Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Page 34
 Ali G vildi fara eftir handriti Spjallþáttakonungurinn Michael Parkinson sagði frá því á dögunum að Ali G stjarnan Sacha Baron Cohen hafi krafist þess að vera með tilbúin svör í þætti hjá sér. Hinn virti spjallþáttakonungur Parkinson hef- ur játað að grínistinn Sacha hafi neitað að mæta í þáttinn án þess að hann fengi að hafa sín fyndnu svör skrifuð fyrirfram. „Ali G vildi ekki koma í þáttinn nema farið yrði eftir handriti. Þarna kom í Ijós að þessi frábæri grínisti er þræll hláturs- spjalda," sagði Michael Parkinson. Charlize kyssir bossa CharlizeTheron hefur eignast nýja bestu vinkonu eftir að hún smellti heitum kossi á bossann á leikkonunni Shirley MacLaine. Ther- on ætlaði að heilsa henni en það tókst þó ekki betur en svo að hún datt fram fyrir sig með þeim afleið- ingum að kossinn lenti á afturenda Shirley. Vitni segja Charlize hafa roðnað mikið og hafa kennt sterk- um verkjatöflum um þetta vand- ræðalega atvik. „Þetta var í raun blanda af þeirri staðreynd að Shirley er mögnuð kona og af því að ég hafði tekið of sterkar verkjatöfl- ur," sagði leikkonan vandræðalega. Myndin The 40 Year Old Virgin er frumsýnd í dag í Sambíóun- um, Háskóiabíói og Laugarásbíói. Sýnd kl. 6,8,10 og 12 á miðn. B.l. 14 ára Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Bj. 16 ára 400 kr. í bíó! GHdir ó allar sýnlngar merkta'r meö rauðu Yfirnáttúruleg öfl bjarga Joss Stone Söngkonan slvinsæla Joss Stone segir yfirnátt- úruleg öfl hafa bjargað lífi sínu eftir MTV-verð- ’ launaafhendinguna þar sem hún slapp frá skot- bardaga með naumind- um. Söngkonan sat úti ásamt fleirum stuttu áður en skotbardagi hófst þar sem hljómplötuframleiðandinn Suge Knight varð fyrir skoti. Josh og kærastinn hennar Beau Dozier sátu nálægt hljómplötufram- leiðandanum þegar Joss fékk skyndilega undarlega tilfinningu yfir sig. Hún sagði við kærastann sinn:„Við verðum að fara, mér llður eitthvað undarlega!" og nokkrum mlnútum eftir að þau yfirgáfu svæðið skall skotbardaginn á. Maður á alltaf að hlusta á litlu röddina inni (sér. X' í dag verður frumsýnd myndin The 40 Year Old Virgin sem fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fertugan hreinan svein. Allt gert til að fá á broddinn í gegnum árin hefur Andy Stitzer misst íjölmargar kærustur. En það er eitt sem hann hefur aldrei misst, sveindóminn. Vinir hans komast að því að hann er orðinn fertugur, og ennþá hreinn sveinn, og vilja breyta því hið snarasta. Þeir taka hann í allsherjaryfirhalningu og umbreyta honum. Hann skal fá á broddinn. Hann er meðal annars látinn vaxa á sér bringuna og gera fleiri kjánalega hluti til þess eins að missa sveindóminn.Hann reynir meðal annars að fara á hraðstefnu- mót eða Speed-date þar sem hann fer á kostum en með litlum árangri. Eftir leiðsögn vina sinna kemst hann á flug en stóru spurningunni er ennþá ósvarað. Fær hann á broddinn? Aukastjarnan verður aðal- stjarnan Það er Steve Carell sem leikur fer- tuga hreina sveininn, en hann hefur getið sér gott orð í hinum ýmsu aukahlutverkum. Hann lék and- stæðing Jims Carrey í myndinni Bruce Almighty og barðist við hann um stöðu fréttaþular. Þá fór hann einnig á kostum í myndinni Anchorman: The Legend of Ron Burgundy þar sem hann lék hinn nautheimska Brick Tamland. Nú er hann kominn í sína fyrstu aðalrullu í myndinni um fertuga hreina svein- inn og eru bundnar miklar vænting- ar við þennan grínara. Auk Steve Carells eru það Paul Rudd, Romany Malco og Seth Rogen sem fara með hlutverk í myndinni og leika vini Andys. Myndin er sýnd í Sambíóun- um, Háskólabíói og Laugarásbíói. Sýnd kl. 6 i þrividd Forsýnd kl. 12 á mlðnætti B.l. 14 ára Kommn í kán- tríið ásamt spúsu sinni Chris Martin I Coldplay langar að taka upp kán- trlplötu og hann ætlar að fá konu sína, hana Gwyneth Paltrow.til að syngja bakraddir.Chris segir kántrlið búa ( okkur öllum, hann sé bara tilbúinn til að viðurkenna það og skammist sln ekki neitt fyrir að elska þessa tónlist. Hann talar um það að þetta verði ekki neitt hefðbundið kántrl heldur ætli hann að blanda smá hiphopi inn I þetta. Ætlun hans er að fá kántrýísúperstjörnuna Garth Brooks til að hjálpa sér að semja og jafnvel taka með honum lagið. Það verður fróðlegt að heyra þessa plötu þegar hún kemur út. Sýndkl. 8og10 uaiýsin oou Ne asímar DV 550 5833 11 8217514 ig okkar er inaar@dv.is Stafræn bréfdúfa berst vlð þýska erni Stafræna teiknimyndin Valiant verður frumsýnd í dag í Sambíóun- um, Háskólabíói og Selfossbíóí. Myndin er frá sama höfundi og gerði Shrek-myndimar sem slógu í gegn á heimsvísu. í myndinni segir frá lítilli viðardúfu að nafni Valiant. Dúfan hefur stóra drauma en hún og vinir hennar berjast við þýska erni í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin verður sýnd bæði með íslensku og ensku tali en í ensku útgáfunni em það ekki ómerkari menn en Ewan McGregor, John Hurt og John Cleese sem ljá persónum myndarinnar raddir sínar ásamt fleiri leikurum. Ewan McGregor talar fyrir sjálfan Valiant. Það er enginn annar en Þorvald- ur Davíð Kristjánsson sem ljær hin- Ci Valiant Frumsýndl dag. um íslenska Valiant rödd sína en auk hans em menn á borð við Rúnar Fréy Gíslason, Öm Ámason og Björgvin Franz Gíslason með hlut- verk í myndinni. Byrjað var að framleiða Valiant í janúar árið 2003 en þá var hafist handa við að skapa persónur og hanna umhverfið sem myndin gerist í. Löng undirbúningsvinna er nú að baki og ættu bíógestir að geta séð af- raksturinn um helgina. Sýnd kl. 8, og 10.20 Sýnd Id. 6, 8og 10B.I. I4ára Sýnd kl. 6 ISLENSKT TAL Bargartua Bewitched kl. 6, BoglO Deuce Bigalow b.l. 14 ára kl. 6 TheMan kl. BoglO t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.