa á Traffic. „Scott sat hins vegar við barinn. Hann dansar ekki,“ sagði hún og bætti við að þegar hún leit upp hafi hún séð Flemming Tolstr- up. Hún hafi svo farið á barinn þar sem Flemming hafi haldið áfram að „áreita" hana. Scott hafi hins vegar brugðið sér á klósettið þar sem kunningjakona hans stoppaði hann. Sagði Flemming vera að reyna við konuna hans. Scott sagði um samtal hans og stúlkunnar: „She told me to kick the bo/s ass." í gröfina Stúlkan, feitlagin á þrítugsaldri, sem lét þessi örlagarfku orð falla bar vitni fyrir dómnum í gær. Hún sagðist ekki muna eftir að hafa sagt þetta við Scott og virtist hún óróleg með vitnisburð sinn. Eftir að stúlkan yfirgaf réttarsalinn bar lögreglumaður vitni. Hann sagði stúlkuna hafa komið til sín á skemmtistaðnum eftir að Flemm- ing Tolstrup féll í gólfið. Stúlkan hafi verið æst, spurt hvort hún yrði kærð. Kærð fyrir að æsa Scott upp. Áður en stúlkan yfirgaf réttarsal- inn í gær sagði hún að minningin um þetta atvik, þetta kvöld, yrði greipt inn í huga hennar alla tíð. Hún myndi taka þá minningu með sér í gröfina. Með veikt barn Réttarhöldin í gær fjölluðu minnst um sekt eða sakleysi. Þau fjölluðu um hörmulegan atburð sem enginn gengur keikur frá. Lögreglu- maður í vitnastúkunni sagði Scott hálfan mann frá því sem áður var. Vinir og fjölskylda Scotts ífá Skotlandi veittu honum stuðning í réttarsalnum. Erfiðast var þó þegar Birgitta, sambýliskona Scotts, greindi ffá fjölskylduaðstæðum þeirra. Sagði að bamið þeirra sem fæddist sjö mánuðum áður en ógæf- an dundi yfir á Traffic hefði greinst með litningargalla og væri alvarlega veikt. Hún sagði: „Við höfðum ekki far- ið út á h'fið allt ffá því að bamið fæddist. Sjálf ætlaði ég ekki einu sinni út en þegar systir mín bauðst til að passa ákvað ég að slá til.“ simon@dv.is Reykjavíkurborg gerir kröfu á olíurisana þrjá vegna verðsamráðs. Borgin fengi 150 milljónir til að eyða „Það liggur fyrir viðurkenning af hálfu olíufélaganna að þau höfðu samráð í útboðinu 1996," segir Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson fýrrver- andi borgarlögmaður en honum var falið að meta hvort borgin ætti bótarétt á hendur olíurisunum þremur vegna ólöglegs verðsam- ráðs. í kjölfarið hefur borgin gert 150 milljón króna kröfu á hendur olíurisunum. Skeljungur fékk þessi viðskipti og ætluðu olíurisarnir síð- an að skipta hagnaðinum á milli sín. En hvers vegna 150 milljónir, af WBEBBM hverju ekki meira eða minna? „Ef samráðið hefði ekki átt sér stað 1996 hefðum við náð hlutfallslega sama afslætti á gmnnverði og náð- ist í útboðinu 2001," segir Vilhjálm- ur en í síðara útboðinu liggur fyrir að ekkert samráð hafi átt sér stað. Vilhjálmur bendir á að í desember 2001, þegar enn var í gildi samning- urinn við Skeljung frá 1996, hafi borgin verið að borga 44,96 krónur fyrir líterinn en mánuði síðar, þegar nýtt útboð án samráðs hafði átt sér stað, hafi líterinn hins vegar verið á 30,4 krónur. „Það liggur mikið á hverr dag,"segir Hlédís Sveindóttir arkitekt.„Nú er ég að hlaupa á fund hjá Kópavogsbæ en þar er ég með þrjú einbýlishús í teikningu og eitt þeirra verður með stærri húsum borgarinnar. Þar á eftir fer ég á fund hjá skipulagi Reykjavlkur út af annari byggingu sem ég er að vinna að i miðbænum. Dagarnir eru yfirleitt pakkaðir hjá mér og ekki mikill tími fyrir annað en vinnuna. Ég reyni þó að komast á hestbak þegar tækifæri gefst og þannig næ ég að hlaða batteríin." DV hafði samband við fulltrúa allra flokkanna sem eiga sæti í borg- arstjórn og spurði þá hvað þeir myndu gera við 150 milljónirnar fari svo að olíurisamir borgi. Hvorki Árni Þór Sigurðsson hjá Vinstri grænum né Alfreð Þorsteinsson hjá Fram- sóknarflokki vildu nefna neitt sér- stakt, sögðu báðir að hjá borginni væm fjöldamörg verkefni sem biðu úrlausna. „Það er best að útdeila ekki silfrinu strax," bætti Árni við. Steinunn Valdís Óskarsdóttir var einnig varkár en nefndi þó uppbygg- inguna á hafnarbakkanum sem eitt verkefni. Ekkert hik var hins vegar á Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sjálfstæð- ismanni og Ólafi F. Magnússyni hjá Frjálslynda flokknum. „Að bæta starfsemi leikskóla og frístunda- heimilanna segi ég tvímælalaust," sagði Vilhjálmur og Ólafur bætti við að þar væri neyðarástandið í borg- inni um þessar mundir. Varkárir Alfreð og Árni vildu ekki útdeila silfrinu strax.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.