Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Qupperneq 10
1 0 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Edda Rós er skemmtileg og ráðagóö. Hún er óþarflega hreinskil- in og opinská „Edda er frábær stóra systir, skemmtileg og ráðagóð. Við áttum það til að slást með hnefum, en kærleik- urinn erþeim mun meiri núna. Líklega erþokkalegt jafnræði á okkur núna iþeim efnum. Ég hafði bara gott afþví að láta taka á mér. Hún er reyndar vinnuflkill sem er auð- vitað ókostur hvað fjölskylduna varðar. Ég fæ það líka stundum óþvegið efhenni finnst ég ekki haga mérrétt." Guöný Hrund Karlsdóttir, systir og sveitarstjóri á Raufarhöfn „Það er ákaflega gott að vinna með Eddu Rós. Hún er hugmyndrík og góður félagi. Þaö kom snemma I Ijós að Edda Rós hefur þann mikil- væga kost að geta sett hlutina fram og skýrt flókin fyrirbæri hagfræðinnar þannig að þau eru vel skiljanleg venjulegu fólki. Ég þekki enga galla á EdduRós." Halldór Grönvold, aöst. framkvæmda- stjóri ASl „Hún Edda Rós er skarpgreind, skorin- ort og skýr. Hún er líka heiðarleg, rétt- sýn og viðsýn, skipu- lögð og nákvæm. Getur stundum ver- ið dulltið ströng á svip en þá ætlast hún til að fá skýr og betri svör, sem telst nú varla til lasta." Birna Baldursdóttir, vinkona Edda Rós er fædd 29. desember 1965 og er áberandi í fjölmiðlum þegar kemur að efnahagsmálum. Hún er forstööumaður greiningardeild Landsbanka íslands, en hefur áður starfað hjá Kjararannsóknar- nefndog var hagfræðingur ASl á tímabili. í hóp hinna viljugu Spennan er farin að magnast fyrir sameiningar- kosningamar sem haldnar verða áttunda október og hin ýmsu sveitarfélög keppast við að senda frá sér ályktanir með eða á móti sameiningu. Til dæmis vill hvorki Garður né Sandgerði sameinast Reykjanesbæ en Reykjanesbær vill samein- ast þeim. Nú hefur bæj- arstjórn Húsavíkur bæst f hóp hinna viljugu og hvatt íbúa sína til að samþykkja sameiningu bæjarins við sjö sveitarfélög í Þingeyjar- sýslu. Hvað hin sjö vilja er þó enn óvíst. Ríkislögreglustjórinn, Haraldur Johannessen, segir að allir sem hafi komið að Baugsrannsókninni hjá embættinu verði sóttir til saka reynist málið af pólitiskum toga. Hann fullyrðir um leið að rannsóknin hafi verið unnin af heiðarleika. Hann segir málið langt frá því að vera búið. Ríkislögneglustjórinn svarar Ivrir sig: Jvanar ónoium" Haraldur Johann- essen Ríkislögreglu- stjórinn er I Berlín. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að óvægin atlaga hafi verið gerð að heiðri embættis síns. Unnið hafi verið heiðar- lega og lögum samkvæmt að rannsókn Baugsmálsins. Ef þetta væri satt sem sagt er að rannsóknin sé af pólitfks- um toga, þá hafa allir hjá embættinu gerst sekir um brot á hegningarlög- um. Þá ætti að refsa okkur öllum fyrir brot á lögum,“ segir Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri um Baugsmálið. Hann svarar þar með Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni sem sagði í viðtali við Fréttablað- ið þegar Baugsákær- urnar voru birtar að það væri „póiitík í málinu." Alvanur ónotum Haraldur Johann- essen er á alþjóða- þingi Interpol í Berlín en hefur fylgst grannt með gangi mála á ís- landi síðustu daga. Öll spjót hafa staðið á embætti hans eftir að Baugsmálinu var vísað í heild sinni frá dómi vegna verulegra annmarka í ákærunum. Haraldur segist þó anda rólega þótt mikið gangi á heima á fslandi. „Ég er ekki að fara taugum enda orðinn alvanur alls kyns ónotum. Ég er \ r,Þetta mal er langt frá því að vera btnð mjög rólegur yfir þessu. Þetta er erfitt mál en embættið er eingöngu með erfið mál, emættið er beinlínid sett á fót til að fást við öll erfiðustu sakamál sem upp koma hér á landi.“ Um stöðu Jóns H.B. Snorrasonar yfirmanns efnahagsbrotdeildarinn- ar og saksóknara í Baugsmálinu segir Haraldur: „Ég ber full- komið traust til Jóns og hef alltaf gert. Það hefur ekki breyst.“ Heildarkostn- aður hundruðir milljóna Ríkislögreglu- stjórinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort nýjar og snyrtar ákærur verði gefnar út á hendur Baugsmönnum, stað- festi Hæstiréttur nið- urstöðu héraðsdóms. „Ég held að það sé best að taka eitt skref í einu, sjá til hvað Hæstirétt- ur gerir með kæruna og meta svo niðurstöðuna þegar hún liggur fyrir," segir Har- W&fé aldur. Þangað til segir hann að w ómögulegt að segja um heild- arkostnað embættisins við hinu gríðarlega umfangsmiklu þriggja ára Baugsrannsókn. Rannsóknin var aðalverkefni embættisins þau þrjú ár sem hún stóð yfir og segja kunn ugir að kostnaðurinn við hana sé á bilinu tvö til þrjú hundruð milljónir. Kostnaðurinn vex enn því líkur eru á að mál- ið dragist enn frekar á langinn. Fleiri ár getur tekið að ljúka því. Undir þetta tekur ríkislög- reglustjórinn Har- aldur Johannes- sen. „Þetta mál er langt frá því að vera búið,“ segir hann. andri@dv.is Jón Ásgeir Jo- hannesson Segir Baugsmál ið pólitlskt. Finnar spyrja hvort ísland muni fara í Evrópusambandið eftir brotthvarf Davíðs Vilja fá öll Norðurlöndin inn í ESB Mun fsland færa Noreg inn í Evrópusambandið? Þessari spurningu var varpað fram í Hufvudsstadsbladet, stærsta sænskumælandi blaði Finnlands. í greininni segir að hin nýja ríkis- stjórn Noregs sé jafn ólíkleg og sú gamla til að velta fyrir sér inn- göngu í Evrópusambandið vegna harðrar andstöðu minnihluta inn- an hennar gegn aðild. Það sé kostnaðurinn sem kosninga- bandalag hins Evrópusinnaða Verkamannaflokks við Sosialisti- ske Venstre og Senterpartiet, sem bæði eru andsnúin aðild, hafi haft í för með sér. Mögulega eru meiri líkur á að rofi til í aðildarmálum „Vestur- Norðurlanda," (eins og blaðið kallar Noreg og ísland), á íslandi, segir ennfremur. Þar hafi fyrrum forsætisráðherra Davíð Oddsson, sem var „svarinn andstæðingur Evrópusambandsins," látið af embætti utanríkisráðherra og sé nú orðin seðlabankastjóri. Blaða- maður segir Davíð Oddsson geta í nýrri stöðu sinni ef til vill enn haft áhrif gegn inngöngu, en hann komi nú ekki lengur að ákvarð- anatöku ríkisstjórnarinnar með beinum hætti. Niðurstaða greinarinnar er sú að aðild að Evrópusambandinu séu vissulega einkamál íslands og Noregs, en segir að það vera eftir- sóknarvert að Norðurlöndin væru öll í Sambandinu. Noregur hafnaði aðild að Evr- ópusambandinu í þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 1972 og aft- ur árið 1994. Danmörk fékk að- ild árið 1973 en Sviþjóð og Finn- land árið 1994. Á íslandi hefur aldrei verið kosið um aðild að Sambandinu. Davíð Oddsson Finnar telja meiri líkur á því að Is- lendingar gangi ÍESBeftirað Davið hætti i stjórnmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.