Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Qupperneq 11
Fréttir
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 11
Átakafundur hjá Heimdalli í gær breyttist í sigur fyrir Bolla Thoroddsen, formann Heimdallar. Hópur
innan félagsins hafði hótað að sniðganga fundinn vegna óánægju með fundarboð. Það skipti þó ekki
sköpum því hátt á þriðja hundrað manns mættu til að styðja formanninn.
„Þessi ótrúlega
mæting staðfestir
þann kraft sem er
í hreyfingunni."
„í gær barst stjórn Heimdallar bréf með kröfu um félagsfund.
Þetta er félagsfundur," sagði Bolli Thoroddsen, formaður
Heimdallar, í gær á fundi félagsins í Valhöll. Fundi sem í fyrstu
var búist við að yrði átakafundur en breyttist í sigur fyrir Bolla og
stuðningsmenn hans. Hátt á þriðja hundrað manns mættu til að
styðja Bolla.
Hart var barist meðal ungra Sjálf-
stæðismanna í gær. Hópur innan
Heimdallar hafði daginn áður mót-
mælt opinberlega skipun stjórnar
Heimdailar á fulltrúum félagsins á
Landsþing Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna. Óánægjuhópurinn
sakaði Bolla og hans stjórn um að
sniðganga gamla og gilda félags-
menn og skipa í staðinn vini og
kunningja sem fulltrúa. Þess var
krafist að félagsfundur yrði haldið
hið fyrsta. Bolli varð við því.
Bolli gagnrýndur
En þó Bolli hefði boðað fundinn
var baráttunni ekki lokið. Stuttu eft-
ir hádegi í gær barst aftur yfirlýsing
frá óánægjuhópnum þar sem boðun
fundarins var gagnrýnd, sagt að fyr-
irvari væri of skammur og fundurinn
á almennum vinnutíma. Hópurinn
sagðist ætla að sniðganga fundinn
og halda eigin félagsfund.
Davíð Þorláksson, lögfræðinemi
Davíð Þorláksson Forsvarsmaður óá-
nægjuhópsins sem sniðgekk fund Bolla.
og forsvarsmaður óánægjuhópsins,
sagði í samtali við DV að Bolli nyti
ekki mikils álits félagsmanna.
„Hann er ekki hugmyndafræð-
ingur, ekki hægrimaður, ekki sann-
gjam og afar ólýðræðslegur,11 sagði
hann.
Fullt út úr dyrum
Bolli Thoroddsen lét gagnrýni
óánægjuhópsins sem vind um eyru
þjóta. Ákvað að halda fundinn sem
hann segir að sé fullkomlega lögleg-
ur. Og þau rök að fyrirvarinn væri of
stuttur tæklaði hann í ræðu sinni
með upphafsorðunum þar sem
hann fagnaði því hve margir væru
mættir. Stemningin á fundinum
sjálfum var spennublandin. Eftir
stutta tölu vom greidd atkvæði um
tillögu stjómar Bolla. Tillagan var
samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum nema sjö og fundinum
slitið.
„Mér fmnst þetta sigur í ljósi yfir-
lýsinga þess efnis að fundurinn væri
illa boðaður og auglýstur," sagði
Bolli vígreifur eftir fundinn. „Þessi
ótrúlega mæting staðfestir þann
Bolli Thoroddsen, formaður Heimdall-
ar Túlkar fundinn sem sigur f
yrirsig og stjórnina.
kraft sem er í hreyfingunni. Við tók-
um þá ákvörðun að skipa virka fé-
lagsmenn sem fulltrúa og þessi
fundur sýnir að við tókum rétta
ákvörðun." simon@dv.is
Fjölmennur fundur í Valhöll
Tillaga Boiia Thoroddsen var
samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta á fundinum I gær.
Össurri Skarphéðinssyni hótað á vefsíðu hans
Segist hafa séð það svartara
„Ég held að þú ættir að leita þér
að annarri vinnu elsku kallinn minn.
Þú fékkst á baukinn í kvöld. Arnar
Jensson er mun trúverðugri en þú.
Skítlegar ásakanir þínar og dylgjur
sæma ekki alþingismanni.''
Þetta er dæmi um það sem skrif-
að er á kommentakerfi Össurar
Skarphéðinssonar. Undir ritar Guð-
mundur Jónasson: „Ekki veit ég á
hvers vegum þú starfar í raun en að
reyna að grafa undan réttarríkinu
með þessu óábyrga tali þínu er firra.
Er það þinn vilji að draga úr tiltrú al-
mennings á lögreglu og ákæru-
valdi?"
Þessi skrif og önnur, sem varla er
hægt að túlka nema sem hótanir
undir rós, hafa birst á síðu Össurar
eftir að hann ritað grein þar sem
segir að embætti ríkislögreglustjóra
sé í höndum óhæfra manna. En Öss-
ur segist ekki skelkaður. „Ég veit að
við búum í réttarrfki og ég nýt skjóls
og öryggis lögreglunnar ef á þarf að
halda," segir Össur og Uær.
„Reynslan sýndir að í
kommentakerfi skrifa menn oft
nafnlaust með heldur harkalegum
hætti. Jafnvel ógnandi. Reynsla mín
er hins vegar sú að það ger-
i vefinn lifandi og spontant."
„Það er algerlega óþolandi að
menn eins og þú skuli endalaust
komast upp með að skíta útlögregl-
una með aIgerlega þekkingarlausum
skrifum um vandasöm störfhennar.
Farðu ífrí, langt frí. “ Svo ritar maður
sem kallar sig Runólf. Aðspurður
segist Össur ekki taka þessu sem
dulbúinni hótun.
Össur segist ekki vita hverjir eru
að skrifa né hyggst hann láta rekja
það. „Allir hafa málfrelsi, líka á mín-
um vef. Þó kysi ég að menn sem
brúka harkalegt orðfæri gerðu það
undir fullu nafni. Mér kemur hins
vegar ekki til hugar að breyta þessu.
Við stjórnmálamenn erum ýmsu
vanir og lendum oft í því að allskon-
ar fólk hringir í mann með hreinar
ógnanir. Ég hef séð það svartara en
þetta," segir Össur og vekur athygli á
því jafnframt að fjölmargir rita á vef-
inn sem eru skoðanabræður sínir.
jakob@dv.is
Nemendur beðnir
afsökunar
Hafrún Dóra
Júlíusdóttir, for-
maður fræðslu-
ráðs Hafnar-
ijarðar, svaraði á
miðvikudag
bréfi Foreldra-
ráðs Hafnafjarðar sem ritaði
ffæðsluráðinu vegna slæms
ástands í Hvaleyrarskóla nú í
skólabyijun. Foreldraráðs segir
meðal annars í bréfi sínu að
kennslustofur, eldhús, starfs-
mannaðstaða og tækjabúnaður
hafi ekki verið tilbúinn þegar
kennsla hófst. í svarinu til For-
eldraráðsins er þetta harmað og
foreldrar, nemendur og starfsfólk
beðin afsökunar á óþægindun-
um.
Sudoku-æði tröllríður heimsbyggðinni
Best að nota blýant
„Þetta er hættulega ávanabind-
andi,“ segir Ásmundur Helgason út-
gefandi nýrrar bókar sem inniheldur
109 japanskar Sudoku talnagátur.
Landsmenn hafa ekki farið var-
hluta af Sudoku æðinu sem nú tröll-
ríður heimbyggðinni. Fbl, Mogginn
og Blaðið eru öll með sudoku dag-
lega og fólk virðist ekki fá nóg. í það
minnsta telur Ásmundur það fyrir-
liggjandi.
„Sambærilega bækur hafa verið á
metsölulistum um allan heim und-
anfarin ár. Þetta kom fyrst fram í
Japan, þar sem það sló í gegn árið
1986, og hefur síðan farið sigur-
göngu um heiminn," segir Ásmund-
ur en hann er framkvæmdastjóri
N29 - sem er nýtt fyrirtækis sem
helgar sig einu og öðru, meðal ann-
ars útgáfumálum. Vitað er að íslensk
útgáfufyrirtæki hafa haft það á verk-
efnaskrám sínum að gefa út
Sudoku-bækur en N29 ríður á vaðið.
Ásmundur segir bókina eiga vel
við allstaðar: „Á ferðalögum, í sum-
arbústaðnum... jájá, líka á klósett-
inu. Og best er að nota blýant."
Súpa og hollur og ferskur
salatbar í hádeginu
Afar glæsilegt
hádegishlaðborð m.a.
fiskur, lambalæri
m/bernaise,
svínasteik o.m.m.fl.
kr. 1080-
r. 1490.-
Steikarhlaðborð á sunnudögum
fyrir alla fjölskylduna frá kl 18.00- Kr. 2.490,-
Simi: 553 9700