Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 Menning DV Stefán Her- mannsson verkfræðingur. MORGUNINN sem tilkynnt var hvaða tillaga yrði fyrir val- inu um byggingu Tónlistarhúss birtist áskorun til Austur- hafnar frá stórum hópi áhrifamanna í íslensku tónlistarlífi um að þar yrði komið fyrir 200 sæta sal og tónlist- ' arfólki tryggð þar aðstaða gegn vægu verði. Áskorun þessi kemur fram í kjölfar greinar- skrifa Stefáns Hermannssonarfram- kvæmdastjóra Austurhafnar og Kjartans Ólafssonar for- manns tónskáldafélags- j ins sem erað auki ein driffjöðurin í Myrkum músikdögum. FYRR í SUMAR sendu tónlist- armenn frá sér áskorun sama efnis. Komið hefur fram f skrifum Stefáns að Austur- höfn hyggst ekkert tillit taka til óska tónlistarmanna. í Ijósi upplýs- inga um rekstrarfyrirkomulagTón- listarhúss í gær er greinilegt að nú eru islenskirtónlistarmenn komnir upp á náð breskrar umboðsskrif- stofu sem ætlar að leggja fram plan í grófum dráttum um listamenn sem verða gestir í húsinu.Tónlistar- húsið í Reykjavík verður verstöð fyr- ir breska umba ( alþjóðlegum rekstri. Þetta er heldur klúðurslegur frágangur á mikilvægu máli. Flugur ERU AÐ SANNAST verstu hrakspár umTónlistarhúsið? Það verði fyrst og fremst rekstrareining sem taki tillit til hinna stóru hagsmuna, Sin- fóníunnar, ráðstefnuhalds og stærri atburða? Hið smágerða starf minni hópa verði fyrir borð borið og sama langtíma sjónarmið verði uppi án undantekninga eins og gerst hefur með Listasafn Reykjavíkur?Verði það úr má búast við aðTónlistar- húsið skapi fleiri deiluefni en þörf erá. m' i B Á UNDANFÖRNUM misserum hafa stjórnvöld gert sitt til að auka fag- lega umfjöllun í starfsstyrkjum til listamanna. Árlegar úthlutanir fjár- muna standa nú í vegi fyrir að lista- menn geti skipulagt sig til enn lengri tfma en árs. Ef taka á upp fast skipulag til langs tíma í öllum söl- um Tónlistarhúss og hafa þar hvergi afdrep fyrir smærri uppá- komur með litla tekjuvon sem starfa ekki á föstum fjárveitingum, er stórum og mikilvægum þætti úr íslensku tónlistarlífi vfsað úr húsinu. Og það var ekki hinn upphaflegi til- gangur - eða var það? íslenskir myndlistarmenn ætla sér pláss í Berlínarpressunni næstu daga en fimm sýningar opna í hinum forna höfuðstað Brandenburgar í vikunni. Hópur tuttugu og tveggja listamanna frá Klink og Bank setur upp samsýninguna Innrás en að auki opna Gabríela, Egill Sæbjörns og Erla Haraldsdóttir einkasýningar, en Egill sýnir líka með Magnúsi Árnasyni og Heklu Dögg. Flugeldar fyrir LA eftir Heklu Dögg, 2005, Meö leyfi Klink og Bank Það er CIA, kynningarmiðstöð ís- lenskra myndlistarmanna, sem stýrir kynningunni, en sýningarhaldið er styrkt af ýmsum aðilum: sendiráði ís- lands, Landsbankanum og TBA2. Sýningamar em skreyttar allskyns uppákomum sem munu kaila á sam- fellda umfjöliun í þýskum fjölmiðlum og má því ætla að okkar fólki takist að kalla á sig nokkra athygli í stórborg- inni. En samkeppnin verður gríðar- hörð: nú standa yfir tvær risastórar sýningar í Berlin: Artforum er nú haldin í tíunda sinn og Berliner- kunstsalon er haldinn öðm sinni. Það verða því margir um hituna og erfitt fyrir okkar fólk að ná í gegn, hvað þá slá í gegn. Egill opnar Það er Egiii sem opnar á laugardag og verður þá fluttur gemingur, en Eg- ill hefur búið í Berh'n um nokkurt skeið og er þar heimavanur. Samsýning félaga úr Klink og Bank verður síðan opnuð þann 28. septem- ber í Berliner Liste sem hýsti áður Vitra-safnið. Verðu mikið um dýrðir opnunardaginn: sýndar tvær heim- ildamyndir, önnur um Sheep Plug - verkefni þeirra McCarthys og Rhodes sem hlaut menningarverðlaun DV í myndlist í fyrra, hin hluti af heimilda- mynd Þorfinns Guðnasonar um Ani- matograph Schhngensiefs. Þá verða performansar fluttir nokkrir og að lokum lagt í hátíðarhald við hljóð- færaslátt. Friðriksdóttir Freestyle Sama dag, þann 28. opnar Gabrí- ela sýningu sína á Art Fomm. Þar sýna 129 gallerí frá 25 löndum. Hún sýnir í Freestyle-höUinni skúlptúra á svæði síns erlenda galleríista Spiel- haus Morrison. Þar heldur hún áfram að vinna með frumstæðar manns- myndir, töfravemr úr öðrum heim- um, nú Ijósar og bjartar. Daginn eftir opnar Erla Haraldsdóttir vinnustofu sína á Kunstlerhaus Betahnien. Þrímenningarnir, Egill, Hekla og Magnús opna sína sýningu þann 30. og er hún hluti af Berlinerkunstsa- lon sem em laustengd samtök sýn- ingarsala og haldara sem hafa sett upp sýningar til mótvægis við Art- fomm. Þar verður talsvert um uppá- komur en hústeiti verður hjá íslend- ingum á Chaussesstrasse 106 ef þú átt leið um Berlín: þar er Ríó-klúbb- urinn. Gus Gus þeyta.Singapore Sling og fleiri troða upp. Það verður því sláttur á okkar fólM. Gangi þeim vel á þessari hámessu myndlistar í Berlín. : Verk Gabrielu Friðriksdóttur Operazione Dramatica, 2002,45 x20 X 30 cm Með leyfi Spiel- hause Morisson Gaieri. Berlin Danir draga til sín erlendar kvikmyndir í framleiðslu. Hér heima hafa menn helst selt erlendum kvikmyndaframleiðendum land og mat. Menntamálaráð- herra hefur boðað að samningur ríkisins við kvikmyndageirann verði brátt tekinn til endurskoðunar. Gangsteramynd klippt í Valby Danir hafa um áratugaskeið staðið fyrir þróttmikilli kvikmynda- framleiðslu fyrir heimamarkað. Ýmsar kvikmyndir þeirra á seinni árum hafa vakið alþjóðaathygli og sumar náð nokkurri dreifingu. Iðn- aður þeirra byggir á fornum grunni. Þar í landi eru kvikmyndaver, fram- leiðslufyrirtæki á í vinnslu frumein- taka og sýningareintaka, auk fjölda framleiðslufyrirtækja sem sækja fjármagn tii erlendra samstarfsaðila. Þá er í landinu virtur kvikmynda- skóli sem hefur lagt iðnaðinum til þjálfaða starfskrafta, Danski kvik- myndaskólinn. Danska kvikmynda- stofnunin er styrkt myndarlega til reksturs cinemateks í höfuðborg- inni og stundar kraftmikla þjónustu fyrir skóla og félagasamtök. Allt eru þetta stoðir fyrir iðnað sem stendur undir nafni og skilar afúrðum fyrir heimamarkað og nær æ stærri sneið af heildarsölu, miðum, spólum og diskum. Það hefur aftur skort á að iðnað- urinn danski hafi náð til sín verkefh- um til vinnslu í landinu sem hér hef- ur gerst, bæði vegna landslags og vegna endurgreiðslu á sköttum. Nordisk Film sendi frá sér fréttatil- kynningu í vikunni og greindi ffá áfangasigri í markaðssókn dansks kvikmyndaiðnaðar. Samframleiðsla á vegum enskra og írskra aðila mun á næstu vikum fullvinna kvikmynd í Valby. Myndin heitir Johnny Was og státar af nöfnum á borð við Roger Daltrey og Lennox Lewis í aðalhlut- verkum. Nordisk er samffamleið- andi en myndin var filmuð í Belfast og London. Framleiðslukostnaður er fjórar miljónir dala eða um tæpar þijúhundruð miljónir íslenskra. Er frumsýning áætluð 2006. Myndin er spennumynd um gangstera og er handriti líkt við þekktar engilsax- neskar myndir í þeirri grein eins og Long Good Friday og Sexy Beast. Arangur Dana er athyglisverður fyrir tvennt: aðstaða þeirra til vinnslu er skiptimynt í samffam- leiðslu og þar í landi þykir aðkoma Nordisk sæta miklum tíðindum. Hér á landi hafa erlend kvikmyndafyrir- tæki komið með verkefni í tökur og hefur endurgreiðsla skatta greitt fyr- ir götu þeirra. íslensku kvikmynda- iðnaður hefur verið óvenju undan- látssamur um skilyrði, ólíkt því sem tíðkast í öðrum löndum. Mætti ætía að að það væri eitt þeirra atriða sem samningsaðilar, Félag Kvikmynda- gerðarmanna, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðaenda og Leik- stjórafélagið þyrfti að taka upp í nýj- um viðræðum við menntamála- ráðuneyti sem ráðherra boðaði ný- lega að hefja þyrfti að nýju eftir að hún fór ásamt stöllu sinni, Valgerði Sverrisdóttur, til Toronto á alþjóð- lega kvikmyndahátíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.